Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 42
Stóra-Selsvör
Pétur H. Salómonssun.
Stjórn Sjómannablaðsins Vík-
ingur (hefur beðið mig að skrifa
um Selsvörina vegna 20 ára af-
mælis íþessa blaðs og er ék vilj-
ugur til að verða við bón þessari.
En ef satt skal segja veit ég lítið
aftur í tímann um þennan lend-
ingarstað, eða aðra fleiri hér við
ströndina. Þó veit ég það og það
vitum við öll að útræði hefur
verið 'hér síðan á Landnámsöld
og allt fram á 4. tug þessarar
aldar og það sem ég get skrifað
um þessar lendingar er aðeins
mín samtíð til þessa dags, nema
hvað ég þó get þess að vorið
1870 reri hér í Stóru-Selsvör,
Símon Dalaskáld.
Mér þykir hæfa í þessa’ri rit-
gerð að minnast svolítið á lífs-
hlaup mitt og reyna að forðast
allt mont, eða það sem kallað er
sýndarmennska. Það sæmir mér
ekki undir gráum hárum að
gorta, ef svo af engu væ'ri að
hreykjast. Mér er nú í 'huga vísa
S. Breiðfjörðs:
Heiðra þarm sem hærum á,
hrósar dögum sínum.
Vert þú einkum vífum hjá,
vandur að orðum þinum.
Það er af mér að segja að ég
fór til sjós eins og allir aðrir sem
til sjós hafa farið. ,Ég va’r hepp-
inn með skipstjórana, sem ég var
með, þeir voru allir mestu sæmd-
armenn og af þeim lærði ég það
litla, sem ég kann til sjós. Ég
var mest með breiðfirzkum og
vestfirzkum skipstjórum, nú e’r
aðeins einn þessara skipstjóra
minna á lífi, Kristmann Jóhanns-
son, Stykkishólmi. Orðlagður
sægarpur og í hvívetna sæmdar-
maður. Ég ætla aðeins að minn-
ast í fáum orðum hinna þriggja
skipstjóra sunnlenzkra sem ég
var með, hinna mun ég minnast
síðar> þá prýddi allt, sjómennska
og fagurt fordæmi í allri reglu-
semi og geðprýði. Það voru þeir
Sigurður Ágúst Guðmundsson,
Sigurðu’r Sigurðsson, síðast skip-
stjóri á b/v „Geir“, Björn Jóns-
son Ánanaustum. Dásamleg
verður mér alltaf minning þess-
ara manna og reyni alltaf að feta
í fótspor þeirra, en get ekki.
Betra hefði nú sennilega ve’rið
fyri’r stjórn Sjómannablaðsins
að fá einhvern af Vesturbæjar-
aðlinum að skrifa um þessar
Pétur H. Salómonsson.
lendingar, því ég er kominn að
vestan og bið ég því sægarpa
Vesturbæja’raðalsins að vera mér
miskunnsama og senda mér ekki
hornaugu eða tóninn.
Ég sá fyrst Reykjavík 1917,
kom hér á vestfirzkum línuveið-
ara, dvaldi stutt. Aftur kom ég
1919, dvaldi hér um eitt ár, fór
aftur vestur á Isafjö’rð og kom
loks alkominn 1923 og hef verið
hér síðan. Byrjaði þá fisksölu og
þar með hófust kynni mín af út-
gerðinni hér í vesturbænum. Þá
mátti sjá flestar þær lendingar
er ve’rið höfðu hér frá ómuna-
tíð.
En sögufræðin var þá ekki
komin yfir mig, ég flanaði beint
í blautfiskinn. Þess minnist ég
þó, að þá voru að verða tímamót
í árabátaútgerð Vesturbæinga
og reyndar um land allt. Þar sá
ég hina síðustu árabátafo’rmenn
standandi á ströndinni, starandi
á hina nýju tíma, trillubátana á
fleygiferð, eða þá litu til gömlu
G eða 8 hringanna sinna, sem nú
voru orðnir úreltir og búið var
að hvolfa á kambinn til þess að
bera þar b’rotin sín. Já, ég sá þar
hina síðustu sjómenn hins gamla
tíma, sem kunnu að stjórna með
árum og seglum og kunnu að
lenda í brimi. Þeir kunnu hina
frumlegu sjómennsku. Ætli hún
hafi farið með þeim í gröfina?
Ég álít að það þurfi að kunna
hana til eilífðar nóns, allir sjó-
menn framtíða’rinnar þurfa
hennar alltaf með í hafróti og
fárviðri, þótt skipin séu stór og
knúin heljarafli vélanna, þarf
samt að laga þau fyrir brotsjó.
Þeir síðustu öldungar sem ég sá
vo’ru þessir, Þórður í Oddgeirs-
bæ, Ásmundur á Seli, Sigurður
Þorsteinsson, skipstjóri Steina-
bæ og Ágúst í Lágholti, allir
voru þessir menn afreksmenn
síns tímabils og þarf ekki að
orðlengja það meir.
1 kringum 1930 vo’ru flestar
lendingarnar hér orðnar ónot-
hæfar því þá var farið að fækka
árabátum en trillur komnar í
staðinn og sumpa’rt farið að fylla
upp ströndina. En þá var sem
menn tækju á sig rögg og ruddu
Selsvör og voru þar fram að
styrjöld allmargir bátar bæði á
fisk og grásleppuveiðum, en með
he’rnáminu lagðist hún alveg nið-
ur, enda elcki fært með strönd-
um því innrásarherinn skaut á
t>átana. Svo var það að ég hrakt-
ist þangað og byggði mér skúr
1942 og hef verið þar síðan og
gert í grásleppu og gengið á
ýmsu með aflabrögð.
Svo var það í hitteðfyrra að
byrjað var að fylla upp lending-
una og varð að gera það af illri
nauðsyn, því hafið braut strönd-
ina. Nú í vor va’r rutt smáhróf
í uppfyllinguna, svo nú í vor ræ
ég aftur í Selsvör.
Ekki hefur Selsvörin sloppið
við sínar skottur og móra, frek-
ar en aðra’r verstöðvar hér á
landi. Það er hann Móri, hann
hefur verið glettinn við margan
VÍKINGUR
162