Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1954, Side 29
Síldarmjölsþurrkarinn mikli í Wildwooa — hinn stærsti í heimi.
í Chenical Progress, og eru vonir til að þurrk-
ari þessi muni eiga framtíð fyrir sér í efna-
iðnaðinum.
Gísli Halldórsson hefur nú dvalið í Banda-
ríkjunum í nær tvö ár og aðallega starfað sem
ráðgefandi verkfræðingur fyrir Edw. Renne-
burg & Sons Co., en það er eitt elzta fyrirtæki
í framleiðslu fiskiðnaðarvéla, en framleiðir
jafnframt allskonar vélar fyrir efnaverksmiðj-
ur.
Frá haji til hafnar
í „The Fishing News“ 1. jan. s. 1. er sagt frá fyrstu
veiðiför togarans Northern Crown frá Grimsby, í eign
Northern Trawlers Ltd. Togarinn landaði rétt fyrir
jólin ágætum túr af íslandsmiðum og seldi fyrir £
7284-0-0. Skipstjóri á Northern Crown er Ágúst Eben-
ezersson, sem kunnur er mörgum íslenzkum sjómönnum,
og' er einn af mestu aflamönnum á brezka togaraflot-
anum. Sverrir sonur Ágústs er stýrimaður á skipinu.
Víkingurinn óskar Ágústi góðs gengis á hinu nýja
skipi.
#
Marc Isambard Brunel er talinn einn af mestu hug-
vitsmönnum á fyrri hluta nítjándu aldar. Hann teikn-
aði stórskipið „Great Eastern", sem í mörgum atriðum
var langt á undan sinni samtíð.
í Krímstríðinu teiknaði hann þrýstilofts skriðdreka,
sem herstjórninni þótti nokkuð öfgakenndur. Brunel
átti frumkvæði að hinum fyrstu jarðgöngum undir ána
Thems, sem byrjað var á 1825, byggði stóra hengibrú
við Hungerford, hafnarmannvirkin i Cardiff og Sunder-
land, og mörg stór skip. Alls stjórnaði hann byggingu
8 hafnarmannvirkja, 5 hengibrúa og 125 venjulegra
j árnbrautabrúa.
Árið 1825 birti hann opinbera áætlun um að grafa
skurð gegnum Panamaeiðið, en á þeim skurði var ekki
byrjað fyrr en árið 1881, eða 32 árum eftir dauða
Brunels. — Þess skal þó geta, að 300 árum áður kom
til tals að grafa þennan skurð. 1532 lét Karl fimmti
framkvæma rannsókn á jarðveginum á Panamaeiði,
með það fyrir augum að grafa skurð í gegn. Síðar
bannaði sonur hans, Pilippus annar, framhald verks-
ins, því hann taldi það „stríða gegn guðlegri tilhögun".
*
Á tímum seglskipanna var það talið gæfumerki ef
skip sigldi milli tveggja syndandi máfahópa, án þess
að neinn þeirra lyfti sér til flugs.
V í K I N G U R
29