Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 21
TVÖ SJ Ó MAN NADAGS KVÆÐI ---------------------------------------------------------t KvœSin, sem hér birtast, urðu til vegna Sjómannadagsins síóasta. Höfundurinn, sem ekki vill láta nafns síns getiS, kve'öst hafa ort þau að tilælum sóknarprests síns, séra Péturs á HöskuldsslöSum. —• Víkingnum þykir fengur að þessum kvœSum og myndi telja sér sóma að því að birta fleira eftir svo orðhagan mann sem þetta ónafngreinda, húnvetnska skáld bersýnilega er. — Ritstj. Lag: Yfir fornum I. Heillað jafnan Húnaflóinn hefir fyr og síð. Enn þá hetjur sækja sjóinn, sem á landnámstíð. Margur hefur drengur dregið drjúga björg úr sjó. Geta samt að hættum hlegið hæfir sjómanns-ró. Afl hefur margan ungling skort við Ægisdætur fyrst. Jafnan er þó eðli vort í æfintýri þyrst. Heiður þeim, sem halda velli, hopa aldrei fet, setja bæði í æsku og elli Islendinga-met. Sjómenn, standið vel á verði, vígið þennan dag. Starfið orku og hugi herði, heit og bræðralag. Það er eflaust enginn vafi, allra hjartans mál: — að þið dragið auð úr hafi. Ykkar heill! Og skál! a) Útlendir kaupmenn alls ráðandi hér í margar aldir. 2) Bjargvættur nærliggjandi byggðarlaga vegna út- gerðar sinnar. frægðarströndum. II. Nú er hér í norðri að rísa nýsköpunarb ær, studdur heillum Héraðs-dísa, Húnvetningum kær. Áður hafði ýmsum lotið,1) öðrum bjargvættur.2) Enda gamla heitið hlotið: — Höfðakaupstaður. Spölkorn héðan spaklát stendur Spákonufellsborg. Gnæfir yfir grónar lendur, gleymd er feðra sorg. Þyrfti gull í þróun sveita, þörfin alls staðar. Vill nú enginn leyndra leita lykla Þórdísar?3) Verkin hálfnuð víða standa, viðreisn heimtar starf. Ungir sveinar hefjist handa, hirðið feðra-arf. Blessist æ og blómgist allar byggðir Húna-þings. Skeikar ei þá skyldan kallar skapgerð íslendings. 3) Samanber þjóðsöguna um Þórdísi spákonu. Hún flutti gullkistu sína upp á Borgarhausinn. Lét lykl- ana vera kyrra í skránni, og kvað þann gullið eiga skyldu, sem lyklana fyndi. VÍ KI N G U R 3D3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.