Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 51
SJDMANNABLAÐIÐ
V í K I N G U R
ÚTGEFANDI: F. F. B. í. — RltstJÓri
Halldór Jónsson — Rltneínd: EgUl
Hjörvar, Þorkell Sigurðsson, Geir Ólafs-
son, Henry Hálídánsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur Ólaísson, Theodór
Gíslason, Páll Þorbjömsson. — Blaðið kemur út einu sinnl í mánuði, og kostar
árgangurlnn 80 kr. — Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavik. —
Utanáskrtft: „Viklngur". Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 1 56 53. - Prentað i ísafold.
suðvestur af íslandi og hún hélzt
alla leiðina til New York. Það
birti aldrei upp nokkra stund.
Flautan va'r í gangi alla leiðina
á tveggja mínútna fresti.
— En stríðið, þú minntist á
það áðan.
— Já, stríðið. Yið komum á
Gullfossi til Danmerkur í þann
mund, sem Þjóðverjar voru að
hertaka landið. Þar vorum við
kyrrsettir, en komumst heim
með Petsamóförunum, sem frægt
er orðið. 1 næstu ferð á undan
var ég með Gullfoss. Þá vorum
við sjö daga á leiðinni úr Osló-
firði til Kaupmannahafnar. Það
var í feb'rúar 1940. Við festumst
í ís innarlega á Kattegat og sát-
um þar fastir í tvo sólarhringa.
En svo fórum við að mjakast
áfram með aðstoð ísbrjóta. Það
voru 27 gráður, þegar hann hljóp
í no’rðaustrið. Aldrei hefur mér
orðið eins kalt á ævinni. En þú
varst að spyrja um stríðið. Ég
var lengst af með Dettifoss og
Lagarfoss í stríðinu. Oftast voru
þau liæggengustu skipin í lest-
unum, en samt kom ekkert fyrir.
Lengsti túrinn frá Reykjavík til
New Yo'rk tók 32 sólarhringa.
Það var í júní 1944. Við vorum
suður af Novo Scotia á þjóðhá-
tíðardaginn. Og þá var flaggað.
Þá vorum við orðnir mata- og
vatnslausir, en áttum eftir
tveggja sólarhringa stím til New
Yo’rk. Við höfðum ekki við að
víkja fyrir kafbátum og öðrum
skipalestum í þessari ferð. Einu
sinni fórum við af stað 68 skip
saman, en 28 skipu voru eftir
þegar við komum suður undir
England. Kafbátarnir gerðu
árásir á okku'r á hverri nóttu og
skipin sukku logandi allt í kring-
um okkar. Þá var það ljótt. 26
þúsund tonna herflutningaskip
var skotið niður rétt við okkur
og við sáum fólkið, hjúkrunar-
konur, he'rmenn og sjómenn
fleygja sér með skerandi ópum
í hafið. Þeir þóttust hafa bjargað
einhverjum, en ég veit það ekki.
Síðasta skipið, sem var skotið
niður í þessari ferð, var 14 þús-
und tonna skotfæraskip. Það
birti upp, þega'r það sprakk og
VÍKINGUR
svo gífurleg sprenging varð í
skipinu, að mér hefur dottið í
hug, hvort kafbátarnir hafi ekki
líka farizt, a. m. k. var engin
árás gerð á okkur eftir þetta.
Já, það var oft ljótt í stríðinu.
En segðu mér, hefurðu komið um
borð í nýja Selfoss?
— Nei.
— Ja, þá áttu mikið eftir. Það
er eins og íbúðirnar hafi verið
byggðar fyrir maddömu Pompa-
dúr, þessa frönsku.
Það er ekkert smáræðis fínirí.
Það er eitthvað annað eða þegar
maður var að byrja að sigla —
jesús minn góður. Þá fóru ma’rg-
ir farþegar austur á land, því
þar voru ágætar útgerðarstöðv-
ar og uppgripaafli. Þá va'r oft
þröngt á þingi um borð í strand-
ferðaskipunum. Ekkert var nú
gert fyrir fólkið, nema hvað sal-
ernisfatan vaf tæmd sex sinnum
á sóla'rhring. Þegar ég byrjaði
fyrir hálfri öld var ekki annað
í skipunum en venjulegur komp-
ás og lóð, sem var fírað niður
og þrælað inn með handafli. Nú
styðja menn á takka. Ég held
það sé betra að sigla nú í þoku
en áður fyrr í bjö'rtu. Þá var
fátækt svo mikil víðast hvar, að
við urðum að gefa flösku af olíu
í land til að fá þá til að láta loga
yfir nóttina í einhverjum glugga,
svo hægt væri að sjá, hvort skip-
ið færðist úr stað, ef vindaði.
Aldrei á skútu.
— En segðu mé’r eitt, varstu
nokkurn tíma á skútu?
— Nei, Guði sé lof. Einu sinni
þegar ég var innan við fermingu,
stalst ég um borð í skútu, en þá
skall hann á með ofsaroki, svo
við komumst ekki í land. Karl-
arnir elduðu hafragraut og
hrærðu í honum með priki, sem
var svartara en potturinn. Ég
gat ekkert látið ofan í mig af
þessum ósköpum. Nokkru síðar
klæddu þeir mig svo mikið, að
ég hafði ekki viðþol.
— Nú? Fyrir hita?
— Nei, lús.
— Þá hefurðu tekið ákvö'rð-
un um að fara aldrei á skútu?
— Já.
Nú fór Bjarni skipstjóri að
segja mér frá því, að hann hefði
aldrei komið upp að Tröllafossi:
— Ég fór í fyrsta skipti upp
fyrir Elliðaár á Alþingishátíð-
inni, sagði hann. En svo bætti
hann dálitlu við: — Ég hef kom-
ið 500 sinnum á allar hafnir í
landinu, farið hátt á annað
hundrað sinnum til Bandaríkj-
anna og milli 300—400 sinnum
til Danmerkur. Samt hef ég, held
ég, getað sinnt störfum heimilis-
föðurins. Ég á tíu börn og hef
auk þess alið upp fósturbörn. En
mé'r þykir alltaf leiðinlegt í landi
og hef heldur kosið að fara með
konuna út í sumarleyfi en fara
í land.
Svo bendir Bjarni mér á mynd
af sér, sem hangir í stofunni, og
segir:
— Hvað heldurðu, að ég sé
gamall á henni þessari?
— Tuttugu og þ’riggja, svara
ég.
Hann brosir:
— Nei, þetta er fermingar-
mynd. Ég hef alltaf verið stór.
Ég er með iþyngstu mönnum, sem
fæðzt hafa á íslandi.
— Hvað varstu þungur?
— Ég var 28 merkúr, er mér
sagt, enda var ég örverpið, því
það var ekki hægt að leggja á
neina konu að eignast fleiri börn
eftir þessi ósköp.
— En hvað ertu þungur núna ?
— Ég er 300 pund. Það e'r ekki
mikið á 70 árum.
Svo skálaði hann í skozku
viskíi.
M.
171