Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 22
Verða kaupskip ekki lengur í notkun
en til ársms 2000?
Mikil breyting hefur átt sér
stað í þróun skipanna síðustu tíu
árin. Einkum er þróunin ör á
sviði olíuflutningaskipa og svo-
kallaðra containerskipa.
Margur hefur því lagt niður
fyrir sér að íhuga, hvernig skip-
in verði eftir 100 ára tímabil.
Sturmey prófessor við Lan-
caster háskólann hefur birt íhug-
anir sínar á þessu sviði í hátíða-
blaði skipafélags, sem nýlega
átti 100 ára afmæli.
Nýtt eldsneyti.
Sturmey heldur því fram að
eftir 100 ár verði engin kaup-
skip til að undanteknum nokkr-
um kornflutningaskipum og
beitisnekkjum.
Þróunin fram til ársins 2000
mun einkennast af stöðugt stækk-
andi skipum á sviði olíu og vöru-
flutninga; en þá mun þörfin
fyrir olíuflutningaskip alveg
hverfa vegna notkunar á nýju
eldsneyti. Samtímis mun fjöldi
gerfiefna vera kominn í notkun,
sem minnkar þörfina fyrir málm-
og stálflutninga.
Tilkoma kjarnorkuskipanna
mun valda því, að vöruflutningar
yfir höfin munu fara fram á
þann hátt, að stórir dráttarbát-
ar kjarnorkuknúðir munu draga
á eftir sér stóra pramma, sem
hafa vörurnar innanborðs.
Risaflugvélar.
Sturmey álítur, að stutt sé í
það að stykkjaflutningur hverfi
úr sjóflutningum. Verði þróunin
sú fyrst að sérstök skip útbúin
þar til muni flytja sérstaka gerð
stykkjaflutninga i svonefndum
kössum, containers. Þetta fyrir-
komulag mun svo verða flutt yfir
til risaflugvéla, sem þegar í byrj-
un 21. aldarinnar verða komnar
í notkun. Slíkar flugvélar munu
geta borið mörg þúsund tonn og
þurfa sjaldnast að lenda, heldur
munu þær ferma og afferma
vörurnar svífandi á loftpúða
rétt ofan við yfirborð jarðarinn-
ar.
Á skipatæknisviðinii gerir
Sturmey ekki ráð fyrir neitt
stórstígum framförum. Hann
heldur því fram að þau fáu skip,
Eitt stærsta skip Dana „Dircli Mærsk“ 200000 tonn að stærð. Vélaraíl skipsins er 28000 liestafla einhverfill.
VlKINGUR