Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 23
Vélin heitir Canadair CL—44 os notuA' til flutninga. sem til verða eftir 100 ár, muni sigla um höfin mannlaus og los- un og ferming muni framkvæmd algerlega á vélrænan hátt. Reyndar er þetta nú hægt að gera en af öðrum ástæðum ekki komið í gagnið. Sturmey telur, að skipin, sem enn verða smíðuð, muni gerð úr léttara efni og að vöruflutning- arnir einkennist af stærra rúm- máli með meiri léttleika. Prófessorinn er ekkert að velta því fyrir sér, hvort skipin munu taka á sig annað skrokklag eða annars konar farartæki verði til. Slíkt telur hann gagnslausa íhugun, þar eð flutningar munu fara fram með flugvélum eða öðrum tækjum, er þær leysa af hólmi, en alls ekki eftir sjóleið- um. Hægt væri að láta í léttu rúmi liggja athugasemdir Sturmeys, ef hér væri ekki um mann að ræða, sem ritað hefur á umliðn- um árum mikið um skiparekst- ur af mikilli skynsemi. Japanir Ieiðandi í siglingum. Sturmey prófessor telur, að Japanir verði næstir á eftir Bretum sem leiðandi aðilar í skiparekstri. Japanir hafa nú þá aðstöðu vegna voldugs skipaiðnaðar þeirra að smíða 50% af heims- flotanum. Þá þurfa þeir sjálfir á miklum flota að halda vegna örar iðnþróunar landsins og sér- stöðu sem eyþjóðar. Japanir eru einnig mjög metn- aðargjarnir, og hafa stjórnvöld þai’ í landi sett sér markmiðið að gera Japani frumkvöðla á sviði skiparekstrar. Nokkur atriði virðast þó ger-a framsetningu Sturmeys dálítið vafasama. Til dæmis eru flutningar þungra og fyrirferðarmikilla hluta langsamlega ódýrastir eftir sjóleiðinni og ekkert bendir til þess, að framþróun þar geti ekki átt sér stað, er geri flutningana enn ódýrari. VÍICINGUR Nýir markaðir fyrir sjóflutninga. Ef þessar hugmyndir verða nú raunverulega að veruleika, að flest í heimi hér verði vélrænt, þá hlýtur að vera geysilegur frí- tími, sem fellur öllum mönnum í skaut. Myndi þá ekki aukast áhugi fyrir því að dunda við smiði og rekstur lystibáta og skemmti- ferðaskipa. Frli. á bls. 72 Hér gcfur að líta inn í farrýini liandarískrar flutningavélar. 67

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.