Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 10
anna, og þar gekk hann tíðast undir nafninu: Maðurinn, sem bindur sína eigin bagga. Þetta gælunafn hafði hann fengið, þegar hann sendi björgunarbátinn erindislausan í land aftur frá skipi sínu, Norrsken, sem var strandað í Wex- ford-firði á írlandi, og það á sjálfa jólanóttina. Skipstjórinn varð einn eftir í skipinu, og stjórn- andi björgunarbátsins varð að beita öllum for- töluhæfileikum sínum við hann það kvöld til einskis. — Ég skal segja yður eitt, góði maður, hafði Psilander öskrað til hans yfir stormgnýinn. — Ég er einn þeirra manna, sem binda bagga sína sjálfir, og ég verð kyrr í skútunni, unz hún sekkur. — Þá megið þér líka bölva yður upp á það, að þér skuluð fá að binda baggana yðar sjálfur, hafði stjórnandi björgunarbátsins svai’að. — Haldið þér að við höfum aðeins verið að fá okkur skemmtiróður hingað út til yðar í áttunda sinn. — Ég hef ekki beðið yður að koma hingað, félagi, sagði Psilander. — Ég er yður að sjálf- sögðu mjög þakklátur, en bíðið þangað til ég kalla. — Jæja, þá megið þér sigla til Abbessiníu fyrir okkur, var síðasta kveðja frans áður en hann kastaði póstsendingu til Psilanders og hélt frá borði. — Gleðileg jól, kallaði Svíinn og rann um leið nokkra metra eftir þilfari skútunnar. Hann hélzt þar við til 27. desember. Þá gaf hann að lokum merki. Tveim dögum síðar sást hvorki tangur né tetur af Norrsken. Koma Psilanders skipstjóra í sænska klúbb- inn í London var svo hljóðlát og yfirlætislaus, sem framast er hægt að hugsa sér. Hjá sendi- ráðinu hafði hann fengið aðgöngukort, sem hljóðaði á nafn Karls Psilanders, Stokkhólmi, og hann rölti inn í lestrarsalinn eins og hann væri heima hjá sér og hvarf í mannþröngina. Hann hafði komið þar fjórum sinnum til að líta í blöð, þegar aðaldansleikurinn var haldinn, og hann ranglaði inn í salinn það kvöld með sama hirðuleysinu og fyrr. Fimm mínútum síðar kynnti hann sig þó fyrir Margréti og Brittu. — Þér hljótið að gegna einhverju starfi, sagði Margrét íhugul. — Sjómaður, sagði Psilander. — Skipstjóri eða stýrimaður? sagði Britta. — Vélstjóri? spurði Margrét. ■ — Atvinnulaus, sagði Psilander. Þau dönsuðu. Fyrst dansaði Psilander við Margréti og síðan við Brittu. Þar á eftir við Margréti og aftur við Brittu. Þetta endurtók sig að minnsta kosti tíu sinnum, unz stúlkunum 292 leiddist þófið og sáu um að hafa lofað næstu dönsum. Þegar þær sáu hann næst,. stóð hann uppi á borði og söng sjómannavísur. Hann vakti óskiptan fögnuð. Svo gekk gamall maður, sem allir þekktu undir nafninu Læknirinn, að borð- inu til hans og horfði rannsakandi á hann. — Hvernig leið þér í Wexfordfirði, drengur minn? spurði Læknirinn. — Þakka þér fyrir, alls ekki sem verst, föður- bróðir, sagði Psilander. — En við skulum ekki tala um það núna. — Jú, við skulum einmitt tala um það, dreng- ur minn, sagði sá gamli, og áður en nokkurn varði hafði hann stokkið upp á borðið til Psil- anders. Svo sneri hann sér að mannfjöldanum og sagði: — Maðurinn, sem hér stendur, er sá, sem bindur sína eigin bagga, Psilander skip- stjóri. Hið síðasta, sem stúlkurnar mundu um hann þetta kvöld var það, að hann stóð enn uppi á borðinu og söng hina ódauðlegu vísu „---þeir höfdu engin seglin og hengdu upp gamlan stakk------“ og allur söfnuðurinn söng með honum fullum hálsi. Nei, það er ekki rétt, hið allra síðasta var það, að hann kom til þeirra og bauð þeim í hádegisverð á Frascati daginn eftir. Þegar þær voru að hátta um kvöldið, sagði Margrét: — Trúir þú á ást við fyrstu sýn? — Jafnvel stundum án nokkurrar sýnar, sagði Britta. Margrét andvarpaði þungan eins og gömul eimlest í frosti. — Þá verðum við líklega að slást um hann. Raunar er stór lax í fyrsta kasti enn sjaldgæf- ari. * * * Það kom í ljós, að Psilander skipstjóri var ekkjumaður. Það var framtakssemi Margrétar, sem dró þá staðreynd fram í dagsljósið, og það væri synd að segja, að aðferð hennar við það hefði vakið aðdáun Brittu. — Ef ég á að segja mitt álit, finnst mér þetta blátt áfram ógeðslegar aðfarir sagði Britta. — Maður verður að hafa vaðið fyrir neðan sig, sagði Margrét. — Og maður hefur nú ekki leynilögreglumann á hverjum fingri til að út- vega sér hinar nauðsynlegu upplýsingar. Aðal- atriðið er að fá með einhverjum hætti þær upp- lýsingar, sem nauðsyn ber til að afla sér. — Aðalatriðið er það, að á morgun flyt ég frá þér og fæ mér einkaherbergi, sagði Britta. Og það gerði hún, þótt hún ætti aðeins eftir að dvelja þrjár vikur í London. Og þótt báðar væru gæddar kvenlegri skynsemi í góðu meðal- lagi, verður samkomulag þeirra ekki kallað öðr- V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.