Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 30
Haust á Siglufirði. rúminu. Hann heyrði kallið, sem aðrir, en hreyfði sig ekki. Var þá kallað til hans mun höstugar en áður, að fara burt af vírnum, en þá lítur hann með fyrirlitningu á þann, sem kallaði, að því er virtist mjög móðgaður og segir: „Ég held, að ég sé ekki búinn að standa hérna lengi“. Og hreyfði sig ekki. Ég veit, að engan, sem þekkir því betur til, órar fyrir því hversu gífurlegar fjárhæðir liggja í veiðarfærum á einum togara, og til fróðleiks skal ég láta ykkur heyra nokkrar tölur. Eitt troll „complett“ kostar kr. 40.500.00 og á báðar síður kostar það 81.000.00 kr. Trollvírar nýir, eins og þeir, sem nú eru notaðir, kosta 42.000.00 kr. Samtals gerir þetta 123.000.00 kr. Svo koma allir varahlutir, sem eru lágt reikn- aðir 80.000.00 kr. samtals. Verður þetta rúm 200.000.00 kr. á skip. Sá, sem gerir út 4 skip, verður í byrjun að snara út 809.000.00 kr. Svo kemur til viðbótar kaup manna, kostur, olíur, salt og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja. 1 rúlla af rópatógi kostar 2300.00 kr. 1 járnbobbingur 24“ — 552.00 — 1 millumbobbingur — 53.00 —• 1 par hlerar — 5000.00 — 1 húð — 500.00 — 1 tvinnarúlla — 48.00 — og virðist stefna til algers öngþveitis, ef ekki fjalla þar um hagar hendur og góður vilji. Hann hefur öll sín verkfæri á réttum stað, svo að hann geti gengið að þeim, þegar hann þarf á þeim að halda. Þegar ég var ungur, var mér sagt, að þegar ég legði einhvern hlut frá mér og vildi finna hann aftur, þá ætti ég að segja: „Mundu hvar ég læt þig“, og þessa aðferð nota ég enn og hefur gefizt vel, og býst ég við að góður vilji og fastur ásetningur séu þarna að verki. Dugmikill maður gerir sér í hugarlund hvern- ig yfirmenn hans vilja láta vinna verkið og hagar sér eftir því. Hann athugar hvernig hand- tök vönu mennirnir nota og festir sér vel í minni. Hann hrekkur ekki við þótt stundum sé kallað nokkuð höstugt fyrir verkum, en gætir þess, að vera „klár“ af öllu. Á skipi, sem ég var einu sinni, var verið að láta út trollið. Afturvírinn lá slakur á dekkinu, og þurfti að h'ífa í hann til að ná króknum úr afturhleranum, en áður en það var gert, er kallað: „Klárir af vír“, og fer þá hver maður frá vírnum, annar getur slys hlotizt af. En svo stóð á í umrætt skipti, að unglingsmaður, sem þvoði upp fiskinn, stóð á vírnum í þvotta- Af rópatógi kostar hver faðmur kr. 20. Ef þið nú gleymið að mússa fyrir endann þegir þið skerið af, þá trosnar endinn upp og er þá fljótt að koma í faðminn. Eins er með annað tóg, víra og tvinna. Ekkert má fara til spillis. Það er auðveldara að vinna hvert verk rétt, en um afleiðingarnar þarf ekki að ræða. Trollvírar endast í 4 túra ef ekkert óhapp kemur fyrir, og hlerar jafnlengi. Sísalnet endist % úr túr en hampnet í 1—Iþ^ túr. Svo getur líka farið, að allt missist á fyrsta degi, og er » það mikið tjón. Annars kemur það mikið undir veðráttu og botnlagi, hvað veiðarfæri endast lengi, hvort fiskað er í vondum veðrum, sem mun vera altítt nú til dags, því skipin eru stór og kraftmikil og mennirnir framsæknir, enda er aflinn mikill, sem að landi er dreginn, en hvort hann er of dýru verði keyptur verður tíminn að skera úr. Við vitum, að fslendingar hafa alltaf fiskað meira en aðrar þjóðir, og það mikið meira, og munu alltaf gera það, og ætti það að vera ungum mönnum gleðiefni, að sam- einast til framtíðarstarfa þeirri stétt, sem með þrotlausu striti hefur áunnið sér þann orðstír, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Af því, sem að framan er sagt, verður aug- Ijóst nú og æfinlega, að fara verður vel með 312 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.