Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 47
Guðjón Benediktsson, vélstjórí
Veiðiferð á Ilulamíð
Eftirfarandi frásög’n er skráð af Guðjóni Benediktssyni vélstjóra, Hafnarfirði,
en hann var 1. vélstjóri á b/v Ver, og einmitt á vakt í vélarúmi er atburður sá
skeði, er hann segir frá.
Fyrir nokkru var ég að blaða
í gömlum minnisblöðum sem ég
átti í fórum mínum og rakst þar
á frásögn af atburði þeim sem
hér ve'rður sagt frá í stuttu máli.
En hann skeði um borð í b/v
Tryggva Gamla árið 1924. Skip-
stjóri á skipinu var Snæbjörn
Ólafsson, landskunnur aflamað-
ur og farsæll skipstjóri.
B/v Hryggvi Gamli hafði verið
í viðge'rð í Reykjavík um mán-
aðartíma, en lagt var af stað í
veiðiferð þá sem hér segir frá
22. desember 1924, en þá var ekki
verið að bíða heima til jólanna,
sem enda sjaldgæft er um þá sem
starfa á sjónum.
Við héldum í dálitlum SV
kalda, sem leið liggur út Faxa-
flóa, og fyri'r Jökul, því ferðinni
var heitið á svonefnd Halamið,
sem fundizt höfðu sumarið 1921.
Þegar komið var fyrir Snæfells-
jökul var kominn talsverður
strekkingsvindur af ANA, sem
er hin versta veðurátt á Halamið-
um vegna straums og krappra
stórsjóa sem þá myndast. Ferð-
inni var þó haldið áfram fyrir
Látrabjarg, en haldið með landi
Guðjón Benediktsson vélstjóri.
til athugunar á veð'ri, hvort ekki
færi batnandi svo hægt væri að
sinna togveiðum.
Þegar komið var á Patreks-
f jarðarflóa var komið rok af NA,
svo ekki var nokkurt viðlit að
hugsa um fiskveiðar, va'r því
haldið áfram með landi og farið
inn til Flateyrar á Önundarfirði
og lagzt þar við bryggju. Þar
var legið til klukkan 8 á jóla-
dagskvöld, en þá var lagt af stað
til hafs, og komið út á Halamið
klukkan tvö um nóttina, og kast-
að trolli í leiðindaveð'ri, svo að
með naumindum var hægt að
toga. Þó var þraukað við að toga
þar til klukkan f jögur aðfaranótt
þriðja í jólum, en þá var komið
NA rok og stórsjór eins og þeir
þekkja, sem á þeim miðum hafa
verið í slíkum veðrum.
Trollið var tekið inn og bund-
ið upp, og síðan var skipið látið
reka, en slóvað uppí öðru
hve’rju eins og venja var. En á
þeim tíma var það trú manna að
svo voldug veiðiskip sem togarar
gætu ekki farist af völdum
storms og sjáva'r á opnu hafi.
Þrátt fyrir storminn og stórsjó
bar skipið vel af sér, og allt virt-
ist í bezta lagi. En klukkan hálf
tvö þann 27. des. skall hrika-
legur brotsjór yfi’r skipið, þar
sem það lá flatt fyrir vindi.
Sjór þessi var svo krappur og
þungur, að hann lagði skipið al-
veg á hliðina, þannig að bak-
borðssíðan var alveg upp úr og
hálft dekkið, eða með öðrum
orðurn, að skipið lagðist á lúgur.
Allt kastaðist til í skipinu, saltið
og kolin þeyttust yfir í stjórn-
borðssíðu, svo að skipið gat ekki
rétt sig við sjálfkrafa. Toghleri
sem var í forgálga stjb.-megin
kastaðist út, en hékk í ttengsl-
um og barðist sífellt í skipssíð-
una. Einn skipverja, sem var
fram á, lét binda sig í tóg, og
fór með exi til þess að höggva
tengslin af hleranum, því að stór
hætta var á því, að hlerinn mölv-
aði gat á skipshliðina.
Skipstjóri hringdi og spurðist
fyrir um hvernig ástatt væri í
vélarúmi, um leið og hann ósk-
aði eftir fullri ferð áfram á vél-
inni, til þess að reyna að ná
skipinu upp að vindi. Nú var að-
eins að duga eða drepast. Var
honum sagt, að ekki væri gott
ástand í vélarúminu, því að öll
kol hefðu kastast til í kolabox-
unum og ekki væri hægt að kynda
ketilinn nema að nokkru leyti
þar sem skipið lægi svo mikið
á hliðinni. Ljósavélin gæti tæp-
lega gengið fyrir vatni af katl-
VIKINGUE
167