Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 14
ÍSING SKIPA
Hjálmar R. Bárðarson samdi. Hann flutti erindið á Hafís-
ráðstefnunni í Reykjavík 7. febrúar 1969.
*
Höfundur hefur góðfúslega leyft Sjómannablaðinu Víking
að birta erindið.
1. Orsakir ísingar skipa.
tsing skipa er vel þekkt fyrirbæri hér við land,
eins og á öðrum norðlægum hafsvæðum. Á ensku
nefnist þetta icing, á þýzku Vereisung, á frönsku
Glacage og á dönsku Overisning. (1) ísing er það
almennt nefnt, þegar ís hleðst á fasta hluti, t.d. á
flugvélar, skip, rafmagslínur, loftnet eða mælitæki.
Algengasta ástæða ísingar skipa er þegar ágjöf og
særok frýs á yfirbyggingum og á möstrum og reiða
skipanna. Til er önnur gerð ísingar skipa, þegar
undirkæld frostþoka eða regn frýs og myndar þá
ósalt hrím á skipunum. Þetta getur að sjálfsögðu
einnig verið skipum hættulegt, en er algengast á
heimskautasvæðunum, og kemur hér lítt við sögu
og verður því ekki rætt nánar.
Hætta sú, sem skipum er búin af ísingu, er að
sjálfsögðu fyrst og fremst sú, að vegna mikillar
yfirþyngdar ísingarinnar á skipin færist þyngdar-
punktur skipanna ofar, þannig að þyngdarstöðug-
leiki þeirra minnkar, en um leið hlaðast skipin
dýpra í sjó og þá rýrnar samtímis formstöðugleiki
skipanna. Stöðugleikinn minnkar þannig mjög
fljótt, þegar ís hleðst á skip, og er því mjög hætt
við að hvolfa snögglega. Að þessu verður vikið
nánar síðar.
Vitað er um fjöldamörg sjóslys, sem orðið hafa
beinlínis vegna ísingar skipanna, en ennþá fleiri
eru jafnvel þau sjóslys, þar sem sterkar líkur eru
fyrir að ísing hafi verið meginorsök slyss, þótt
enginn hafi verið til frásagnar. Ýmsar þjóðir hafa
unnið að athugunum og rannsóknum á ísinguskipa.
Þessar rannsóknir hafa m.a. beinst að orsök ísing-
arinnar og þá einkanlega í þeim tilgangi að komast
að raun um, hvort ekki mætti með veðurspám frá
veðurstofum gefa líkurnar fyrir því, hvort ísingar-
hætta væri lítil, talsverð eða mikil á einstökum
hafsvæðum, og með því að vara skip við hættunni
í tíma, þannig að þau hefðu möguleika á að leita
vars, eða gera aðrar tiltækar ráðstafanir til að
forðast ísingarhættuna. (2), (3), (4). — Safnað
hefur verið upplýsingum um þykkt og magn ís-
ingarinnar og samtímis upplýsingum um ytri að-
Hjálmar R. Bárðarson,
skipaskoðunarstjóri.
stæður hverju sinni, veðurfar, sigling skipsins o. s.
frv. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að
geta sundurgreint áhrif hvers einstaks atriðis, sem
og samverkandi áhrif fleiri atriða í senn.
Til yfirlits yfir atriði, sem mestu máli skifta
varðandi orsakir ísingar skipa, má flokka þau í
fjóra liði, þannig:
1. mynd.
1) Veðurfar og sjávarástand:
Lofthiti.
Sjávarhiti.
Vindhraði.
Ástand sjávar: Ölduhæð og ölduris, fjöldi
öldu-kerfa og sjávarlöður í lofti, selta
sjávar.
2) Skipið:
Stærð þess og lag.
Yfirbyggingar, möstur og reiði.
Hleðsluástand (fríborð).
3) Sigling skipsins:
Stefna þess miðað við vindátt og sjó.
Hraði.
4) Mælingarstaður um borð:
Hæð mælistaðar yfir sjólínu, og staðsetn-
ing miðað við bol og yfirbyggingar.
58
Ef litið er á fyrsta liðinn; Yeðurfar og sjávar-
ástand, þá eru þar að sjálfsögðu að finna frum-
skilyrðin fyrir því, að ísing geti myndazt á skip-
inu: Sjávarlöður verður að ganga yfir skipið að
meira eða minna leyti, og lofthiti og sjávarhiti
verður að vera þannig, að sjávarlöðrið frjósi á
skipshlutunum. Það er augljóst mál, að ísingin
myndast hraðar, og magn hennar verður meira, að
því tilskildu að sjávarlöður og ágjöf sé fyrir hendi,
VlKINGUR