Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 57
SJÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands. Ritstj. og ábyrgðarm.: Gils Guömundsson. Ritnefnd: Júlíus Kr. Ólafsson, Henry Hálfdánsson, Magnús Jensson, Halldór Jónsson, Sveinn Þorsteinsson, Birgir Thoroddsen, Theódór Gíslason. -— Blaðið kemur út einu sinni í mánuði, og kostar árgang- urinn 40 krónur. Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur“, pðsthólf AS5, — Reykjavík. Simi 5653. Prentað í ísafoldarprentsmiðju h.f. Sœkur Sú hefur verið venja í jólablaði Víkings undan- farin ár, að geta um nokkrar nýútkomnar bækur. Að þessu sinni er rúmið smátt skammtað, þar sem bókadálhurinn verður að láta sér nægja eina síðu til umráða. Verður því fátt eitt sagt í fréttum af bókamarkaðinum. * Ég veit ekki betur nefnist upphafið á sjálfsævisögu Guðmundar Gíslasonar Hagalín. Bók þessi, sem er all- stór, segir frá mönnum og málefnum í Arnarfirði, eink- um forfeðrum og fonnæðrum höfundar, og greinir því næst frá æsku hans og uppeldi. Hagalín hlaut á sínum tíma verðskuldaða viðurkenningu fyrir ævisögur þeirra Sæmundar og Hjalta, er báðar voru afbragð. Það er skemmst frá að segja, að í þessu upphafsbindi sjálfs- ævisögu sinnar fer Hagalín svo vel af stað, að fullyrða má, að þar mun hann bæta við einu ágætisritinu enn. Bókin er bráðskemmtileg og rituð á svo góðu máli, að Hagalín hefur aldrei gert betur. í þessari bók er hann víðast hvar svo stuttorður og gagnorður, að fremur er van en of. Vill maður víða heyra meira um fólk það, sem Hagaiín bregður upp myndum af, flestum að vísu bráðlifandi og ótrúlega skýrum, þótt gerðar séu með fáum dráttum, stundum einni eða tveimur örlitlum en meistaralegum sögum. Bækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins á þessu ári eru fimm, almanakið og Andvari, Alþingisrímumar, Smásagnasafn og bók um Danmörku. Eru það vissulega góð bókakaup fyrir 50 krónur. Alþingisrímur þeirra Valdimars Ásmundssonar og Guðmundar Guðmundssonar hafa nú um hálfrar aldar skeið notið mikilla vinsælda meðal allra þeirra, sem unna snjöllum skáldskap. Hafa þær verið ófáanlegar um langt skeið, enda mun útgáfa Menningarsjóðs, sem er fögur og vönduð, mælast vel fyrir. I hinni nýju út- gáfu birtist langur og skemmtilegur formáli eftir Jónas Jónsson, og fjallar hann um höfunda rímnanna og sam- starf þeirra. Að öðru leyti hefur Vilhjálmur Þ. Gísla- son séð um útgáfuna af mikilli prýði og samið mjög greinargóðar skýringar við rímurnar. Manntafl nefnast þrjár smásögur eftir austurríska ritsnillinginn Stefan Zweig, í ágætri þýðingu Þórarins Guðnasonar læknis. Sögurnar eru allar mjög góðar, þótt fyrsta sagan, Manntafl, beri af. Danmörk nefnist fjórða bókin í flokknum Lönd og lýðir, er Menningarsjóður hóf að gefa út árið 1949. Hefur Kristinn Ánnannsson yfirkennari samið bók þessa. Er þar saman komin mikill fróðleikur um Dan- mörku, land, þjóð og sögu. Fjölmargar afbragðsmyndir eru í bókinni. Ritsafn Gröndals, II. bindi, er nýkomið út á vegum Isafoldarprentsmiðju. Það hefur að geyma Heljarslóðar- orustu, Þórðar sögu Geinnundarsonar, þýddar sögur, leikrit o. m. fl. — Gröndal er einstæður höfundur í bókmenntum vorum og mun hann enn sem fyrr verða mörgum til ánægju. Úr fórum Jóns Árnasonar, síðara bindi, er nýlega komið út á vegum Hlaðbúðar. Fyrra bindið kom út á síðastliðnu ári. Hefur Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður séð um útgáfuna af mikilli vandvirkni og smekkvísi. Er hér á ferðinni mjög gott safn af bréf- um frá síðari helmingi 19. aldar. Hafa bréfin eigi að- eins mikinn fróðleik að geyma, heldur eru mörg þeirra ágætlega rituð og hreinn skemmtilestur. Meðal bréf- ritara eru líka margir hinir snjöllustu íslendingar, er uppi voru á síðustu öld. Úr fórum Jóns Árnasonar er bók, sem óhætt er að mæla með við alla þá, sem unna sögu íslands og bókmenntum. Útgáfan er efninu sam- boðin, smekkleg og vönduð. Meðal rita þeirra, sem Helgafell sendir frá sér að þessu sinni, er ný útgáfa af Sölku Völku, hinni kunnu og vinsælu skáldsögp. Halldórs K. Laxness, er kom út á sínum tíma í tveim bindum undir heitinu „Þú vín- viður hreini" og „Fuglinn í fjörunni". — Sama forlag gefur út skáldsögu Kristmanns Guðmundssonar, Helga- fell, í þýðingu höfundarins og Guðm. Gíslasonar Haga- líns. Saga þessi kom út á norsku fyrir 20 árum, en hefur ekki fyrr verið þýdd á íslenzku. — Sjómannabókin 1951. Eins og flestum lesendum Vík- ingsins er kunnugt, hefur Farmanna- og fiskimanna- samband íslands gefið út að undanförnu nokkrar bækur undir samheitinu „Bára blá“. Tvær fyrstu bækurnar fluttu úrval úr ritgerðum, sögum og kvæðum um sjó og sjómenn eftir íslenzka höfunda. Þriðja bókin, sem kom út í fyrra, hafði að geyma frægar sjómannasögur eftir erlenda höfunda. Nú er komin út ný bók, „sjómannabókin 1951“. Er það þýdd skáldsaga, er nefnist „Sjómaðurinn og refsi- nornin". Saga þessi er viðburðarík og „spennandi", sem svo er kallað, og mun mega heita tilvalinn skemmti- lestur. Sagan er þýdd af Magnúsi Jenssyni loftskeyta- manni, en hann er lesendum Víkingsins að góðu kunnur fyrir greinar og þýðingar. V í K I N □ U R 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.