Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 5
Péturs Jónssonar. Hann var því
rúmra 22ja ára er hann lézt. ■—
Snemma fór hann á sjóinn. Þar
haslaði hanrí sér völl og var lið-
tækur maður. Ætlaði sér stund-
um ekki af, enda gekk hann að
verki einhuga. Hann var kvænt-
ur Sæbjörgu Guðbjartsdóttur og
áttu þau tvo syni. Þau bjuggu í
Stykkishólmi.
JÓN SIGURÐSSON var Aust-
firðingur, en kom hingað vestur
árið 1964, þá til sjóróðra. Hann
var fæddur 7. apríl 1947 og því
rúmlega 21 árs að aldri. Foreldr-
ar hans voru Árný Reimarsdóttir
og Sigurður Albertsson. Hann
lætur eftir sig unnustu, Júliönu
Gestsdóttur og eitt barn. Þau
höfðu nýlega komið sér upp
snyrtilegu heimili í Stykkishólmi
og allt virtist blasa við á hinn
ákj ósanlegasta veg.
GUNNAR ÞÓRHARSON var
Breiðfirðingur. Foreldrar hans
voru Þorbjörg Sigurðardóttir og
Þórður Benjamínsson, sem lengst
af bjuggu í Hergilsey. Þau eiga
nú um sárt að binda.
En eldur minninganna vakir.
Við þann eld verma ástvinir sér,
geyma minningar um vaska sjó-
menn. Þeir voru á heimleið til að
draga björg í bú. Annar máttur
sneri þeim heim. Það koma mörg
spurningarmerki í hugann, en
hvað um það. Trúin segir heilög
Iiöndin hnýtir aftur slitinn þráð
og við trúum því að handleiðsla
drottins sé það eina sem verulegt
gildi hefir í lífinu. í þeirri trú
eru þessir góðu drengir kvaddir.
Sálmurinn segir:
Ég er á langferð um lífsins haf
ofj löngwm. breytinga kenni,
mér stefnu frelsarinn góði gaf
ég glaSur fer eftir henni.
Blessuð sé minning hinna vösku
sjómanna.
Á. H.
Hreinn Pétursson.
Gunnnr Þórðarson.
Jón SiguriVsson.
Dagný SF 61.
VtKINGUR
49