Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 25
Hin eina rétta lausn
I dönskum smábæ voru bæjarfull-
trúar sammála um að leg-gja hunda-
skatt á íbúana. Á fundi spunnust
miklar umræður um það, hvernig
hundaskattinum skyldi varið. Þegar
enginn niðurstaða virtist finnanleg,
reis aldursforseti fulltrúanna úr sæti
sínu, og kom með eftirfarandi tillögu:
„Ég legg til að þessum skatti verði
deilt jafnt niður á alla hundaeigendur."
Tiilagan var samþykkt í einu hljóði!
*
„Nei, heyrðu nú, María“, sagði frú-
in. „Þetta er ekki sami hermaðurinn,
sem ég hef séð hér áður. Ég hélt
það væri unnustinn þinn“.
„Nei, þessi er í varaliðinu
Landsprófsstíll“.
í rafmagnsfræðinni er spennan
kölluð volt, eftir Voltaire, sem fanm
upp rafmagnið. — |
Filistear var ættflokkur frá biblíu-
tímanum, sem Samson barðist við.
Columbia var gift Columbusi, sem
fann Ameríku.
Senor kallast maður, sem er giftur
senoritu.
Betlari stóð á götuhorni og hélt á
hatti í annarri hendinni og húfu í
hinni.
Vegfarandi nam staðar og spurði
hverju þetta sætti.
„Jú“, svaraði betlarinn glaðlega.
„Fyrirtækið gekk það vel, að ég opnaði
útibú!“
*
Frá Prag:
Hvaða þjóð er sú hlutlausasta í
heimi?
Svar: Það eru Tékkar, það er sú
eina þjóð, sem ekki skiptir sér af
eigin málefnum.
*
Það er fullyrt, að læknavísindin
iiafi tekið slíkum framförum uppá síð-
kastið, að brátt komi að því, að ekki
verði hægt að finna nokkra heilbrigða
manneskju!
*
Fanginn var nýseztur í rafmagns-
stólinn, og prestur var viðstaddur til
að iiughreysta hann: „Er nokkuð, sem
ég get fyrir yður gert vinur minn,
VlKINGUR
áður en þér kveðjið þennan heim.?“
„Jú, prestur minn; vilduð þér ekki
halda í hendina á mér, þegar straumn-
um verður hleypt á!
*
„Lítið á þetta glas,“ sagði efna-
fræðiprófessorinn. „Það inniheldur
eitt sterkasta eiturefni, sem til er. —
Smádropi á Kattartungu nægir til að
drepa fullhraustan mann!“
*
„Voruð það þér, sem klipptuð mig,
þegar ég var hér síðast", spurði síð-
hærður unglingur, sem stakk höfðinu
inn í rakarastofu.
„Nei“, svaraði rakarinn, „ég hef að-
eins unnið hér í þrjú ár!“
*
Það var á mesta umferðatíma
dagsins. Eldri kona gekk út í um-
ferðina þrátt fyrir upprétta hendi
lögregluþjónsins.
„Stopp!“ hrópaði hann. „Vitið þér
ekki hvað upprétt hönd þýðir?“
„Það skyldi ég halda, ég hefi ver-
ið kennslukona í 40 ár.“
*
Gdmall vandi, — og nýr!
Þegar Lúðvík konungur fjórtándi
setti menn í embætti, var hann vanur
að segja:
„Nú hef ég gert níutíu og níu menn
óánægða og einn vanþakklátan!
*
„Hann Óli segir, að ég sé fallegasta
og bezta stúlkan í heiminum. Ætti ég
að giftast honum “
„Nei, gerðu það ekki, lofaðu honum
að lifa áfram í trúnni."
— Hann sagði, að ég liti svo seiðandi
út í tunglskininu.
— Hvað meinti hann með því?
— Ég veit það ekki, en ég rak hon-
um utanundir svona til vonar og vara.
* -
„Hvernig kynntust þér manninum
yðar?“
„Hann var sölumaður í búsáhöld-
um og þegar ég sá hversu leikinn
hann var í notkun þeirra, taldi ég
að hann væri einmitt rétti maður-
inn fyrir mig.“
— l>a'ð einkennilega við svejninn er að
manni finnst maður þurfa að sofa meira
daginn eftir, heldur en kvöldið áður.
Ung stúlka kom til tannlæknis til að
fá dregna úr sér tönn.
Þegar hún settist í stólinn varð
hún stíf af hræðslu og beit tönnunum
saman.
„Það er ekkert að óttast", sagði
tannlæknirinn. „Slappið bara af.“
„Ó, ég held bara að ég kjósi heldur
að eignast barn heldvir en að láta
draga úr mér tönn!“
„Já, þá verðið þér að ákveða, hvað
ég á að gera fyrir yður!“
*
Læknirinn minn er á Kanaríeyjum,
tannlæknirinn minn er á eyni Rhodos,
hárgreiðsludaman á Mallorca, hús-
hjálpin er í Skotlandi...... Það er
erfitt að vera án þeirra, en það
hefur þó þann kostinn, að ef þau
verða nógu lengi í burtu, gæti ég og
maðurinn minn kannski leyft okkur að
skreppa eitthvað upp í sveit í nokk-
urra daga sumarfrí!
*
— Við sjáum, að hjarta mannsins
er stærra en konunnar, sagði prófess-
orinn við læknastúdínu. — Hvaða á-
lyktun drögum við af því?
— Að það er ekki stærð hjartans,
sem ræður, heldur gæðin!
69