Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Page 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1964, Page 30
Motagildi gúmmbáta Frh. af bls. U9 og þannig geymdir gæfu þeir bátnum aukinn stöðugleika. 3. Skifta þarf bátnum í tvennt með sterkri holþóftu, þar sem hægt væri að koma fyrir vatns- geymum, annað hvort fyrir rigningarvatn eða vatn, sem tími væri að taka með sér áður en skipið er yfirgefið, en á því eru möguleikar í mörgum tilfellum og ættu skip að hafa vatnsbelgi tiltæka með þetta fyrir augum. 4. Þá þarf að styrkja burðar- súlur og þakhimin bátanna, þannig að hægt verði að rétta þá við að innanverðu ef þeim hvolfir. Helzt þyrftu þeir að vera jafn nothæfir, hvort sem þeir snúa upp eða niður. 5. Allir bátar þyrftu að hafa tvo loftkúta, eins og nú er með suma báta. Einnig þyrftu í bát- unum að vera traustari og fljót- virkari fýsibelgir til að dæla viðbótarlofti. Þá þarf að vera unnt að loka bátunum rækilega fyrir ágjöfum en hafa þó á þeim vatnsheld öryggisloftop. Nauðsynlegt er að hafa stór segl-austurtrog og þerrisvamp í bátnum og rekakkerin þurfa og umbóta við. 6. Skipbrotsmenn á reki í gúm- bát geta enga björg sér veitt. Öll hjálp verður að koma utan að. Útbúnaður gúmbáts getur því ekki verið fullkominn nema báturinn hafi radíósenditæki til að láta vita af sér. Slíkt tæki verður að vera einfalt og öruggt í notkun og er sú spurn- ing, hvort sjálfvirkur radíóviti er ekki ódýrasta og öruggasta lausnin, a.m.k. fyrir öll smærri skip. Það er æskilegt að þessi ráðstefna ræði þetta mál og ýti undir viðunandi lausn þess. Ég tel líka vera aðkallandi þörf á því, að framleiðendur gúmbáta láti gera sérstaka gúmbáta til björgunarstarfsemi í sérstökum tilfellum á svipaðan hátt og björg- unarstóla. Með þeim hætti er unnt að bjarga mörgum í einu, en það getur oft verið lífsskilyrði. Slíkir bátar þurfa að vera mjög sterkir svo menn geti stokkið út í þá af löngu færi eða úr mikilli hæð. Þeir þurfa að vera umgirtir sterku tógi til að þola mikið átak í drætti, með öruggum netútbún- aði til varnar því að mönnum skoli útbyrðis í grunnbrotum eða stórsjó. Björgunarskip Slysa- ^arnafélagsins og íslenzku strand- gæzlunnar eru útbúin slíkum gúmbjörgunarfleytum og einnig hafa nokkrar bj örgunarstöðvar félagsins þennan útbúnað. Þar sem hægt er að koma líf- línu við á strandstað og strengja á hana björgunarstól ofansjávar, þá verður það alltaf fljótvirkasti og öruggasti útbúnaðurinn. En að því, er hina venjulegu gúmbjörgunarbáta snertir, þá verður umfram allt að ganga ör- ugglega frá festilínunni. Hjá Skipaeftirliti ríkisins hefur verið horfið að því ráði að gera fanga- línuna miklu sterkari, svo sterka að hætta er á, að bátarnir sjálfir þoli ekki hið mikla átak, er þeir verða fyrir er stórsjór ríður und- ir mannaðan bát, sem enn er ekki orðinn laus frá skipinu. Ég hefi leyft mér að koma fram þeirri hugmynd að notuð verði festilína með öryggisgjörð kringum bátana sjálfa, þar sem forhringirnir mætast. Þá verði sett á fangalínuna sér- stök átakabeygja. — Þessi útbúnaður hefur verið reyndur af Slysavarnafélagi íslands og virðist vera rétta lausnin á þess- ari hættu. Ég er hárviss um, að þetta eykur mjög öryggi gúmbát- anna og notagildi þeirra og tel mikilvægt að þessum umbúnaði verði komið fyrir á öllum bátum. - ,T ■" ’ ' Liðin stund Framh. af bls. 65 öldurótinu. — Við verðurn kjaftshöggvaðir sitt á hvað, án þess að geta strokið yfir roð- ann, hvað þá heldur að hafa mátt til að verjast höggunum. Er Þetta sæmandi okkar dug- andi stétt? — Nei, það mun enginn af okkur taka undir það, en það eru þó of fáir, að mér virðist, sem sjá þörfina til úr- bóta. Ég vil svo ljúka þessum orð- um mínum með ósk um, að okkur megi auðnast að stemma strengina, auðnast að sameinast til átaka, til framgangs þeirra mörgu velferðannála stéttarinn- ar er úrlausnar bíða. Nú eftir öll þessi ár mætti spyrja: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg“ varðandi framgang okkar félagsmála, og mun þar erfitt að fá jákvætt svar. Sú breyting hef- ur orðið, að eðlilegt má nú teljast að niðurlagsorð greinarinnar, sem þá voru töluð til skipstjórnarmanna, nái nú jafnt til allra sjómanna. Sjómenn ættu að gefa sér tíma til að hugleiða þá staðreynd að þeir eru allir á sama bátnum varðandi sín velferðarmál. Þótt verkaskipt- ing sé á ýmsan hátt og fleytan stór eða smá, eru hagsmuna- og velferð- armál þeirra í aðalatriðum þau sömu. Framtíðarmarkmiðið á því að vera að sameina alla sjómenn. G. H. O. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Bírugðtu 11 Annast öll venjuleg spari- sjóðsviðskipti. Opið daglega kl. 4—6 72 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.