Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 5
Vinalegt og glæsilegt var fyrsta skip félagins „Gullfoss“. Sigurður Pétursson, ástsæll maður, hafði skips-
stjórn á „Gullfossi“ á hendi öll árin, sem skipið þjónaði íslendingum — samtals 25 ár.
voru Sameinaða gufuskipafélag-
inu skárust úr leik. Benti Bjarni
frá Vogi á, að hægt væri að
stofna skipafélag með innlendri
hlutafjársöfnun, og gæti lands-
stjórnin verið hluthafi í fyrir-
tækinu.
Tillaga um þetta kom fram á
þinginu 1912 og var samþykkt í
neðri deild. í efri deild var mál-
ið tekið af dagskrá og þar dag-
aði það uppi.
Má segja að ekki hafi komið
mikill styrkur frá alþingi um
stofnun innlends skipafélags.
Þrátt fyrir þetta báru marg-
ir einstaklingar brennandi á-
huga í brjósti fyrir stofnun
innlends skipafélags.
Sveinn heitinn Björnsson, síð-
ar forseti Islands, kynnti sér
skiparekstur og hafði samvinnu
við merkan skipstjóra Thorefé-
lagsins, Emil Nielsen. Seint um
haustið 1912 hóf Sveinn umræð-
ur við áhrifamenn um stofnun
eimskipafélags. Ræddi hann við
Björn Kristjánsson, Ludvig
Kaaber, Garðar Gíslason og
Thor Jensen. Allir voru einhuga
að reyna þessa hugmynd, en var
jafnframt ljóst, að nauðsyn væri
á því að fá hæfan mann sem
framkvæmdastjóra fyrir fyrir-
tækið. Kom þeim saman um að
fá Emil Nielsen skipstjóra sem
framkvæmdastjóra, enda var
hann þaulkunnugur skiparekstri
og mikill dugnaðarmaður.
Var nú unnið að því að fá
fleiri menn í liðið. Of langtmál
er að telja þá alla upp hér. Þó
má geta Eggerts Claessens, sem
átti uppástunguna að því, að fé-
lagið var kallað Eimskipaféiag
Islands. Bráðabirgðastjórn var
komið á laggirnar, skyldi hún
útbúa hlutafjársöfnunina. Hafði
áður verið gerð kostnaðar- og
rekstraráætlun tveggja skipa. —
Taldi undirbúningsnefndin æski-
legast að byrja strax með
tveimur skipum. Átti annað að
sigla milli útlanda og Reykja-
víkur og fara síðan vestur og
norður. Hitt skipið átti að sigla
til útlanda, og koma upp á
Framh. á bls. 75.
Kristján Aðalsteinsson, Flaggskip íslenzka flotans, „Gullfoss" hinn yngri.
skipstjóri á Gullfossi.
VÍKINGUR
47