Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 11
Guðmundur Einarsson frá Miðdal Glerhallarbræður Atburðir er skeðu fyrir réttum fimmtíu árum hér við Faxaflóa. Þetta var fyrsta vertíð drengs- ins. Hann hafði fermzt um vorið, einu ári fyrr en aldur sagði til, vegna þess, að hann var svo stór. Hann var elztur af hópi barna, sem öll voru yngri en hann. Það var eðlilegt, að hann væri dálítið hreykinn af því, að honum var ætlað að fiska í soðið fyrir fjöl- mennt heimili. Faðir hans hafði saumað skinnklæði úr völdum sauðskinnum, reyktum. Þau voru með hvítu eltiskinns-miðseymi og sjóskórnir úr hamsleðri. Formaðurinn, Magnús, var við aldur, heldur smávaxinn og þunnleitur, með litlaust hárstrý niður á herðar. Gráblá augun voru kvik og stundum leiftrandi. Þau voru hið eina af ytra vilja- merki hins þögula manns. Há- seti og seglamaður var bróðir hans, Guðmundur, gjörólíkur bróður sínum. Beljaki að vexti, þunglamalegur í hreyfingum, sí- brosandi og ræðinn. Hnakkinn minnti á akneyti og úlfliðimir voru tvíbreiðir, Guðmundur var VÍKINGUR tveggja maki en þriggja við róður. Það fjögurra manna far, sem hafði hann í andófi, þurfti ekki á fjórða manni að halda. I barningi réri hann jafnan í aust- urrúmi, tveim árum, löngum og þungum. Þegar plægður var kú- fiskur eða farið í beitifjörur, þá var lið að þessu heljarmenni. Hann lyfti torfum af skel yfir borðstokkinn, troðfullum háfum. Þá brosti Guðmundur breitt, með þangflygsur hangandi í skegg- broddunum og stígvélafullur af sandi og sjó. Honum var skemmt er bróðir hans tók til höndum, nöldrandi yfir að ekkert gengi. Venjulega erti hann Magnús for- mann af meinlegu hugviti. Fyrstu einkenni hins skapbráða formanns, voru, að hann veifaði handleggjunum eins og myllu- vængjum, svo komu heiftaryrðin í gusum og jafnvel sending með, ef eitthvað var handbært í nánd. Málshættir eins og „Löngum hlær lítið vit“ og „Fáum er alls varnað“ flutu oft með. Annars var samkomulagið á bátnum ágætt fyrst um sinn. Drengur- inn undi sér vel, reyndi að læra sjómennskuna og bera sig vel þótt hryggurinn væri aumur eða sjósóttin sækti á, þegar lóðin var beitt með gömlum hnýsugömum eða ræksnum. Magnús hafði þá stundum hjálpað upp á heilsuna með því að gefa honum löðrung með blautum sjóvettling eða vel völdu háðsyrði. Drengurinn bar mikla virð- ingu fyrir bræðrunum. Hann vissi, að þeir áttu um sárt að binda við Ægi. Þrír mestu sjó- sóknarar ættarinnar höfðu drukknað í sama veðrinu í há- karlalegu. Magnús slapp þá nauðuglega frá sömu örlögum. Hann var ráðinn í förina, en móðir hans þreif af honum sjó- klæðin, er hann ætlaði að taka þau og lét svo um mælt, að nóg væri fyrir þrjá að fara. Hún gekk þá með Guðmund sterka og var alveg „á steypinum“. Ekki stoðaði þótt Magnús streyttist á móti. Móðirin hélt sjóklæðunum en eldri feðgarnir glottu að. Þau feðgin bjuggu síðan lengi á Nesinu, en svo var Álftanes kallað, rétt eins og það væri eina nesið á Suðurnesjum. Lítið var kotið, og ekkjan örsnauð. Hún stundaði sjó á grunnmiðum með syni sínum, og vefnað. Þegar Guðmundur komst á legg batn- aði hagurinn. Bræðurnir gjörðu háreistan bæ með þiljaðri stofu. Guðmundur var höfðingi í lund og vildi sýna sveitungunum, að fjölskyldan væri í álnum. Til þess tíma höfðu bændur á Nes- inu ekki meir en fjögurra rúðu glugga á stofum sínum. Guð- mundur hafði þær sex. Síðan var kotið ávallt kallað GlerhöU og bræðurnir Glerhallarbræður. Fáir þiæyttu kappsiglingu við Glerhallar-Manga og enginn hryggspennu við Glerhallar- Gvend, saman voru þeir ósigr- andi á sjónum. Jafnvel þótt þeir hefðu liðlétting eins og drenginn sem þriðja mann, en aðrir Suð- urnesjamenn fjóra valda menn á bát. Jafnvel sexæringar urðu að 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.