Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 29
>•> Ki Hallgrímur Jónsson Stórir Dieselmótorar Blaðið ,,Information“ getur þess nýlega, að hin mikla mótor- verksmiðja Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn hafi haft boð inni er stóð í þrjá daga. Boðs- gestirnir voru fulltrúar þeirra fyrirtækja í ýmsum löndum heims, 14 alls, sem fengið hafa leyfi (licens) til þess að smíða dieselvélar af B&W gerð, licens- haverkongres, kallar blaðið þessa samkomu. Þarna voru meðal annara fulltrúar frá Vestur- Þýskalandi og Sóvét- líðveldun- um, svo og Svíþjóð og Japan, en þeir eru kallaðir aðal-leyfishafar. Leyndarmálið sem afhjúpað var við þetta tækifæri, var hvorki meira né minna en sýn- ing á dieselvél með stærsta strokkþvermál sem enn hefir verið smíðaður. Smíði þessarar vélar er ný lokið í vélasmiðjum firmans í Strandgötu í Kaup- mannahöfn. Er þetta 6 strokka vél, og hver strokkur gefur 1730 virk hestöfl við 110 snúninga á mín- útu. Til samanburðar er þess getið, að það sé eins mikið og 611 vélaorkan í mótorknúna haf- skipinu „Selandíu" en B&W aði mjög hvaliðnað Norðmanna. Allur hvalveiðifloti þeirra lá bundinn í höfn á á’rinu 1931— 1932. Flotinn var þá 28 verk- smiðjuskip um 230 000 tonn og 158 veiðibátar samtals 26 000 tonn. Norska verksmiðjuskipið ,,Ad- miralen“ var 1500 lestir að stærð. Það sigldi árið 1905 til Suðuúheimsskautsins og gat bor- ið 500 föt, þ. e. 830 tonn af hval- lýsi. Verksmiðjuskipið Kosmos III., sem e'r í eigu norska út- gerðarmannsins Anders Jahres, er 22 000 tonn og getur borið þetta magn af hvallýsi eða sam- tals 123 000 föt. Stærri verksmiðjuskip eru nú í smíðum. verksmiðjurnar urðu frægar fyr- ir smíði þess skips á sínum tíma. Hver strokkur í þessari vél er 84 cm í þvermál og leyfir 1,8 m slaglengd. Gerð þessarar vélar er sögð í aðalatriðum ein 5 og ein þeirra sem verksm. hóf smíði á fyrir nokkrum árum. En hún var þá á undan öðrum verk- smiðjum í nýtingu á orku blást- urgassins til þjöppunar á skol- lofti í hæggengum tvígengis stórmótorum. Jók þetta stórlega orkunýtingu þessara véla. Ekkert er talið því til hindrunar að fjölga megi strokkum í þessari gerð véla, og með því fá stærri vélaeiningar. Tólf strokka vél þessarar tegundar mundi þá gefa yfir 20,000 hestorkur. Þessi 6 strokka vél sem B&W verksm. hafa nú lokið smíði á, er ætluð í skip sem Austurasíu- félagið danska á nú í smíðum. Það félag lét á sínum tíma smíða „Selandíu“. Hefir framsýni og stórhugur þessara tveggja fyrir- tækja, þó að hjá smá þjóð sé, haft mjög örfandi áhrif á smíði stórmótora um allan heim, og orðið dönsku þjóðinni ómetan- leg fjárhagsleg auglýsing. Af nýútkomnum enskum blöð- um má sjá, að áhugi útgerðar- félaga sem eiga stór hafskip, beinist nú í þá átt að fá smíð- aða all miklu stærri dieselmótora en áður. Lengi héldu menn sig við vélar nokkuð innan við 10,000 hestorkur í einni vél. En eftir að verksmiðjunum tókst að nýta orku blásturgassins í hverflum til þess að auka þjöppun skol- loftsins í hinum stóru tvígengis- vélum, var hægt að brenna meiri olíu í hverjum strokk aðóbreyttu rúmmáli hans, og þar með fá stórum meiri orku. Fæst með 1/3 orkuaukning miðað við sömu vélastærð, og að auki betri nýt- ing á olíunni. Segir svo um þessa nýjung í „Motorshipp“ aprílhefti þ.á.: „Hverfilorkablásturgassins (turbocharging) er notuð með góðum árangri í svo að segja öllum gerðum tvígengis skipa- véla. Kostirnir eru óumdeilan- legir, og gallana hefir tekist að yfirvinna svo að segja kerfis- bundið. Menn geta aðeins harm- að það að þessi þróun hófst ekki fyr. Þá er þess getið í sama blaði að ekki mnni verða staðar num- ið- við það sem unnist hefir eða um 33 og Ys%. Næsta skrefið verði að vinna eftir sömu leiðum að 50% aukningu eða meir. Þá verði ekki heldur numið staðar við umbætur á hæggengum tví- gengis vélum. Fjórgengis vélar verði þar einnig með, enda hefir turbocharging einnig verið not- uð í þeim með góðum árangri. Yfirleitt er það hitaþol efnis- ins í vélastrokknum sem mest hindrar framvinduna í þessum efnum. Er þar svipað viðhorf eins og með brunahólfin í gas- hverflinum sem mikið hefir ver- ið skrifað um að undanförnu, en hann e'r nú á tilraunastiginu í nokkrum skipum. Stærsti dieselmótorinn sem smíðaður hefir verið í Stóra Bretlandi var reyndur nýlega í Skotlandi. Er það 12 strokka tvígengis Sulzer vél. Smíðuð hjá Alexander Stephen and Sons Ltd. með leyfi frá Sulzer Bros. Strokkþvermál er 76 cm og slag- lengd 1,55 m. Framleiðir hún allt að 20,000 virk hestöfl, en er gefin upp fyrir 18,000. Daglega er henni ætlað að vinna með 15,000 virkum hestorkum. Þungi þessarar vélar er 720 smálestir. Miðað við 18,000 h.ö. er það 77 lbs. á hvert h.a. I Mótorship frá maímánuði s.l. er þess getið, að Sulzer verk- smiðjurnar hafi nú í smíðum tvígengisvél með 90 cm strokk- þvermál. Og geti 9 strokka vél framleitt 16,500 virk hestöfl eða 1830 h.ö. á strokk, en það er 100 h.ö. meira en í hinni nýju vél B & W sem minst er á hér að framan. Sýnilegt er að þarna er samkeppnin í fullum gangi. VÍKINGUE 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.