Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Síða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Síða 43
GUÐM. GÍSLASON: Hugleiðingar sjómanns Ég hef oft verið að hugleiða með sjálfum mér, að þrátt fyrir þá miklu viðleitni, sem landsmenn hafa sýnt í því, undanfarin ár, að bæta öryg’gi sjómanna hér við land (ég á þar aðallega við hið mikla starf S.V.F.Í.), þá hefur Póst- og símamálastjórnin ekki séð sér fært eða ekki fengist til að hafa þær fáu talstöðvar, sem til eru meðfram ströndinni, opnar til afnota fyrir sjófar- endur, þótt þráfaldlega hafi verið sýnt fram á, að það myndi mikið bæta öryggi sjómanna. Ég átti tal um þetta við formann S.V.F.Í. fyrir einum tveimur árum síðan, og sagði hann mér þá, að samþykkt hefði verið á nýafstöðnum fundi S.V.F.Í., að það beitti sér fyrir þossu máli og rætt yrði við hlutaðeigendur (símamála- stjórnina) hið allra bráðasta, en ekkert hefur gerzt í þessu máli enn, svo vitað sé. Talstöðvar eins og til dæmis Flatey á Skjálfanda, Húsavík, Raufarhöfn, Djúpivogur, Flatey á Breiðai-firði, Stykkishólmur o. fl., í þær þýðir ekki að kalla og það, þótt lífið lægi við. Þar er alltaf steinhljóð. Frá mínu sjónarmiði séð, og hygg ég, að ég sé ekki einn um þá skoðun, ættu að vera talstöðvar í hverju einasta þorpi meðfram allri ströndinni. Það mundu nú sjálfsagt margir halda, að slíkar framkvæmdir mundu hafa ógurlegan kostnað í för með sér, en ég svara því til, að kostnaðurinn mundi verða eins og dropi í hafið í samanburði við þá hreppapólitísku vitleysu, þar sem verið er að leggja símalínu inn á hvern sveitabæ á öllu landinu, en það kostar þjóðina milljónir. Svo mætti skipuleggja hlustunartíma þessara talstöðva þannig, að þær kæmu að fullum notum. Nú er ekki nóg með að sjómenn hefðu bæði gagn og öryggi af þessum tal- stöðvum, heldur mundu menn í landi ekki síður hafa gagn af þeim, því eins og allir vita, slitna eða bila símalínur hér um bil á hverjum vetri um land allt og heilir landshlutar verða sambandslausir. í slíkum tilfellum eru án efa talstöðvarnar góðar sem öryggis- tæki. Nú ætla ég að taka hér tvö nærtæk dæmi, máli mínu til sönnunar, og til að sýna fram á ábyrgðarleysi þeirra manna, er ráða því, að talstöð, eins og til dæmis á Djúpavogi, er látin vera lokuð fyrir sjófarendum. Þó að þessi tvö atvik, sem ég tek hér sem dæmi, hafi skeð á Austurlandi, þá er hægt að taka slík dæmi alstaðar af landinu, og það jafnvel á hverri vertíð. Hér eru dæmin: Fyrir nokkru var bátur staddur út af Stöðvar- firði; álandsvindur var og töluverð kvika og útlit fyrir versnandi veður. Báturinn var, er þetta gerðist, svo til nýbúinn að leggja (sigla út vörpunni), en var ný- byrjaður að hífa inn á tógunum, er hann varð fyrir því óhappi, að varpa (snurrvoð), er hann hafði aftur á dekki bátsins, dróst fyrir borð og lenti í skúfunni. Auðvitað stöðvaðist vélin þegar í stað. Það var ekki aðeins, að skrúfan væri föst, heldur var stýrið einhverra hluta vegna fast líka. Hið fyrsta, sem formaður gerði, er hann sá hvernig komið var, var að kalla út í talstöð sína til þess að vita, hvort ekki væri hjálp fáanleg (ég tek það fram, að þetta var að kvöldi til), en auðvitað svaraði enginn, fáir eða engir bátar í námunda, og þær landtalstöðvar, sem næstar voru, t. d. Djúpivogur, höfðu ekki leyfi til að svara, jafnvel þó neyðarkallið hefði heyrzt. Næst lét formaður kveikja mikið bál á afturþiljum, til að reyna að vekja á sér athygli manna í landi, en það bar heldur engan árangur. Þá var ekki um annað að gera en að reyna með guðshjálp að bjarga sér sjálfur, þvi ef skipið tæki til að drífa (þeir lágu fyrir snurr- voðartógunum), mundu þeir óumflýjanlega lenda á hin- um svokallaða Fjarðboða, sem er stórhættulegur, og ef svo færi, þá var öllu lokið. Nú var skrúfuhnífurinn tekinn fram. Þið, sem eitthvað þekkið til, hvernig er að vera til sjós á 16—2 0 tonna bát, getið ímyndað ykkur hvaða erfiði það er að skera tó úr skrúfu, ekki sízt þegar töluverður sjór er. Eftir 6 tíma óslitið strit heppnaðist að ná tógunum úr skrúfunni og þeir kom- ust heilir í höfn. Hér er annað dæmi: Fyrir fáum árum var bátur staddur vestan við Skrúðinn, er vélin bilaði. Þarna er feikna straumur, eins og þeir vita, sem kunnugir eru á þessum slóðum. Formaðurinn kallaði strax á hjálp í talstöðina, því hann sá fram á að þeir mundu drífa beint á Skrúðinn, ef þeir fengju ekki hjálp. Einhvers- staðar nálægt Reyðarfirði var annar bátur að draga snurrvoð upp, og af tilviljun fór einn skipverja fram í lúkar, og af rælni opnaði sá hinn sami fyrir tækið og heyrði neyðarkall bátsins, sem var að drífa upp í Skrúðinn. Var strax skorið á spottana og siglt af stað til að bjarga hinum nauðstadda bát, sem og heppnaðist. Ég hef áður bent á í hugleiðingum mínum, að mikið öryggi væri í því, ef hlustanir í talstöðvum báta væru skipulagðar, sérstaklega í hinum smærri fiskibátum, helzt í öllum verstöðum landsins. Að endingu þetta: Ég skora nú á S.V.F.Í. enn á ný að það beiti sér fyrir því nú strax, að þær talstöðvar, sem til eru og eru að einhverju leyti starfræktar, verði opnaðar til afnota fyrir sjófarendur, og að í nánustu framtíð verði settar niður talstöðvar í hverju einasta smáþorpi í kringum allt land. V I K I N □ U R 325

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.