Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1951, Blaðsíða 20
—• Reynið það, manaði skipstjórinn og dró upp skamm- byssuna. — Ég mun drepa yður. Ellis stökk upp á vélarúms-reisnina á Hermine, þaðan gat hann næstum því horft niður í reykháfinn á Ölmu, dró upp úr vasa sínum litla handsprengju, sem hann hafði falið þar, er rifrildið byrjaði. Hann losaði nú öryggisnálina og kastaði henni ofan í reykháfinn. Og Ellis segir frá: — Þetta stendur mér enn fyrir hugskotssjónum, eins og það hafi gerzt í gær. Mennirnir voru eins og stirðn- aðir og horfðu gapandi á reykháfinn, en skipstjórinn náfölnaði. Svo varð sprenging og Alma hvoldi. Háset- arnir þrír köstuðu sér í sjóinn og syntu að dráttar- bátnum, en skipstjórinn, sem vitanlega var mjög drukk- inn, buslaði upp að síðunni hjá okkur og var dreginn upp í skipið. Mesta víman hafði nú runnið af honum og hann spurði skjálfandi: — Ætlarðu að kæra mig fyrir ofbeldi? En þar eð mér var nú runnin reiðin, lét ég dráttarbátinn koma upp að okkur og taka hann um borð. Næstu tíma var ég svo önnum kafinn við að koma Ölmu, sem nú var á hvolfi, á grynnra vatn til þess að bjarga vélum hennar, sem voru 18.000 dollara virði, að ég veitti því ekki athygli að hundruð áhorfenda höfðu safnazt saman á höfðann og fylgzt með öllu í sjónaukum. Seinna yfirheyrði lögreglan mig út af blaða- ummælum og frásögn í útvarpinu, um sjórán, en ég vildi ekki leggja inn kæru. Löngu seinna hitti ég skip- stjórann. Við tókumst í hendur og skildum sem vinir. Nú er hann dáinn, féll út af fiskibát og drukknaði. — Fyrir fáeinum mánuðum — og tíu árum eftir viður- eignina við sjóræningjana — ókum við Ellis í bílnum mínum yfir hinar sömu klettahæðir við Palos Verdes. Að baki okkar var höfnin í San Pedro, með hinum stóru, hvítu farþegaskipum, þungbúnum, gráum herskipum og rennilegum litlum skemmtisnekkjum. Við bugðu á veg- inum blasti við okkur opið Kyrrahafið, blágrátt yzt við sjóndeildarhringinn, en er nær dró dökkblátt, og síðan skiptist liturinn frá dökkbrúnu í fjólublátt, þar til strandsjórinn tók við, ljósgrænn með hvítu slöri við fjöruborðið. — Ljómandi fagurt, eins og Karabíska hafið, sagði björgunarstjórinn, en flýtti sér að bæta við: — Kara- bíska hafið í góðu veðri. í slæmu veðri er ekkert ó- fegurra en Karabíska hafið, en þar er upphaf allra stormsveipanna. — Það þarf víst góð skip til að standast stormsveip- ana, sagði ég, til þess að fá hann til að segja frá. Ellis leit til mín, harður á svipinn. — Sem dæmi um það, get ég sagt þér, að á listanum, sem Lloyds í London hefur yfir öll skip, sem vitað er að hafa sokkið á 100 föðmum og grynnra — það er að segja athug- andi fyrir björgunarmenn — eru skráð 600, sem farizt hafa á öllu Atlantshafi, hinum mesta umferðarsjó, þar af mörg fyrir aðgerðir kafbáta, en í hinu litla Kara- bíska hafi, sem er eins og smápollur í sambandi við það, liggja 113 skip, sem næstum því öll hafa farizt í ó- veðrum. Ég hefi unnið í Karabíska hafinu, sagði hann hugsandi. — Út af Jamaica, Cuba, Puerto Rigo, Haiti, Windward Islands og víðar. í nokkur skipti með góð- um árangri, önnur engum. Upplifað þar nokkra ein- kennilega atburði. Hef ég annars nokkurntíma sagt þér frá dauða manninum, sem gekk í sokkna skipinu? — Áttu við vofu? Þess háttar átti ég ekki von á, því varla gat ég hugsað mér Ellis hjátrúarfullann. — Vofa eða ekki vofa. Dauður var hann og hann gekk. Skipstjórinn renndi augunum til klettadranganna á Santa Catalínaeyju. -—• Stundum finnst manni hafið leyndardómsfullt. Mér dettur í hug tankskipið Emidio, fyrsta skipið, sem Japanir sökktu við meginland Ameríku. Kafbáturinn skaut tundurskeyti inn í véla- rúmið og fórust þar 8 menn. Sjórinn fossaði inn í skipið og skipverjar fóru í björgunarbátana, en skipið sökk ekki. Þetta var úti fyrir ströndinni nálægt Eureka í Californíu. Ég vildi fara út í skipið, en sjóherinn vildi ekki leyfa það, sögðu Japani á næstu grösum. Jæja, Emidio sökk ekki og rak ekki á land. Skipið sigldi upp með ströndinni að Crescent City, næstum því að Oregeon, ávalt rétt fyrir utan grynningarnar. Þar sneri það hreinlega við og sigldi aftur til Eureka, beina stefnu. Að þessu voru hundruð áhorfenda, sem undruðust, að það skyldi ekki reka að landi. Við Eureke breytti það um stefnu eins og það ætlaði inn í flóann, en hikaði síðan, sneri enn við og sigldi aftur að Crescent City. Skip þetta, sem hafði fengið í sig tundurskeyti, sigldi þarna fram og aftur eftir sjávarföllum 500 mílur, ávallt rétt laust við grynningarnar, án þess að reka á land. Fólk fór að líta undrandi hvert á annað. Nokkrir sögðu, að þessir átta menn um borð stjórnuðu þessu — dauðra manna hendur við stýrið. Loksins stöðvaðist það fyrir utan höfnina í Crescent, breytti stefnu og sigldi beint inn. Það myndi hafa komizt alla leið inn á innri höfn, með sömu stefnu, en nú skipti um fall og það brotnaði í tvennt á skerjunum. Aftari hlutinn sökk, en framhlutinn stefndi inn á höfnina með svo miklum hraða, að fara varð út í hann og láta akkerið falla, til að koma í veg fyrir að hann rækizt á fiskibátana í höfn- inni. Við björguðum sokkna hlutanum og nóðum þessum átta mönnum, sem voru svo illa útleiknir af Barracudas, að líkin voru varla þekkjanleg. En hver stýrði Emidio á þessari siglingu? Ég hristi höfuðið. — En snúum okkur aftur að Carabiska hafinu, hélt Ellis áfram. — Ég hafði nýlokið störfum við skipsflak útaf Jamaica árið 1935 og sigldi björgunarskipinu mínu, Tradewind, inn til Kingston, bæði til lagfæringar og til að gefa skipverjum mínum orlof, á meðan ég beið til- búinn til nýrra björgunarstarfa. Kvöld eitt, er ég var á gangi í skipakvínni, gekk til mín væskilsleg mannvera. Hann var yfir fimmtugt, fjarskalega horaður, ekki jrfir fimm fet og tveir þuml- ungar á hæð, með grátt, strítt hár, andlitið fölt og grett, augun blá og snör, en munnurinn eins og mjótt ör. í öðru munnvikinu hékk vindlingsstubbur. Hendurnar voru grannar og hvítar, næstum kvenlegar, en úlnliðirnir hnýttir og undnir. Ég undraðist hvernig hann fór að halda upp um sig buxunum, sem voru mörgum númer- um of stórar. Mállýzkan var sú, sem töluð er í fátækra- hverfinu í London, og hann leit út fyrir að nota eiturlyf. Framhald. 3DZ V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.