Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 51
SJDMANNABLAÐIÐ V í K I N G U R ÚTGEFANDI: F. F. B. í. — RltstJÓri Halldór Jónsson — Rltneínd: EgUl Hjörvar, Þorkell Sigurðsson, Geir Ólafs- son, Henry Hálídánsson, Jónas Guðmundsson, Guðbjartur Ólaísson, Theodór Gíslason, Páll Þorbjömsson. — Blaðið kemur út einu sinnl í mánuði, og kostar árgangurlnn 80 kr. — Ritstjóm og afgreiðsla er í Fiskhöllinni, Reykjavik. — Utanáskrtft: „Viklngur". Pósthólf 425. Reykjavík. Sími 1 56 53. - Prentað i ísafold. suðvestur af íslandi og hún hélzt alla leiðina til New York. Það birti aldrei upp nokkra stund. Flautan va'r í gangi alla leiðina á tveggja mínútna fresti. — En stríðið, þú minntist á það áðan. — Já, stríðið. Yið komum á Gullfossi til Danmerkur í þann mund, sem Þjóðverjar voru að hertaka landið. Þar vorum við kyrrsettir, en komumst heim með Petsamóförunum, sem frægt er orðið. 1 næstu ferð á undan var ég með Gullfoss. Þá vorum við sjö daga á leiðinni úr Osló- firði til Kaupmannahafnar. Það var í feb'rúar 1940. Við festumst í ís innarlega á Kattegat og sát- um þar fastir í tvo sólarhringa. En svo fórum við að mjakast áfram með aðstoð ísbrjóta. Það voru 27 gráður, þegar hann hljóp í no’rðaustrið. Aldrei hefur mér orðið eins kalt á ævinni. En þú varst að spyrja um stríðið. Ég var lengst af með Dettifoss og Lagarfoss í stríðinu. Oftast voru þau liæggengustu skipin í lest- unum, en samt kom ekkert fyrir. Lengsti túrinn frá Reykjavík til New Yo'rk tók 32 sólarhringa. Það var í júní 1944. Við vorum suður af Novo Scotia á þjóðhá- tíðardaginn. Og þá var flaggað. Þá vorum við orðnir mata- og vatnslausir, en áttum eftir tveggja sólarhringa stím til New Yo’rk. Við höfðum ekki við að víkja fyrir kafbátum og öðrum skipalestum í þessari ferð. Einu sinni fórum við af stað 68 skip saman, en 28 skipu voru eftir þegar við komum suður undir England. Kafbátarnir gerðu árásir á okku'r á hverri nóttu og skipin sukku logandi allt í kring- um okkar. Þá var það ljótt. 26 þúsund tonna herflutningaskip var skotið niður rétt við okkur og við sáum fólkið, hjúkrunar- konur, he'rmenn og sjómenn fleygja sér með skerandi ópum í hafið. Þeir þóttust hafa bjargað einhverjum, en ég veit það ekki. Síðasta skipið, sem var skotið niður í þessari ferð, var 14 þús- und tonna skotfæraskip. Það birti upp, þega'r það sprakk og VÍKINGUR svo gífurleg sprenging varð í skipinu, að mér hefur dottið í hug, hvort kafbátarnir hafi ekki líka farizt, a. m. k. var engin árás gerð á okkur eftir þetta. Já, það var oft ljótt í stríðinu. En segðu mér, hefurðu komið um borð í nýja Selfoss? — Nei. — Ja, þá áttu mikið eftir. Það er eins og íbúðirnar hafi verið byggðar fyrir maddömu Pompa- dúr, þessa frönsku. Það er ekkert smáræðis fínirí. Það er eitthvað annað eða þegar maður var að byrja að sigla — jesús minn góður. Þá fóru ma’rg- ir farþegar austur á land, því þar voru ágætar útgerðarstöðv- ar og uppgripaafli. Þá va'r oft þröngt á þingi um borð í strand- ferðaskipunum. Ekkert var nú gert fyrir fólkið, nema hvað sal- ernisfatan vaf tæmd sex sinnum á sóla'rhring. Þegar ég byrjaði fyrir hálfri öld var ekki annað í skipunum en venjulegur komp- ás og lóð, sem var fírað niður og þrælað inn með handafli. Nú styðja menn á takka. Ég held það sé betra að sigla nú í þoku en áður fyrr í bjö'rtu. Þá var fátækt svo mikil víðast hvar, að við urðum að gefa flösku af olíu í land til að fá þá til að láta loga yfir nóttina í einhverjum glugga, svo hægt væri að sjá, hvort skip- ið færðist úr stað, ef vindaði. Aldrei á skútu. — En segðu mé’r eitt, varstu nokkurn tíma á skútu? — Nei, Guði sé lof. Einu sinni þegar ég var innan við fermingu, stalst ég um borð í skútu, en þá skall hann á með ofsaroki, svo við komumst ekki í land. Karl- arnir elduðu hafragraut og hrærðu í honum með priki, sem var svartara en potturinn. Ég gat ekkert látið ofan í mig af þessum ósköpum. Nokkru síðar klæddu þeir mig svo mikið, að ég hafði ekki viðþol. — Nú? Fyrir hita? — Nei, lús. — Þá hefurðu tekið ákvö'rð- un um að fara aldrei á skútu? — Já. Nú fór Bjarni skipstjóri að segja mér frá því, að hann hefði aldrei komið upp að Tröllafossi: — Ég fór í fyrsta skipti upp fyrir Elliðaár á Alþingishátíð- inni, sagði hann. En svo bætti hann dálitlu við: — Ég hef kom- ið 500 sinnum á allar hafnir í landinu, farið hátt á annað hundrað sinnum til Bandaríkj- anna og milli 300—400 sinnum til Danmerkur. Samt hef ég, held ég, getað sinnt störfum heimilis- föðurins. Ég á tíu börn og hef auk þess alið upp fósturbörn. En mé'r þykir alltaf leiðinlegt í landi og hef heldur kosið að fara með konuna út í sumarleyfi en fara í land. Svo bendir Bjarni mér á mynd af sér, sem hangir í stofunni, og segir: — Hvað heldurðu, að ég sé gamall á henni þessari? — Tuttugu og þ’riggja, svara ég. Hann brosir: — Nei, þetta er fermingar- mynd. Ég hef alltaf verið stór. Ég er með iþyngstu mönnum, sem fæðzt hafa á íslandi. — Hvað varstu þungur? — Ég var 28 merkúr, er mér sagt, enda var ég örverpið, því það var ekki hægt að leggja á neina konu að eignast fleiri börn eftir þessi ósköp. — En hvað ertu þungur núna ? — Ég er 300 pund. Það e'r ekki mikið á 70 árum. Svo skálaði hann í skozku viskíi. M. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.