Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 19
ekki að neinu haldi, því að dælan vann ekki, en þá reyndi hann að komast út. Laus kafari getur komizt upp af eigin rammleik. Hann flýtur upp eins og belgur, þegar hann losar sig við „barlestina", auðvitað með hættu á að springa. En „Gapinn' þurfti að komast úr skipinu gegnum gang og dyr, því þannig lágu taugarnar. En til þess gafst ekki tími —. Þegar við náðum honum upp daginn eftir, sáum við að þrýstingurinn hafði þrýst öllum líkamanum upp í hjálminn, eins og graut. Það var Ijót sjón. Þannig er þrýstingsdauðinn. Ég spurði nú Ellis um hættur yfirborðsins. Auðvitað baráttan við storma. Það vissi ég, en hvað um sjórán? Sjóræningjar eru nú að mestu horfnir úr sögunni, sagði hann. — Fyrir mörgum árum, er ég var að vinna útaf ströndum Japans, komust kínverskir ræningj- ar stundum um borð í skip, dulbúnir sem verkamenn, og hrifsuðu stjórnina í sínar hendur, þegar komið var út á rúmsjó. Éændu þeir skipið og héldu áhöfninni sem gislum, þar til greitt hafði verið lausnargjald fyrir þá. Við náðum einu sinni í nokkra slíka, sem höfðu blandazt verkamönnum okkar, og afhentum Japönum þá, en það er það síðasta, sem við sáum til þeirra. Mestu kynni mín af sjóræningjum voru ein- mitt hér í Californíu, þegar ég var að bjarga snekkj- unni Ölmu. Um þetta leyti var Ellis að ná málmi úr briggskipinu Gratía, því Japanir greiddu mjög hátt verð fyrir brota- járn. Þetta 3200 smálesta skip hafði strandað á klettun- um útaf Palos Verdes-höfða, suður af Redondo Beach, og jámið var flutt í fimm smálesta stykkjum, yfir 200 feta háan klett. Þetta var blátt áfram verkfræði- starf, og þótt það gæfi björgunarstjóranum 20.000 doll- ara í hagnað, var hann ekkert hreykinn af starfinu, því það reyndi hvorki á hæfileika hans eða dugnað sem björgunarstjóra. Kvöld eitt er hann ók bílnum sínum meðfram klettunum á heimleið, sá hann snekkjuna Ölmu svo nálægt landi, að hún var í yfirvofandi hættu. — Hún var ljómandi fallegt skip, sagði Ellis hugsandi. — Öll skínandi af fægðum kopar og gljábrennd, byggð úr teek — milljónera leikfang. En hún var viðkvæm. Það eiga skip sameiginlegt með kvenfólki, hvortveggja er hjálparlaust ef maður yfirgefur það. Ég horfði á Ölmu, sem rak stjórnlaus meði stöðvaða vél upp í klettana 200 fet fyrir neðan mig. Seinna frétti ég að henni hefði verið stolið á höfninni í San Pedro, en hver stal henni og hvers vegna hún hafði verið yfirgefin, er ennþá öllum ráðgáta.1 Ellis hafði nú hraðann á, tók með sér 20 beztu menn sína og síðan sigu þeir á kaðli niður snarbratt bergið, eins og sigmenn í Alpafjöllum. Alma var nú komin í brimgarðinn, um 100 metra frá landi,( og hallaðist mjög á stjórnborða. En þeir við sjávarsíðuna í Californíu eru hálfgerðir fiskar. Hughl Neigbors, einn af mönn- um Ellis, synti út með línu, klifraði um borð og dró til sín sterkan streng frá( klettinum og festi endanum í skipið og tryggði þeim þannig björgunarréttinn —: Taug í land og maður um borð.í Hinir lásu sig aftur upp á bergið og bjuggu þar um sig, en Hugh kom sér vel fyrir í skipinu. Um klukkan níu var báti róið að skipinu og Neigbor sá skugga fimm manna bera við stjörnubjartan himin- inn. Menn'þessir kilfu upp á skipið. — Hverjir eru þarna? kallaði hann. — Þegiðu! var sagt dimmum rómi. — Við tökum ráðin á þessu skipi. Neigbors sá nú, að mennirnir voni vopnaðir, en þóttfhann ætti á hættu að fá hníf- stungu eða kúlu í skrokkinn, var hann hvergi hræddur og hrópaði hástöfum á hjálp, með þeim árangri, að 20 menn sigu niður bergið, klifu um borð í skipið, tilbúnir í bardaga. Hinir undrandi árásarmenn stukku þegar niður í bát sinn og réru á brott í flýti. Ellis skipaði nú að’ vinna skyldi hefjast snemma næsta morgun, við að gera við brotinn bóg skipsins, svo hægt væri að draga það niður eftir ströndinni, inn á sandvík eina, þar sem sjór var sléttur og hægt var að vinna' við það í næði. Um hádegi daginn eftir sá Ellis hvar maður, sem hann kannaðist við, kom fram á klettinn og renndi sér niður eftir tauginni. Þetta varl stórvaxinn, grófgerður náungi, með skipstjóra- húfu slútandi yfir annað augað. — Þetta er mitt björgunarstarf, sagði hann ógnandi. — Þú hefur engan rétt til að vera hér um borð. — Á hverju byggirðu þessar fullyrðingu? spurði Ellis. — Skip þetta var mannlaust í gærkveldi. — Það er rangt, svaraði Ellis. — Það var maður frá mér um borð í því, í alla nótt. — Ég fer með rétt mál. Fimm af mönnum mínum fóru um borð í það og þeir munu sverja, að þar hafi enginn verið fyrir. Þeir voru því í fullum rétti, en voru hi’aktir frá borði af óaldarflokki þínum, og fyrir það get ég komið þér í fangelsi. Skilurðu? Með tilliti til mögulegrar málsóknar, stillti Ellis skap sitt og hvarf á brott. Nú var unnið allan daginn og næstu nótt að við- gerð á skipinu, og í birtingu næsta dag dró Ellis það á flot með björgunarskipi sínu, Hermine. Sjór var talsverður og skyggni slæmt. Strax og komið var fyrir Point Vincente vitann, birtist dráttarbátur í mistrinu, sem renndi sér upp að Ölmu, en hún hallaðist svo mikið á stjórnborða, að neðsta þilfarið var undir sjó. Breitt var yfir nafn dráttarbátsins og á stjórnpalli stóð þrjót- urinn, sem hafði hótað Ellis lögsókn kvöldið áður. Ellis vissi, að maður þessi hafði einu sinni verið skipstjóri á stóru skipi, en misst réttindin fyrir að lenda drukkinn í alvarlegum sjóskaða. Þrír af skipverjum dráttarbáts- ins, með skipstjórann í fararbroddi, stukku nú um borð í Ölmu, og einn þeirra hjó á dráttartugina. Skip- stjórinn bar skotfærabelti og skammbyssu, en hinir rifla. Ellis sneri nú Hermine og sigldi fast upp að Ölmu. — Skipstjóri, sagði hann í sáttfúsum tón, því það leyndi sér ekki, að maðurinn var drukkinn. — Ég hef umráð yfir þessu skipi, með leyfi vátrygg- ingarfélagsins, strandvarnarinnar og verkfræðinga- deildar hersins, sem ég hef öllum gert aðvart. Er yður ljóst, að þetta er sjórán? — Skipstjórinn hnusaði. — Ég vissi, að ég myndi ein- hverntíma fá yður til að fara .bónarveginn, Ellis. — Ég er ekki að biðja um neitt, sagði Ellis. — Ef þér viljið það heldur, mun ég taka Ölmu af yður með valdi. V í K I N □ U R 3D1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.