Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Qupperneq 12
Yíirmenn verða að kunna sig, og hér fer fram kennsla í dansi, þar sem yfirmannscfn- unum er kennt að koma vel fram og kurteislega. Myndin er frá Lauritzens-skólanum. sem þeir, með nútíma tækni gætu vel lokið á 2-3 árum. Þetta er nú orðið full prófað erlendis. En engir ráðamenn voru þá til viðtals um þessi mál. Eins og áður er vikið að, þarf að minnsta kosti helmingi fleiri nýliða frá Vélskólanum árlega, en nú koma þaðan. Hér verður því að koma í verk stefnubreyt- ingu sem um munar og það fljótt. Hið gamla kerfi er orðið úrelt fyrir löng-u. — Fyrir milligöngu Vélstjórafélagsins hafa nú for- stöðumenn vélsmiðjanna í Rvík svo og iðnfræðsluráð fallist á, að nauðsyn sé umbóta á þessu sviði. Og á vegum Iðnskólans er hafinn undirbúningur að stækkun húsnæðis hans, og sótt um fjárveitingu í því skyni. Um þetta má segja að betra séseint en aldrei. En vanzalaust er það naumast, hve ráðamenn um fræðslumál hafa verið tómlátir um tæknifræðsluna. En nú sjá- um við hvað setur. Vonandi líða ekki mörg ár þangað til þessi umbótahreyfing fer að bera á- vöxt. Af því að ég minntist á skipa- eigendur og útvegsmenn hér að framan, læt ég fylgja hér með þýddan kafla úr brezku blaði, — „Shipbuilding and Shipping Record.“ Þar talar brezkur skipaeigandi _ um þessi mál, en það hefir yfirleitt verið talin sæmileg latína hér að vitna í brezka útvegsmenn. Útdráttur úr erindi Sir Nicholas Cayzer forseta British & Common- wealth sldpafélagsins, haldinn á fundi hjá Institute of Marine Eng- ineers 1. okt. 1963. „Skipaeigendur þurfa margs að gæta um þessar mundir, og ekki hvað sízt þegar velja þarf hina réttu gerð skipa, og manna þau tæknilega vel menntuðum mönnum. Á þessari öld höfum vér lifað miklar breytingar og framfarir á sviði skipavéla. í byrjun ald- arinnar var þrígengisgufuvélin búin að útrýma tvígegnisvélinni að mestu og gufutúrbínan ruddi sér þá sem óðast til rúms. Á milli heimsstyrjaldanna miklu kom dieselvélin og tók sér sæti við hlið þeirra, sem fyrir voru. Aðrar aflvélar hafa komið fram og verið reyndar, svo sem gas- túrbínan, en orkunýting hennar hefir enn ekki reynst hagkvæm. Eldsneytið hefur breytzt. Fyrir heimsstyrjöldina síðustu voru kol í skipunum sem nauðsynjar, en og líka farmur. Nú hefir olí- an vikið þeim til hliðar nálega allsstaðar. Notkun ketilolíu í die- selvélunum er þar stórt skref fram á við. Kjarnorkueldsneyti er nú í uppsiglingu, en af hag- kvæmnis ástæðum er það ekki nothæft, nema þá á sérstökum stöðum. Ég er ekki í neinum vafa um, að það muni sigra þegar tímar líða, enda veitir ekki af, því þó að vitað sé um miklar birgðir af eldsneyti neð- anjarðar og þekking á því magni aukist stöðugt, eru þó að sjálf- sögðu takmörk þar á. Þau svið sem umbóta er mest þörf á eru; nýrri og fljótvirk- ari aðferðir við losun og lestun, svo að tíminn sem skipin hafa nýtist sem bezt. Ný ráð til að verjast fúa og tæringu. Fljót- virkari og öruggari vinnuað- ferðir til að spara mannsaflið. Það er á þessum síðastnefndu tveimur sviðum sérstaklega sem þessi stofnun, Brezka vélstjóra- sambandið hefir mikilvægu hlut- verki að gegna. Gerð og búnaður svo og stjórn- tæki í nýtízku vélarúmi erstór- um breytt frá því sem var fyr- ir segjum tíu árum síðan, og auðséð er af umræðum manna um þessa hluti, að hér er stórt verksvið fyrir hugvitsama fram- kvæmdamenn. — Fyrir stríðið hafði ég aldrei heyrt um vinnu- hagræðingu. Nú er þetta hvers- dagslegur hlutur, og í skipum hefir það gefið góða raun. Það er alveg sama hversu vel vélarnar eru gerðar og gaum- gæfilega er gengið frá búnaði þeirra, hversu mikil hin fræði- legu afköst þeirra em og hversu góð sem stjórn útgerðarinnar er á iandi, lokaútkoman byggist á hæfni og heiðarleika þeirra sem vélunum stjórna. Þegar um það er að ræða að sjá skipunum fyrir nægum vél- stjórum, er það þríþætt vanda- mál. í fyrsta lagi að velja hina réttu ungu menn. í öðru lagi að sjá þekn fyrir góðri menntun og þjálfun bæði á landi og sjó. VÍKINGUR 54

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.