Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1959, Blaðsíða 55
um árangri. Yfirlæknirinn, dr. Ganz
og samstarfsmenn hans, ákváðu fyr-
ir hálfu ári síðan að gera tilraun
með þessa nýju læknisaðgerð gagn-
vart asthma. Án tillits til aldurs,
kyns eða á hvaða stigi sjúkdóm-
urinn var, völdu læknarnir 20 sjúkl-
inga er sjálfviljugir vildu ganga
undir þessar skurðaðgerðartilraun-
ir. (Meðfylgjandi teikningu er ætl-
að að gefa skýringu'á aðgerðinni,
en stuttri frásögn er sleppt hér í
þýðingu).
Læknarnir í Trier gerðu þjssa
skurðaðgerð aðeins öðrum megin,
en létu „Paraganglion caroticum"
vinstra megin ósnertan. Nakayama
hafði í einstökum tilfellum tekið
hann báðum megin, en ekki talið
að um árangurslíkan mismun væri
að ræða, og þess vegna töldu þýzku
læknarnir ekki ráðlegt að gera það
í sínum tilraunum.
Hinar athyglisverðu niðurstöður
þossara tilrauna birti dr. Ganz fyrir
stuttu síðan í læknaritinu „Medizin-
ische Klinik“. Af þessum tuttugu
asthma-sjúklingum hafa 11 fram
að þessu losnað við sjúkdómsein-
kennin (aðgerðarárangur: „góð-
ur”); fimm sjúklinganna höfðu á
fyrstu átta vikunum eftir aðgerðina
fengið aðkenningu asthma-ein-
kenna, cn sem þó var ekki nálægt
því, sem áður hafði verið (aðgerð-
arárangur: ,,bati“), aðeins hjá fjór-
um sjúklingum varð ekki vart neins
verulegs árangurs (aðgerðarárang-
ur: „óbreytt ástand“). Umsögn dr.
Ganz um heildartilraunina: „Árang-
ur aðgerða sérkennilega góður“.
Sérstaka athygil og áhuga vakti
líðan hinna fyrstu tveggja sjúkl-
inga, því að fyrir skurðaðgerðina
höfðu þeir árum saman ekki sofið
ótruflaðir heila nótt. Dr. Ganz vildi
þó vekja athygli á, að aðeins fram-
tíðin gæti leitt í ljós, hvort að ein-
hverju leyti væri um sálræn áhrif
að ræða.
Þrátt fyrir þennan fyrirvara, eru
Trier-læknarnir trúaðir á að að-
gerð þessi beri athyglisverðan ár-
angur. Frá því sem að framan get-
ur hafa þeir enn gert sömu aðgerð
við 23 sjúklinga og náð svipuðum
árangurshlutföllum (60 prósení)
eins og í fyrra tilfellinu.
(Lausl. þýtt úr Spiegel).
VIKINGUE
175