Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 15
því lægra sem hitastig sjávar og lofts er. Þó virð- ast tilraunir og reynsla hafa sýnt, að þessu eru nokkur takmörk sett, því ef hitastig lofts er lægra en 18°C., þá frjósa vatnsdroparnir í loftinu áður en þeir snerta skipið, og hrynja síðan af því, en frjósa ekki fastir. Komið hefir í ljós, að selta sjávar hefir aðeins óveruleg áhrif á ísingu skipa saman- borið við lofthita, sjávarhita og vindhraða. Mynd- un sjávarlöðursins, sem gefur á skipið, og hversu hátt löðrið nær frá yfirfleti sjávar, er fyrst og fremst háð vindhraða og eðli eða ástandi sjávar. En auk þess er annar liðurinn, skipið, mikilvægur þáttur í þessu atriði, svo og þriðji liðurinn, sigling skipsins. Stærð og gerð skipsins er mikilvæg í þessu tilliti, en líka hleðsluástand og siglingar- stefna þess og l\raði miðað við vindátt og sjólag. — Ef litið er á sjávarástandið aftur og áhrif þess á sjávarlöður og þar með tilefni til ísingar, þá er það svo, að ef fyrir hendi eru tvö bylgjukerfi, þannig að undiralda er, og krappari vindalda með annarri stefnu, þá veltur skipið að jafnaði meira og óreglulegar, og fær því yfir sig meiri ágjöf, en þegar það siglir í undiröldu með sömu stefnu og vindaldan. Auk þessara áhrifa óreglulegs sjávar á velting skipsins, og þar með ágjöf, verður líka að hafa það í huga, að óreglulegur sjór, með undir- öldu úr einni átt og stormöldu með annarri stefnu veldur sjávarlöðri upp í nokkra hæð yfir sjávar- flöt, og þetta veldur ágjöf á skipið, hvort sem það er á hreyfingu eða ekki. Mælingarstaður um borð í skipinu hefir líka mikil áhrif á það ísmagn, sem mælt er. Hæð mæli- staðar yfir sjólínu og staðsetning miðað við bol og vfirbyggingar er mikilvægt, þegar ákveða skal ís- þykkt um borð í skipinu. Magn ísingar um borð er líka í ríkum mæli háð hvernig stög, möstur og yfir- byggingar skipsins eru, en þetta atriði hefir verið rannsakað sérstaklega, og verður vikið að því síð- ar. Stærð skipsins hefir auðvitað mjög mikil áhrif á ísinguna, og þá einkanlega fríborðið. Stór skip hafa mikið fríborð. Utan á sléttan byrðing skipa lileðst að jafnaði ekki mikill ís, því sjórinn brýtur hann af aftur að miklu leyti. Þegar fríborðið er mikið, þá er þilfar, möstur, vindur, bómur og stög allt miklu hærra yfir sjávarflöt en á skipum með lítið fríborð. Þar eð sjávarlöður nær aðeins í nokkra hæð yfir sjávarflöt, minnkar verulega það magn, sem frýs á skipinu, þegar ofar dregur. Þetta sést greinilega á myndum af ísuðum skipum. Jafn- vel á minni skipum fer ísingin greinilega minnk- andi þegar ofan dregur á möstrum og reiða. Þykkt ísingar á mismunandi stöðum á skipum hefir verið sérstaklega rannsökuð á japönskum strandgæzluskipum og togurum, og árangur þess- ara rannsókna birtur (5). Mælingar voru gerðar á ýmsum stöðum um borð á þann hátt, að á öllum mælingarstöðunum voru með jöfnu millibili sett VÍKINGUR 2. mynd a og b. Ljósmynd: ísað skip. lituð pappírsblöð á þann ís, sem fyrir var, og á þann hátt var hægt að tímasetja það magn af ís, sem hlóðst á sama tíma á alla mælingastaðina um borð, og síðan fá glögga heildarmynd af ís-ásátinni á allt skipið. Þessar rannsóknir hafa mælingalega sannreynt að ísþykktin er mjög misjöfn á mis- munandi stöðum. Ýmsir staðir ofanþilfars eru á- berandi meiri íssafnarar en aðrir, m.a. horn og skot á þilfari, reiðahlutar o.fí., þar sem ísinn er verulega þykkari en annarsstaðar. Veturna 1962, 1963 og síðar hafa Japanir notað sérstakt tæki við rannsóknii’ sínar á ísingu skijja, en tækið nefna þeir ísingar-mæli. Hann mælir þyngdarhlutfallið milli þess sælöðurs, sem frýs á sívalningi tækisins, en hann er 2.2 cm í þvermál og 14.5 cm. langur, og þess sælöðurs, sem samanlagt lendir á tækinu. Við rannsóknirnar 1963, var tæki þetta endurbætt. Þessara rannsókna verður nánar getið síðar (6), í lið 5. 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.