Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 37
skreppur hún saman og verður að hvítum dvei'g. þriðja og fjórða lögmál hitafræðinnar verða nú þyngri á metunum. Þriðja lögmálið segir, að stjarn- an verði að endingu jafn köld geimnum, en fjórða lögmálið, að hún muni þá ekki framar fram- leiða Ijós og hita. En þar með er hinn hvíti dvergur orðinn svartur dvergur. Þar sem við gætum ekki séð svarta dvergi, þó þeir væru til, þá verður ekki rætt um þá að sinni. Hvað sem því líður þá endist hvítur dverg- ur í billjónir ára. Bygging þeirra og ástand á þessu tímabili verð- ur nú rætt í þessari grein. Þéttleika efnis hinna hvítu dverga er erfitt að mæla á venjulegan stjarn- eða jarðleg- an mælikvarða. Stjarna á borð við sólina er að þéttleika um eitt gramm á teningssentimetra, sama og vatn, eða um það bil. Stjarneðlisfræðingar vilja held- ur fást við sólarefni eins og um lofttegundir væri að ræða, þar sem eindirnar fara frjálsar ferða sinna. Við hið háa hita- stig í iðrum sólar er vetnið 97% jóniserað, þ. e. a. s. elektrónurn- ar hafa losnað úr tengslum við vetniskjarnana. Þetta þýðir, að hið fyrirferðarmikla vatnsefnis atóm, sem er um tíu þúsund sinnum stærra að þvermáli en frumagnir þess, er þurkað út. Þá verður teningssentimeter af venjulegu stjörnuefni að mestu tómarúm. Hinar örsmáu prótón- ur og elektrónur eru frjálsar ferða sinna í allar áttir með hvaða hraða sem er, alveg eins og þær myndu vera í mjög þunnu lofti. í hvítum dverg getur efnis- magn á borð við efnismagn sól- ar, sem er 233.000 sinnum meira en efnismagn jarðar, verið sam- anþjappað og ekki meira að rúmtaki en jörðin, þótt hún sé aðeins einn milljónasti af rúm- taki sólar. Þéttleikinn kemst upp í þúsund kíló á teningssenti- meter, eða meira en 15 tonn á teningsþumlung. Jafnvel eftir að hvítur dvergur hefur kólnað nið- VÍKINGUR ur fyrir það hitastig, sem þarf til jóniseringar, haldast atómin sundruð undan hinu mikla fargi aðdráttaraflsins. Eindirnar eru þó ekki svo samanþjappaðar, að þær leggist hver ofan yfir aðra, ennþá er autt rúm á milli þeirra, en þar sem hver eind hefur nú lítið autt rúm til hreyfingar, er staða hennar og hreyfingar tak- markaðar. Þar sem elektrónum- ar eru léttari, komast þær lítið úr stað„ þeim er bolað til hliðar. Fáeinar elektrónur eru ennþá frjálsar ferða sinna og ennfrem- ur kjarnaagnir. Lofttegundirnar eru nú komnar á hrörnunar- stigið. SUBRAHMANYAN, CHAN- DRASEKHAR, við stjörnustöð- ina í Jerkes, er höfundur hinnar vel gerðu og heilsteyptu kenn- ingar um hrörnunar gashnött. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá er samkvæmt kenningunni þeim mun minni geisli (radius) hvít dvergs, sem efni hans er meira. Hlutfallið milli efnis- magns og geisla ákvarðast ekki af hitastigi, ljósmagni og orku- framleiðslu. Efnismagn og geisli hvítra dverga fer sam- lcvæmt kenningunni eftir efna- samsetningu þeirra. Viss tak- mörk eru fyrir efnismagni hvers dvergs, eftir því úr hvaða efnum hann er. Útreikningar sam- kvæmt kenningunni sýna til dæmis, að hvítur dvergur úr vatnsefni getur haft hámarks efnismagn 5,5 sinnum meira en sólar. En hvítur dvergur úr þyngri efnum ætti ekki að vera nema fjórði hluti þess, eða 1.4 miðað við sólina. Efnismeiri stjarna hlýtur að tapa efni, eða verða fyrir áfalli, áður en hún verður hvítur dvergur. Við vit- um nokkurnveginn um efnis- magn nokkurra livítra dverga. Þeir eru allir þó nokkuð neðan við hið fræðilega hárnark, um 1.4 miðað við sólina. Þetta er mikilvæg sönnun þess, að þeir séu búnir með vatnsefnið, en það er aðal kjarnbrunaeldsneyt- ið. Hin fræðilega mynd, sem aðrir athugarar hafa dregið upp af hvítum dvergum, sýnir ljóslega, að alltaf verður erfitt að sann- prófa kenningu með athugun. Utan yfir hinu hrörnaða þétta efni dvei'gsins er 65 mílna þykkt greinilega frábrugðið lag lofttegunda. Þarna er lágur þrýstingur og efnin því ekki hrörnuð. Ofan á þessu lagi er gufuhvolf dvergsins, aðeins nokkur hundruð fet á þykkt. Það er hið eina sem hægt er að athuga með nokkrum árangri í litrófi hvítra dverga. f gufu- hvolfi venjulegrar stjörnu, sem er mörg þúsund mílur á þykkt, er hægt að sjá margt í litrófi um efnasamsetningu og hitastig bæði hið innra og við yfirborð stjörnunnar. En hið saman- skroppna gufuhvolf hvítra dverga ber þar á móti lítinn keim af því, sem inni fyrir býr og segir okkur lítið um innra ástand dvergsins. Evry Schatzman við Institut d’ Astrophysique í París hefur sýnt fram á, að efnasamsetning getur ekki verið eins á yfir borði og í iðrum hvítra dverga. Þar sem upphitun og efnablönd- un innan frá eigi sér ekki stað, leggjast lofttegundirnar í lög undir fargi þyngdaraflsins. Leif- um vetnisins er þrýst upp að yfirborði, en helíum og önnur þyngri efni dragast inn að miðju. Elektrónur hefðu til- hneygingu til að fljóta ofan á, en er haldið í skefjum af raf- sviði. Rafsvið og kjarnakraftar, sem lofttegundalögin mynda, auka samdrátt dvergsins enn meira og minnka hið mögulega hámark efnismagnsins niður í 1.25 miðað við efnismagn sólar. Hið dofnandi ljós, sem flytur burt með sér hitaleifar úr iðr- um hvít-dverganna, hefur hjálp- að okkur til þess að staðsetja nokkur hundruð mögulegra dverga. Miðað við ljósmagn sól- ar er sá bjartasti 0,01, en sá daufasti, sem vitað er um, er að- eins 0,0001, svo dauf er sú birta, að ekki er hægt að athuga hana í meira en 30 ljósára fjarlægð. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.