Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 30
V_____________V
Jæja, ungfrú, eruð þér alein?
*
Sagan segir frá því að einu sinni
hafi svertingjahöfðingja verið
bjargað af eintrjáningi um borð í
enskt skemmtiferðaskip, sem var
á ferð í Suðurhöfum. Hann var
leiddur í matsal skipsins og feng-
inn matseðill dagsins.
Hvað á ég að gera við þetta?
sagði höfðinginn. Fáið mér heldur
farþegalistann!
*
í matarveizlu ættu menn að gæta
þess að borða skynsamlega og ekki
of mikið, og tala mikið, en ekki
of skynsamlega.
*
Nú, og þá kölluðuð þér til sjón-
hverfingamannsins, að þetta væri
eintómur hégómi og svindl hjá
honum .. .
FaðiHnn ætti að sitja á stólnum
og sonurinn að standa við hlið hans
og leggja hönd á öxl hans, sagði
ljósmyndarinn við feðgana en son-
urinn var háskólagenginn, þá verð-
ur myndin eðlileg. Eðlilegust yrði
nú myndin ef sonur minn stingi
hendinni í vasa minn.
*
Ástleitni er bezta tveggja manna
spilið, sem nokkru sinni hefur ver-
ið fundið upp.
*
Fötin eru vopn konunnar, og eins
og góðum hermanni sæmir leggur
hún ekki frá sér vopnin fyrr en
hún hefur verið sigruð.
*
Er það satt, að konan þrái ekki
svo mjög kossinn sem vitundina um
að vekja löngun einhvers til að
kyssa sig.
*
Konurnar gefa okkur gull lífsins
— en fá það aftur í smápeningum.
*
Forstjórinn: Hvað hafið þér
gjört áður?
Ja — ég er nú 8 barna faðir.
Forstjórinn byrstur: Ég var að
í-pyrja um atvinnu yðar en ekki
tómstundaiðju.
*
Hún: Ég vildi að ég gæti séð
sjálfa mig með annarra augum, séð
mig eins og aðrir sjá mig.
Það yrði ekki til neins. Þú mund-
ir ekki trúa þínum eigin augum.
*
Amerísk leikkona var að sækja
um vegabréf.
Ógift? spurði afgreiðslumaður-
inn.
Stundum, svaraði leikkonan.
*
Heyrðu pabbi, sagði Siggi litli
við pabba sinn, sem var kaupmað-
ur. Hér stendur í tímaritinu, að
orðaforði kvenfólksins sé ekki nema
5000 orð.
Já, það er ekki mikill höfuðstóll,
en veltan, drengur minn, veltan.
Á F R I V A
Það er svo ákaflega erfitt að
hugsa, að flestir kjósa miklu held-
ur að dæma.
*
Maður, sem þótt hafði sopinn góð-
ur, hætti skyndilega að drekka og
gjörðist algjör bindindismaður.
Kunningi hans furðaði sig mjög á
þessu og spurði hverju þetta sætti.
Ja, það kom ekki til af góðu,
sagði hann. Á aðfangadag í fyrra
þegar tengdamóðir mín kom í heim-
sókn til okkar og ég opnaði dyrn-
ar fyrir henni, sá ég tvær tengda-
mæður standa fyrir utan.
.*
ítölsk kvikmyndaleikkona: Mér
voru boðnir 50 þúsund dalir, ef ég
vildi vera kyrr í Ameríku.
ítalskur spyrjandi: Kom það til-
boð frá Ameríku eða Italíu?
*
Annað hvort hef ég skilið þig
rétt, og þá er það ég sem hef á
réttu að standa, eða þá að ég hef
misskilið þig og þú ert það þú, sem
veizt ekki hvað þú segir.
*
Ungur maður var að aka stúlku
heim af dansleik. Allt í einu stanz-
aði bíllinn á afviknum stað og
fékkst ekki í gang aftur. Það er
vatn í benzíninu, sagði pilturinn og
engin von um að bíllinn komist í
gang aftur.
Allt í lagi, sagði stúlkan. Ég hef
lent í svona áður. Við skulum bara
sitja róleg og bíða þangað til vatn-
ið er orðið að benzíni aftur.
*
Tízkufrömuður sagði í ræðu:
Ég ráðlegg ykkur, kæru tilheyr-
endur að hafa samræmi í fötum
ykkar við háralitinn; brúnt hár
brún föt, grátt hár, grá föt o. s.
frv.
Hvernig fer þá fyrir mér, hróp-
aði skelkaður áhreyrandi. Ég er
sköllóttur.
150
VÍKINGUR