Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Side 28
að ef breyting verður ekki á, mun myndast slíkt Danahatur í Færeyjum, sem seint verður slökkt og hafa hinar alvarleg- ustu afleiðingar í för með sér. Hvað á að segja við skip- herra í strandgæzlu, sem taka vill alvarlega starf sitt? Er nokkur furða, þótt hann reyni að komast hjá vandræð- um og loki augunum, svo að hann komizt hjá því að valda Danmörku skaðabótum? Hvaða skipherra fæst til að taka nokkurn togara, þegar hann veit það fyrirfram, að tog- arinn verður sýknaður? Nei, það er kominn tími til þess að láta Færeyinga eina um að gæta fiskveiðilögsögu sinnar. Bezt er fyrir alla aðila að tala hreint út um málið nú. Enginn vafi leikur á því, að eftir sýknun þessara tveggja dóma ríkir gleði mikil meðal brezkra fiskimanna, sem vissu- lega gefur þeim kjark til að reyna enn frekar að veiða í landhelginni. — O — Þegar ég var síðast á ferð í Færeyjum ræddi ég við fær- eyskan sjómann, sem verið hafði skipverji á brezkum togara. — Þetta var um það leyti, sem Red Crusader-málið var á döfinni. Brezki skipstjórinn hafði þá sagt, að það væri kominn tími til að sá þrjótur væri tekinn, því að enn hefði það skip, ekki veitt einn fisk utan fiskveiði- iögsögunnar. Eitt er öruggt, að enginn nema danska varðskipið, hefur komizt hjá því að geta séð brezku togarana hvað eftir ann- að stunda veiðar fast við land- steinana. Komið þér nú fram í dags- ljósið, hr. dómsmálaráðherra, og svarið því, hvort samningar hafi verið gerðir um að taka ekki brezkan togara, sem stund- ar ólöglegar veiðar við Færeyj- ar. Ég spyr sem gamall sjómað- ur, er í mörg ár hef hugsað um það, hvers vegna við vorum allt- af svo miklu óheppnari heldur en ensku fiskimennimir. Segið okkur bara sannleikann ráðherra góður. Þegar danskir blaðamenn koma til Færeyja, fáum við allt- af að heyra hve Færeyingar liggja þungt á Dönum. En nú skulum við snúa spurn- ingunni við og spyrja, hvað kostar það Færeyinga mikið að vera sambandsríki Dana? Spurningunni er ekki varpað fram af Danahatri eins og kannske einhverjir gætu haldið. Enginn getur með réttu ásakað mig fyrir það, því að ég hefi þurft að þola marga ákúruna fyrir að vera fylgjandi því að Færeyingar séu sambandsríki Dana, en samt geta þeir atburð- ir gerzt, að jafnvel talsmaður sambandsríkis verður að grípa pennann til að mótmæla. Ef ekki er hægt að hreinsa andrúmsloftið eftir þessa sýkn- unardóma, verða jafnvel sam- bandsmennirnir að krefjast sundurskilnaðar Danmerkur og Færeyja. Að láta færeyska fiskimenn greiða kostnaðinn við tengsl landanna getur ekki gengið til lengdar. Samstarf getur aðeins blómg- ast að báðir aðilar séu hrein- skilnir gagnvart hvor öðrum. Enginn getur krafizt þess að Færeyingar beri virðingu fyrir danska flotanum eins og komið er. Að vísu er ekkert að danska flotanum sem slíkum, en það er meira en lítið athugavert við þær fyrirskipanir, sem honum er ætlað að vinna eftir við Fær- eyjar. Meinlaust blaður getur ekki lengur bjargað málinu. Það þýðir ekkert að standa upp við hátíðleg tækifæri og reyna að fullvissa menn um, að engir samningar séu til um það að hlífa brezkum togurum. — Enginn færeyskur fiskimaður trúir því, fyrr enn hann fær sjálfur að sjá það svartáhvítu. Allir Færeyingar vita að ó- löglegar veiðar eru stundaðar í stórum stíl við Eyjarnar, nú verður annaðhvort að láta hend- ur standa fram úr ermum eða leggja niður þessa gerfigæzlu. Að halda áfram á sama hátt er algjörlega tilgangslaust og veld- ur aðeins vandræðum. Hreinsið andrúmsloftið, svo að gott samkomulag megi hald- ast. Kallið herskipið heim og látið Færeyinga gæta fiskveiði- lögsögunnar, og látið þá sjálfa dæma, þegar nauðsyn er á að dæma einhvern. Það er enginn leyndardómur, að Færeyingar hafa litið til hins nýja varðskips með mikilli eftirvæntingu, og ekki hvaðsízt til þyrlunnar, sem skipið hefur um borð. Flugvélin hefur þegar gert mikið gagn við sjúkraflutninga. Við erum þakklátir fyrir þetta og vonum að áframhald geti orðið á þessari þjónustu, en jafnframt vonum við, að flug- vélin verði til þess að betri gæzla verði upp tekin í fisk- veiðilögsögu okkar. Ö. S. þýddi. Hennar voru sorgirnar Framh. af bls. 71 Jóhanna eins og hetja, enda naut hún þá styrks barnasinna. Það sem mér fannst einkenna Jóhönnu Gestsdóttur var hið mikla starfsþrek, sem hún hafði fengið í vöggugjöf, og ég hefi getið mér þess til, að þegar mest á reyndi hjá henni, þá hafi hún reynt að drekkja sorg- um sínum í starfinu. Og sama mikla starfsmanneskjan var Jó- hanna fram á hinztu æviár. Og þegar ég hugsa til þessarar konu, þá dettur mér í hug hve miklu er hún ekki búin að af- kasta. Með Jóhönnu Gestsdóttur er merk kona gengin til hinztu hvíldar. Biessuð sé minning hennar. Blessað sé hennar bros og gullið tár. Pjetur Bjömsson. VÍKINGUR 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.