Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 52
Halastjörnur Lengi hefur verið litið svo á, að lofttegundum í hala stjörnunn- ar væri þrýst frá stjömunni af sólarljósinu. Nú virðist svo sem halinn sé myndaður af stormi rafhlaðinna smáagna. Reikistjörnurnar ganga eftir brautum sínum á tignarlegan og reglubundinn hátt. En nýjar halastjörnur koma og fara óvænt. Það er því engin furða, þó hala- stjörnur hafi verið tengdar þjóð- sagnakenndri hjátrú og hindur- vitnum. Hinn lýsandi hali þeirra hefur mjög aukið á hjátrúna. Fyrri tíma menn litu á hann sem fyrirboða styrjalda og drepsótta. Enn í dag er margt á huldu, sem viðkemur halastjörnum, en stjörnufræðingum hefur þó tek- izt að upplýsa margt um þær, af því sem áður var hulið. Svo virðist sem halastjörnurn- ar tilheyri sólkerfinu, en komi ekki lengra að utan úr geimnum. Samkvæmt kenningum hollenzku stjörnufræðinganna Jan H. Oort og J. J. van Woerkom er fjöldi halastjarnanna óhemju mikill, líklega um hundrað billjónir (amerískar). Þær mynda geysi- víðáttumikið ský, í fimmtíu til hundrað þúsund stjarnfræðiein- inga fjarlægð frá sólu. Ein stjarnfræðieining er meðalfjar- lægð milli jarðar og sólar. Hala- stjarna í skýinu gengur í kring- um sólina í geysistórum hring og er umferðartíminn milljónir ára. Stöku sinnum verður halastjarna fyrir áhrifum aðdráttarafls ann- arrar stjörnu og dregst hún þá nær sólu en venjulega. Þar við bætist áhrif aðdráttarafls hinna stærri reikistjarna, einkum Sa- túrnusar og Júpiters, ef hala- stjarna kemur nálægt þeim. Allt þetta veldur því, að halastjarna fer stundum heila umferð í kring- um sólina á aðeins nokkrum ár- um. Fyrir kemur að braut hala- stjörnu breytist á þann hátt, að hún yfirgefur sólkerfið alveg. Sjálf stjarnan er venjulega sam- ansafn fastra efna. Þau haldast saman af sameiginlegu aðdrátt- arafli, sem verka hvert á annað. Þau mynda kjarna, sem stundum er ein til fimmtíu mílur í þver- mál. Kjarninn er aðallega ís úr vatni (H20), metani (CH4) og ammoníaki (NH3). Á víð og dreif innan um þessi frosnu efni eru smáagnir úr þyngri, föstum efn- um. Þegar halastjarnan er í mik- illi fjarlægð frá sólu eru hin vatnskenndu efni harðfrosin. Þegar hún nálgast sólu byrja þau að bráðna og leysast upp í loft- kennd efni. Efnið sem upp gufar umlykur kjarnann og kallast höf- uð (coma) halastjörnunnar. Það getur orðið tíu þúsund til hundr- að þúsund mílur í þvermál. Stundum mynda þessi efni að síðustu sjálfan halann og getur hann orðið allt að hundrað mill- jón mílur á lengd. Oft myndast enginn hali á stjörnunni. Það fer venjulega eftir því, hve nærri hún kemst sólinni. Meiri uppgufun á sér stað í stjörnunni, þegar hún er nærri sólu. En myndun halans er undir fleiru komin, t. d. efnasam- setningu sjálfrar stjörnunnar og breytilegra verkana frá sólinni. Halar hinna ýmsu stjarna eru mismunandi að útliti og hali einnar stjörnu getur tekið breyt- ingum. Hölunum hefur verið skipað í þrjá aðalflokka. í fyrsta flokki eru beinir halar. í þeim eru þráðlaga borðar, hnútar og aðrar gerðir. Litróf þeirra virð- ist sýna, að í þeim séu aðallega klofnar (jóniseraðar) sameindir úr kolsýrlingi (CO-f), nitrogeni (No + ), kolsýru (C02 + ) og kol- vatnsefni (CH+). Mest virðist vera af klofnum sameindum kol- sýrlings. Halar annars og þriðja flokks eru meira og minna bognir og styttri en í fyrsta flokki. Þeir eru tætingslegir og vantar að þeirra sýnir engar línur klofinna mestu leyti innri gerð. Litróf sameinda. Þeir eru sennilega að mestu gerðir úr óklofnum sam- eindum lofttegunda og ryki. Oft er hali sömu stjörnunnar beinn og boginn í senn. Hvaða öfl verka á stjörnuna og framkalla hinar margvíslegu gerðir hala? Allar halastjörnur snúa halanum að mestu leyti burt frá sólinni. Það virðist því vera rökrétt að leita ástæðunnar í sólinni sjálfri. Að- dráttarafl sólar verkar á allt efni halastjörnunnar, en fráhrindiafl hlýtur líka að vera að verki, sem hrindir efninu í hölunum burt frá sólinni. Til þess að fá betri mynd af því, hvernig fráhrindi- aflið vinnur, hafa stjörnufræð- ingar mæU hraðaaukningu efnis- ins í sijmnuhölunum. Þetta er gert á þaun hátt, að staðsetja og merkja vissar gerðir halans á ljósmyndaplötu, en síðan er tekið eftir því, hve mikið hin merkta og staðsetta gerð halans hefur breytt um stað á ljósmyndum, sem teknar eru hver á eftir ann- arri. Komið hefur í ljós, að hraða- aukningin er breytileg eftir flokk- um. Til þess að hraðaaukningin í hala fyrsta flokks geti átt sér stað, þarf fráhrindiaflið að vera tvö hundruð til tvö þúsund sinn- um sterkara en aðdráttaraflið frá sólinni. Miðað við hraðaaukn- inguna í hala annars flokks, þarf fráhrindiaflið að vera helmingi sterkara en aðdrátaraflið. En miðað við hraðaaukninguna í hala þriðja flokks, þarf frá- hrindiaflið að vera jafnt aðdrátt- arafli sólar eða jafnvel minna. Stjörnufræðingar hafa lengi litið svo á, að fráhrindiaflið væri þrýstingur ljóssins frá sólinni. Útreikningar hafa bent til þess, að þrýstingur Ijóssins á sam- eindir og rykagnir í hala einnar stjörnu væri í mesta lagi nokkr- um sinnum sterkara en aðdrátt- araflið. Þannig getur þrýstiafl ijóssins útskýrt hala af öðrum og þriðja flokki, en ekki af fyrsta flokki. Til skýringar hinni miklu hraðaaukningu efnis, sem á sér stað í fyrsta flokki, þarf annað , VÍKINGUR 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.