Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 38
Hið litla ljósmagn ásamt fræði-
legri þekkingu okkar á innri
gerð þeirra, er sterk sönnun
þess, að þeir séu hættir að
breyta efni í orku. Samfara
miklum þéttleika hvít-dverganna
ætti að vera ákaflega mikill
kjarnabruni jafnvel þótt hita-
stig væri aðeins 10 til 30 milljón
gráður á Kelvin. Samanþjöppun
elektrónanna ætti enn að auka
efnabreytingar, því hin nei-
kvæða hleðsla þeirra ætti að
nokkru leyti að afmá sameigin-
lega fráhrindingu kjarnanna.
Eina mögulega skýringin á hinu
litla ljósmagni er sú, að Vetnið
hlýtur nú að vera orðið minna
en 0.00001 af heildarefnismagni
hvít-dverganna. .Efnabreytingar
þyngri efna, svo sem kolefnis,
súrefnis og neons, útheimta
hærra hitastig, en líklegt er að
þarna séu til staðar, þó er hugs-
anlegt að helium brynni í sam-
bandi við þau við mjög mikinn
þéttleika. En þess bef að gæta,
annað kerfi fræðikenninga hefur
á móti hvers konar orkufram-
leiðslu. í stjörnu af venjulegri
gerð er hemill á kjarnbrunan-
um. Við aukið hitastig þenst
stjarnan út, bruninn minnkar.
Þegar lofttegundir eru hrörnað-
ar, hefur hiti engin áhrif á
þrýsting. Staðbundin upphitun
hafði í för með sér hærra hita-
stig og aukinn kjarnbruna. Þá
myndi stjarnan springa. Við
verðum því að álykta, að hvít
dvergar hafi að verulegu leyti
eytt kjarnorkulindum sínum.
Hið litla ljósmagn hvítra
dverga gerir það að verkum, að
mjög er erfitt að fá verulegar
upplýsingar um önnur atriði
varðandi þá með litrófsmyndum.
Aðeins 80 hafa verið athugaðir
með nokkurri nákvæmni. Með
hinu 200 þumlunga stóra safn-
gleri //aíe-stjörnukíkisins á Pal-
omar-fjalli ÍLef eg athugað 50
hvíta dverga með stærri mæli-
kvarða en áður hefur verið gert.
Athuganir á litrófi sanna
ótvírætt, að hvítir dvergar eru
dvergar í raun og veru. Með
rannsóknum á litrófi finnst
geisli þeirra, ekki beint, en þó
áreiðanlega. Með athugunum á
litum ljósi og línum finnst hita-
stigið. Af sýndarbirtu og fjar-
lægðarmæ’ingum, sem gerðar eru
sjálfstætt, finnst hið rétta ljós-
magn. Með hitastigi og ljós-
magni finnst geislinn. Árangur-
inn sýnir litla tilbreytni. Hinir
vel ákvörðuðu geislar eru allir
frá 3000 til 10.000 mílur. Hinn
litli stærðarmunur hvítra dverga
er í mótsetningu við stærðar-
mun venjulegra stjarna, en hann
er þetta frá 0,1 til 10 miðað við
geisla sólar (430.000 mílur) og
upp í 10.000 ef um er að ræða
rauða risa. Geisli minnsta hvít-
dvergs, sem vitað er um, er að-
eins 2800 mílur, sem sagt,
miklu minni en geisli jai’ðar.
Þetta er nálægt fræðilegu lág-
marki um stjörnu, sem búin er
að eyða vetninu. Geislinn bendi’:
til efnismagns, sem er 1.2 mið-
að við efnismagn sólar og þétt-
leika við miðju 150 tonn á ten-
ingsþumlung.
Ein mikilvægasta fi'æðikenn-
ingin sannaðist, þegar í ljós
kom, að geisli og hitastig við
yfirborð eru óháð hvort öðru.
Hitastig þeirra dverga, sem við
höfum athugað, er frá 50.000
stig og niður í 400 stig á Kelvin.
Er sá heitasti bláhvítur á fyrsta
þróunarstigi hvít-dverga, sá
kaldasti er daufur rauðleitur
dvergur.
Því miður komast áreiðanleg-
ar athuganir á efnismagni ekki
til jafns við áreiðanlegar mæl-
ingar á geisla. Hægt er at nota
lögmál Newtons við útreikninga
á efnismagni aðeins þegar um
íjölstirni er að ræða, er þá
reiknað út frá brautargöngu
stjarnanna. Þrír dvergar, sem
þannig er ástatt um, eru þekktir.
Hefur efnisniagn dverganna
Sirius B og Procyon B þegar
verið áreiðanlega útreiknað og
reyndist vera 1.0 og 0.65 hvors
fyrir sig miðað við efnismagn
sólar. En aðalstjörnurnar Sirius
A. og Procyon A. eru svo nærri
dvergunum, að ekki er hægt að
taka skýra litrófsmynd vegna
birtunnar, sem af þeim stafar.
Þess vegna hefur enn ekki
reynst mögulegt að mæla geisl-
ana.
Bezt þekkti hvít-dvergur fjöl-
stirnis er þrístirnisdvergurinn
UO. Eridani. Fjarlægð milli
stjarna er þarna nægileg til að
taka skýra litrófsmynd, en þó
ekki meiri en svo, að hægt er
að reikna út efnismagn með at-
hugunum á brautargöngu. Með
athugunum á litrófinu fannst
6.500 mílna geisli, 0,016 af
geisla sólar. Aðdráttarafls út-
reikningar sýndu efnismagnið
0,45 miðað við sólina. Útreikn-
ingar samkvæmt kenningunni
um samband efnismagns og
geisla sýndu efnismagnið 0,39 af
efnismagni sólar, og er það við-
hlítandi nærri athuguðu efnis-
magni. Hinar vel grunduðu
fræðikenningar um hvíta dverga
hafa þannig fengið öruggan
stuðning með athugunum á
þeirri einu stjörnu, sem hægt
hefur verið að beita þeim við.
Litrof hvítra dverga staðfesta
í aðalatriðum fræðilegar tilgátur
um efnasamsetningu þeirra. Ein
tegundin sýnir annað hvort eng-
ar vetnislínur .eða línur óveru-
legra leifa vetnis. Þegar þess er
gætt, að litróf venjulegra stjarna
sýna, að allar hafa vetni, þá
ætti það frávik að vera nóg til
þess að auðkenna hvít-dverga
sem sérstæða tegund stjarna.
Litróf þeirrar tegundar, sem al-
gengust er, (tegund A) sýnir
aðeins leifar vetnis, en engin
þung efni. Þyngdaraflið virðist
hafa dregið öll þung efni, jafn-
vel helíum, inn á við frá yfir-
borðinu og þrýst vetnisleifum
upp á yfirborðið. Á dvergum,
sem eru fyrir neðan 8000 gráðu
hita við yfirborðið, hverfa
vatnsefnislínur algerlega, en að-
eins fáar línur málmkenndra
efna eru sjáanlegar. Ross 640
er stjarna þessarar tegundar,
hún er enn nægilega heit til þess
að línur vetnis ættu að sjást, ef
vetni væri til. Yfirleitt endur-
spegla litróf hvitra dverga lítið
af venjulegum samböndum ein-
158
VIKINGUE