Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Page 20
á því, að ísing var orsök þess slyss. Togarinn Þor-
kell Máni var þar líka hætt kominn, vegna ísingar,
og margir aðrir togarar, þar á meðal þýzkir, börð-
ust einnig við óveður, ísrek og þó einkum mikla
ísingu.
Eftir heimkomu íslenzku togaranna af Ný-
fundnalandsmiðunum voru að sjálfsögðu haldin
sjópróf til að kanna allar aðstæður og atvik. Þessi
sjópróf reyndust á margan hátt mjög lærdómsrík,
því reynslan hefir sýnt, að það er sjaldan nokkur
til frásagnar eftir að ísing er orðin eins mikil og
þessa örlagaríku febrúardaga árið 1959.
ísingarhættunni verður því varla lýst betur, en
með því að líta í fáorðan útdrátt úr dagbók b/v
Þorkels Mána:
„Laugardagur 7. febrúar 1959. Staður skipsins
Nýfundnalandsmið.Togað fram eftir degi. Kl. 15.oo
vaxandi NV. vindur. Lónað við að láta niður. Veð-
ur fór nú ört vaxandi, lestum lokað og þilfar gert
sjóklárt, að svo miklu leyti, sem hægt var. Lónað
upp í sjó og vind. Veður NV. 11, sjór 10. Bylur og
frost.
Sunnudagur 8. febrúar 1959. Staður skipsins
Nýfundnalandsmið. Lónað upp í sjó og vind. Veð-
ur NV. 11, sjór 10. Bylur og frost. Skipið nú
orðið all máttlaust í lireyfingum, og um kl. 5.30
fékk skipið mikinn b.b. halla og lá þannig. Var nú
b.b. björgunarbátnum sleppt fyrir borð. Eftir það
réttir skipið sig. Nokkru síðar fer skipið að hallast
til stb. og var stb. bát sleppt. Var nú skipið rétt
um stund. Jafn snemma þessu gerðum við okkur
ljóst, að ísing hlóðst ört á skipið, og voru nú allir
kallaðir út, til að berja klaka. Skipverjar hófust
nú handa og börðu klaka með þeim verkfærum, sem
tiltækileg voru, úr framreiða, hvalbak, stjórnpalli
og bátaþilfari. Þrátt fyrir stöðugan klakabaraing
hallaðist skipið oft hættulega mikið, ýmist á b.b.
eða stb. Um kl. 11 reið sjór framyfir skipið, sem
olli því að II. stýrim., Sigurður Kolbeinsson, fékk
slæmt högg á bakið og missti meðvitund um stund,
en hann var ásamt 4 öðrum mönnum að berja klaka
af hvalbak. Var hann síðan borinn niður í háseta-
klefa og búið um hann þar eftir föngum. Þar sem
skipið hallaðist oft hættulega, svo sem að framan
getur, var nú horfið að því ráði að logskera allar
bátsuglur í sundur og henda fyrir borð. Tókst það
furðu fljótt og vel, miðað við aðstæður. Var nú
greinileg breyting á skipinu til batnaðar. Stöðugt
var haldið áfram að berja klaka. Þess skal getið,
að um kl. 08.30 taldist svo til milli skipstjórans og
loftskeytamannsins, að rétt væri að láta nálæg skip
vita, að við ættum í nokkrum erfiðleikum, og að
okkur mundi þykja vænt um, þótt ekki væri
annað en að sjá ljós, eins og skipstjórinn orðaði
það. Svör bárust frá Júní, Marz og Bjarna Ridd-
ara, og töldu tveir hinir síðar nefndu sig mundu
64
freista þess að halda í áttina til okkar, en erfitt var
um vik, því miðanir reyndust árangurslausar vegna
klaka, og bylur var á. Stöðugt var haldið áfram að
berja klaka allan daginn, og gekk nú mun betur að
halda skipinu réttu. Þess skal getið, að samtímis
því, er björgunarbátunum var sleppt, var öllu laus-
legu, sem var á þilfari, bátaþilfari og vélareisn
hent fyrir borð, svo sem fiskikössum, olíutunnum
o. fl., því allt þetta safnaði á sig klaka og olli yfir-
vigt. Um kvöldið átti skipstjórinn á Þorkeli Mána
viðtal við skipstjórann á Marz. Bárum við nú sam-
an bækurnar um það, hver staða skipanna mundi
verða, og í því sambandi studdumst við við Loran-
miðun frá einni stöð og dýpi. Ekki báru þessar at-
huganir neinn árangur, því ekki reyndist fært að
ákveða fjarlægð eða stefnu milli skipanna. Taldi ég
nú hættuna minni en áður, þar sem skipið lagði
sig aldrei eins djúpt eftir að bátsuglurnar fóru, og
gat ég þess við skipstjórann á Marz. Unnið var
stöðugt að klakabarningi fram yfir miðnætti, en
þá var gert nokkuð hlé á til að hvíla mennina, enda
hafði nú dregið nokkuð úr veðri.
Mánudagur 9. febrúar 1959. Nokkru fyrir birt-
ingu sýndi það sig að skipið hafði enn safnað á sig
all miklum klaka, og var nú orðið mun máttlaus-
ara, en þegar klakabarningu var hætt um nóttina.
Voru nú allir kallaðir út í skyndi, og hafin hörð
hríð að klakanum, þar sem búast mætti við vaxandi
stormi, þegar kæmi fram á daginn, eftir veður-
fregnum að dæma. Um þetta leyti kallaði Marz í
Þorkel Mána, og spurðist fyrir um það, hvort við
sæum ljós og reyndist svo vera, og var þar þá kom-
inn Marz. Áttum við nú samtal saman, og tjáði ég
honum, að klakinn hefði aukizt þá um nóttina, en
við værum að berja hann. Spurði þá skipstjórinn á
Marz, hvort við hefðum tilbúna gúmmíbjörgunai--
bátana, en ég tjáði honurn, að svo alvarlega væri
ég ekki farinn að hugsa enn. Kvaðst nú skipstjór-
inn á Marz mundi halda sig hjá okkur, og kunni
ég honum að sjálfsögðu mikið þakklæti fyrir það,
og taldi ég mun skemmtilegra fyrir okkur, þó ekki
væri annað en sjá skip.
Þriðjúdagur 10. febrúar 1959. Staður skipsins
Nýfundnalandsmið. Veður NV 6, sjór 6, él. Stöðugt
unnið að klakabarningu. Marz lónar með okkur.
Kl. 04.50 sett á fulla ferð áleiðis til Reykjavíkur.
St. 122° mv. — Marteinn Jónsson, skipstjóri."
Þessa dagana voru á Nýfundnalandsmiðunum
þessir íslenzku togarar: Harðbakur, Júní, Júlí,
Bjarni Riddari, Austfirðingur, Marz, Þorkell Máni
og Gerpir, en togarinn Norðlendingur var að koma
á miðin þegar óveðrið skall á. Skipin munu öll hafa
hætt veiðum um kl. 17—19 á laugardaginn 7. febr.
1959, og ekki hafið veiðar aftur. Togararnir Marz
og Þorkell Máni munu liafa verið síðustu íslenzku
VlKINGUR