Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 16
Eins og getið hefir verið hér að framan, hefir
stærð og gerð hvers skips, svo og hleðsla þess og
sigling mjög mikil áhrif á magn ísingarinnar. Ef
veðurstofur eiga að geta gefið spár yfir stig ísing-
ar á ýmsum hafsvæðum, um leið og veðurspár eru
gefnar út, þá verður raunverulega að miða slíka
ísingarspá við ákveðna stærð og gerð „standard-
skips,“ t.d. 1000 brl. að stærð. Staðsetja verður ís-
mælingartækin ávallt á sömu stöðum um borð í
slíku ísingar-rannsóknarskipi. Ennþá hefir ekki
verið aflað nægjanlega mikilla rannsóknarniður-
staða, til að hægt sé að nota sem tölulegan grund-
völl, því þessar mælingar þurfa að skiptast í marga
flokka miðað við mismunandi hraða skipsins og
siglingarstefnu þess miðað við vindátt.
Það er því rétt að hafa hugfast, að ísingarspár
verða að miðast við ákveðið ,,standard-skip,“ákveð-
inn siglingahraða og ákveðna stefnu miðað við
vindátt. Til að skipstjórar annarra skipa geti haft
not af þessum ísingarspám, vei’ða þeir að bera
saman ísingarhættu eigin skips við „standard-
skipið,“ siglingarstefnu þess og hraða. Þetta mætti
að fenginni reynslu eflaust gera með línuriti eða
þá með því að margfalda með ákveðinni tölu, til
minnkunar eða aukningar á ísingarhættu miðað við
ísingu „standard-skipsins."
Til að kanna þetta mál nánar, væri mjög æski-
legt að gerðar yrðu ísingarmælingar á ýmsum öðr-
um stærðum og gerðum skipa, en þessu „standard-
skipi,“ og þá helzt gerður beinn samanburður
þeirra mælinga og mælinga á standard-skipa-ísing-
unni. Hér væri líka hægt að styðjast að nokkru við
tilraunir með skipslíkön. Að lokum mætti svo búa
til línurit yfir ýmsar stærðir og gerðir fiskiskipa,
þar sem beint mætti lesa af tölu til að umreikna
ísingarhættuna, sem i ísingarspám veðurstofanna
yrði miðuð við ,,standard-skip,“ og finna þannig
ísingarhættu þess skips, sem þörf er á hverju sinni.
Hlutverk veðurstofanna yrði þá að gera spá yfir
ísingarhættu, sem byggð er á veðurfræðilegu og
haffræðilegu ástandi, sem líkur væru fyrir að yrðu
á umræddu hafsvæði það tímabil, sem spáin næði
til. Yrði þá spáin miðuð við að líkur væru fyrir
engri ísingu, lítilli, talsverðri eða mikilli, eða þá
síðar e.t.v. töluleg upplýsing miðað við „standard-
skipið.“ Um borð í öðrum skipum væru þá til um-
reikningartöflur eða línurit, sem gæfi til kynna ís-
ingarhættuna á því skipi miðað við „standard-
skipið.“
Tölulegar upplýsingar eru nauðsynlegar til að
liægt sé að gera samanburðarútreikninga á ísmynd-
un ýmsra stærða og gerða skipa. Þessum árangri
verður væntanlega ekki náð fullkomlega á annan
hátt en þann, að mörgum ísmælitækjum verði kom-
ið fyrir á sem líkustum stöðum á sem flestum
stærðum og gerðum tilraunaskipa, og árangri allra
þessara tilrauna safnað saman í eina heildarrann-
sókn á ísingu skipa. Hér er um að ræða víðtækari
rannsóknir en vænta má að verði gei’ðar alveg á
næstunni. Hinsvegar er mikilvægt að gera sem
fyrst það, sem hægt er að gera nú þegar til að að-
vara sjófarendur, og þá einkum fiskiskipin, við ís-
ingarhættu. Þessvegna er rétt að gera hér að um-
talsefni ísingarspár íslenzku veðurstofunnar, sem
teknar hafa verið upp nú í vetur.
2. ísingarspár meS veöurspám.
Isingarspár íslenzku veðurstofunnar styðjast við
línurit þau, sem Dr. Hans Otto Mertins, í Sjávar-
deild þýzku veðurstofunnar, birti með grein sinn í
„Der Wetterlotse," no. 248/49, 1967. Greinin er
þýdd og birt í tímaritinu VEÐRIÐ, 2. hefti, 1968.
(4).
6-7 Vindstiy
8 V i h d s t i y
Slig isitigar: lilil = 1—1 < m <i 21 klsl.
Idlwrii) (,,t (l -'i klsl.
wihil 7 II < in <i 2J^ klsl.
injiig mihil I‘i <m <i 21 klsl.
3. mynd.
Línurit til að áætla ísingu á skipum á hxgri ferð.
60
VlKINGUR