Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 7
út firðina. Et þó óliggjandi við bryggjurnar, sé nokkur vindur að ráði. Næðu bryggjurnar það langt ut, að skip gætu legið upp með þeim, þá kæmu tæplega þau veður, að ekki mætti liggja við þær, ef festarhöld væ'ru trygg. Á Austfjörðunum liggja bryggj- ur beint út frá landi, og skip stefna í sömu átt og fjörðurinn, þegar þau liggja við þær. Vegna hinna háu fjalla og þess, 'hve firðirnir eru mjóir, stendur vind- ur sjaldan þvert yfi'r fjörðinn, heldur nokkuð sniðhallt. Eigi að síður er ekki óhætt að liggja við bryggjurnar í aftökum, einkum vegna þess, að hvo'rki bryggjurn- ar sjálfar né festhönd þeirra þola þau átök er þau þá verða fyrir. Við garðinn í Keflavík má lengi liggja eftir að inn er komið, en þó þarf að vera vel frá öllu gengið í suðaustan veðrum, því að engu má muna svo skipið sé ekki kom- ið upp í grjóturðina hinum meg- in. Sama má segja um Friðar- höfnina í Vestmannaeyjum, en í vestan stórviðrum getur þó orð- ið það mikið sog þar inni, að landfestum er hætt, og skip slást b í ha'rt í bryggjuna og geta orð- ið fyrir tjóni. Það vantar því mikið á, að íslenzkar hafnir, aðr- ar en þær, sem svo eru gerðar af náttúrunnar hendi, veiti það skjól, sem góða'r hafnir eiga að gera. Hvernig er dýpi íslenzkra hafna? Það getur ekki talist nóg dýpi, þótt skip geti aðeins skrið- ið yfir botninn. I fyrsta lagi, láta skip þá elcki að stjórn. 1 öðru lagi þarf ekki að vera nema lítil kvika, til að skip hreyfist upp og niðu'r, og verður bví ávallt að gera ráð fyrir því. í þriðja lagi er aldrei öruggt, að ekki séu ein- hverjir naggar í botninum, sem ekki er kunnugt um. í f jórða lagi, hallist skip, þótt ekki sé nema lítið eitt, þá liggu’r það dýpra með þá hliðina, sem það hallast í, en djúprista þess er talin vera sú, sem lesin er á stefnum þess. Skipstjórnarmenn ættu því aldr- ei að fara inn í höfn eða að bryggju, þar sem dýpi er ekki VfKINGUR einu til tveimur fetum meira en djúp'rista skipsins. Ég hef áður minnzt á dýpi Reykjavíkurhafnar. Þar verða mörg af íslenzku skipunum að sæta flóðum, til að komast út og inn, jafnvel þótt þau séu ekki fullhlaðin, og standa svo við Dryggjuna á meðan lágsjávað er. Fjöldi annarra hafna eru allitof grunnar fyrir flest hin stærri íslenzku flutningaskip. Á nokkr- um stöðum hafa verið grafnar rásir inn að og meðfram bryggj- um. Þessar rásir e'ru flestar of grunnar og of mjóar fyrir mörg þeirra skipa, er þangað sigla. Víða fyllast þessar’rásir aftur af framburði strauma og sjóa, og vegna þess, að bakkar rásanna hafa verið hafðir of brattir, svo þeir hrjmja niður í 'rásina, beg- ar hreyfing kemur á sjóinn. Víða er ekkert dýpkað, þótt þörfin sé mikil. Dýpkunarskipið Grettir og þær sandsugu'r eða sanddælur, sem hér eru til, anna ekki nærri því, sem gera þarf. Það er því orðið mjög aðkallandi, vegna hinna sístækkandi skipa, og nauðsynlegra siglinga þeirra á fjölda hinna grunnu hafna út um landið, að fá til landsins eitt eða tvö graftrar- og sandsuguskip, bæði til að dýpka, bar sem börf er á, og það er víða, og til að halda við því dýpi, sem fengist hefur, en framburður fyllir smátt og smátt aftur. Hvernig er stærð íslenzkra hafna, athafnarými þeirra fvrir skip? Það er staðreynd, sem ekki er hægt á móti að mæla, að næst- um því alls staðar, þar sem hafn- a'rgarðar eða brimbrjótar hafa verið gerðir, hefur vatnssvæði hafnanna verið gert svo lítið og þröngt, að skip eiga mjög erfitt með að athafna sig þar inni, þeg- ar þau leggja að eða fara frá bryggjum. Staðhætti'r eru bó víða þannig, að vel hefði mátt hafa þær stærri, ef næg framsýni hefði verið til staðar. Oft mun því vera borið við, að kostnaður hefði þá orðið of mikill, en það á ekki við nema að litlu leyti. Hins vegar verðu'r kostnaður margfalt meiri nú og í framtíðinni, þegar óhjá- kvæmilega verður að stækka þessar hafnir. Á stöðum, þar sem fiskiskipum fjölgar, eru svo fleiri og fleiri bryggju'r gerðar, og auka þær þrengslin í höfnunum ennþá meira. Það er engu líkara en að til þess sé ætlast, að skip- in eigi að hoppa út á 'hlið yfir garða og bryggjur, til að kom- ast að viðleguplássum sínum. Þetta geta skip ekki, og verður því að va'rast, að þrengja hafn- irnar og aðsiglingu skipa að bryggjum um of. í logni og straumlausu er vandinn minni, en veður eru oft válynd við Is- lands strendur, og skip munu oft- ar verða að leggjast að bryggj- um í nokkrum vindi en í alveg stilltu veð’ri. Úti á höfnum lands- ins hafa skip ekki völ á dráttar- bát sér til aðstoðar, og verða því að hjálpa sér sjálf með þeim tækium, sem þau eru búin. Skip- in fara stækkandi en hafnirnar þrengdar., Það er öfugþ'róun. Hvernig eru bryggjur, Það tíðkast nú meir og meir, að hafa þær úr steinsteypu eða með járn- þili og malaruppfyllingu. Ekki skal það lastað, því að efalaust endast þessa'r bryggjur betur en trébryggjur. Þó endast járnþil ekki nema takmarkaðan ára- fjölda, því að járnið ryðézt í sjávarmálinu, þar sem það er ýmist ofansjávar eða neðan vegna sjávarfalla. Ég sagði áðu'r, að ekki væri það lastvert, að hafa bryggjur úr steinsteypu, en að hafa brimbrjóta úr steinsteypt- um holum kerum, jafnvel þótt járnbent séu, er vægast sagt var- hugave’rt. Hafaldan, sem á þeim gnauðar, er þung og iðin, og hef- ur unnið á harðara efni. Ekki bætir það úr skák, þegar þessir steyptu garðar standa á lausri möl eða sandi, því að þá á sjór- inn ennþá hægra um vik að grafa undan þeim, svo þeir skekkjast, springa og brotna, en éftir það fer þeim að verða hætt við að hrynja alveg. Það einkennir flestar bryggjur á íslandi, að þær eru óvarðá’r. Þetta er hættulegt, bæði fyrir bryggjurnar sjálfar og skipin, sem við þær liggja, og er þó skip- 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.