Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 49
Bjarni Jónsson skipstjóri, 70 ára
Bjarni Jónsson skipstjóri varð
sjötugur 3. júní sl. Bjarni er
Reykvíkingur í (húð og hár, sonur
Jóns Þórðarsonar fiskimats-
manns frá Vigfúsa'rkoti og konu
hans, Guðrúnar Bjarnadóttur.
Hálfrar aldar sjómennsku-
afmæli.
Bjarni fæddist í Fisdhersundi
1. Þá var allt opið til sjávar, seg-
ir hann, og fja’ran við Vestur-
götuna. Þar lékum við okkur.
Bjarni sagðist alltaf hafa ver-
ið ákveðinn í því að verða skip-
stjóri. Þegar hann var 8 ára,
kom strax í ljós, að sjórinn var
hans ástríða:
— Þá stalst ég til Hafnar-
fjarðar og gekk alla leiðina. Svo
kom Reykjavíkin, sem var flóa-
bátur hér á Faxaflóa og faðir
minn lóssaði oft, þegar með
þurfti, og ég faldi mig um borð
í skipinu, þangað til það va'r far-
ið á stað. Þetta var fyrsta sjó-
íerðin mín og þótti nú heldur
sigling í þá daga. Annars fór ég
á verzlunarskipið Hóla 2. eða 3.
júní 1909, svo ég á einmitt hálfr-
ar aldar sjómennskuafmæli um
þessar mundi'r.
— Hvenær fórstu til Eim-
skips?
— Það var 1915. Þá fór ég
með Gullfossi að sækja Goðafoss
fyrsta. Júlíus skipstjóri var úti
og þar hitti ég hann. Júlíus er
elztur af níu skipstjórum Eim-
skips sem komni'r eru í land.
Ilann er á níræðisaldri
— Dró til tíðinda í förinni?
— Nei, ég lærbrotnaði bara á
Raufarhöfn í fyrstu ferðinni og
átti í því í níu mánuði. Það er
góð tala. Svo fó'r ég aftur á Goð-
ann, en var ekki með, þegar hann
strandaði. Þá var ég kominn á
Ceres gömlu og var háseti á
henni, þegar hún var skotin nið-
ur á Atlantshafinu í fyrra stríði,
1917 va'r það víst. Fariþegar voru
um borð í skipinu, þau Thor Jen-
VÍKINGUR
sen og Ritíhard sonur hans, og
fröken Thora Friðriksson. Þau
björguðust öll, eins og kunnugt
er, en tveir af áhöfninni fórust
í sp'rengingunni. Þeir voru báðir
niðri í vél, þegar tundurskeytið
hitti skipið. Þetta er eina havarí-
ið, sem ég hef komizt í á sjó.
Við vorum 52 klukkustundir í
björgunarbátnum til Hebrides-
eyja og var það talsvert volk.
— Svo hefu’rðu komið aftur til
Eimskips.
— Já, ég var nokkur ár háseti
hjá Eimskip. Þegar mér bauðst
stýrimannsstarf á Sterling, fór
ég þangað. Það var 1918. Það
vantaði menn á skipin eftir
spönsku veikina, sumir höfðu
ekki náð sé'r almennilega, aðrir
lágu og enn aðrir höfðu dáið úr
veikinni. Það var ekki eins auð-
velt að verða stýrimaður þá og
nú, því skipin voru fá og sjald-
gæft, að pláss losnaði. Um það
bil áratug síðar varð ég fyrsti
stýrimaður á Gullfossi og leysti
þá stundum Sigurð Pétursson
af. Sigurður var ágætur maður,
traustur og öruggur skipstjóri.
Þá var skemmtilegt!
— Þú kant hvergi við þig
nema á sjónum?
— Mér leiðist í landi. Dag-
arnir eru langir. Svo er ekkert
að gera, þegar maður er kominn
í land, því alli'r segja: — Þessi
var hjá Eimskip. Hann fær eft-
irlaun. Ég hætti 1952, en hef
stundum leyst af síðan. Það hef-
ur haldið í mér líftórunni. Ég
hef farið með útlendinga kring-
um landið, svo hef ég farið út
með Tröllið, Reykjafoss, Tungu-
foss, Kötlu, Litlafell og Kyndil.
Tvö stríð.
— Þú hefu’r siglt tvö stríð?
— Já, ég hef siglt tvö stríð.
Og mér datt aldrei í hug, að neitt
kæmi fyrir mig. Þeir eru margir
skyggnir, sjá fyrir veð'rabrigði
og svoleiðis.
— Ert þú skyggn, Bjarni?
— Mér hefur lánazt allt vel og
það eru allir góðir í kringum
mig. Ég fann aldrei (til ótta, það
má ekki koma fyrir á sjónum.
Og það þýðir ekki að vera að
hugsa um, þó loftvogin falli á
leiðinni til Ameríku. Eins og þú
veizt, sótti ég Tröllið 1948 og
var á því, þangað til ég hætti
hjá Eimskip. f einni ferðinni
lentum við í þoku um 300 mílur
Bjarni Jónsson, skipstjóri, í íbúð sinni í Tröllafossi. Málverk af foss-
inum er á veggnum, mynd af konunni á borðinu.
169