Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 9
VÍKINGUR
53
ekki hreyft okkur. Hann var
skollinn á.
Frost var að harðna svo við
sóttum mótorinn og bárum í hús.
Gott var að koma í hús, því væt-
an var nú farinn að segja til sín
í vaxandi frosti og veðurhæð.
Kaffið var komið á borðið.
Jóhann var að tala við skip-
herrann í talstöðinni. Sagði skip-
herrann honum, að nú væri hann
farinn að mæla 8 metra öldur á
dýptarmælinn, en skipið lá mjög
skammt undan, þar sem aldan var
farin að rísa til muna. Ljósin
voru nú farin að dofna á skipinu
í vaxandi sortanum. Við gátum
T.v. Kristján Sveinsson, fyrrv. stýrimaður á vitaskipinu „Árvak.“ T.h. Jóhann
Péturssim vitavörður. Myndin er tekin í lendingu fyrir framan Hornbjargsvita af
Guðm. Hallvarðssyni stýrimanni.
Fyllti bátinn hjá okkur á útleið-
inni, en út komumst við. Síðan
hef ég ekki talið sundið fært í
verra. Hér varð því ekki aðgert í
bili.
Bárum við nú sína byrðina
hvert upp klettinn, var það megn-
ið af farangrinum. Heima á verk-
stæði tókum við Benóný verkfæri
og fórum í fjöruna, því við vor-
um minna blautir en Sigurbjörn.
Eftir nokkrar mínútur var mótor-
inn kominn í lag. Fór hann í gang
á fyrsta snúning. Við vorum til-
búnir, en sundið var kolófært.
Veðrið óx stöðugt. Braut nú orð-
ið framan við sundið. Þó við
kæmumst fram úr sundinu mund-
um við ekki ráða við brotin
framan við það, því þar rísa þau
mest. Nú var háflóð og því ekki
vonlaust, að sundið lagaðist á
fjörunni ef veðrið færi ekki vax-
andi. Fórum við því heim í vita.
Slysavarnardeildarmciin frá ísafirð'i hera efni úr fjöru að uppsetningastað skýlisins.
Nú varð Þór að forða sér, því
hann var farinn að draga akker-
ið. Hann kvaddi, því augljóst var,
hvað var að ske. Hann var skoll-
inn á með norðaustan báli.
Heimafólk kannaði nú feng
sinn. Ljósavélin fékk kolin sín.
Það mundi ekki verða myrkur í
Látravík að sinni. Móðirin og
drengirnir fengu jólagjafir að
sunnan. Mikil hrifning var hjá
drengjunum, þeir fengu stóra
flugvél og bíl. Heilmikið var af
jólapósti í póstpokanum og Jó-
hann fékk nokkrar bækur frá vin-
um að sunnan. Við drukkum
kaffi og töluðum um bylinn.
Skyldi hann verða langur. Bux-
urnar þornuðu í hlutfalli við
fjölda kaffibollanna. — Við sát-
um nú að samtali góða stund. LJti
var glórulaus bylur. — Loks var
staðið upp og farið í fjöruna. Bát-
inn drógum við að stiganum, sem
liggur upp klettinn, þar sem slétt-
lendið með byggingunum tekur
við. Bátnum var hvolft og hann
bundinn rammlega við neðsta
hluta stigans. Þegar heim var
komið fórum við að glettast um
væntanlega dvöl okkar að Horni.
Ég sagðist endilega þurfa að vera