Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 27
Björgvin Villijálmsson.
„Tvistur“ 12,92 tonn.
Smíðaður í Noregi.
Björgvin Vilhjálmsson var
fæddur í Borgarfirði Eystra 30.
ágúst 1897. Foreldrar: Vilhjálm-
ur Stefánsson og kona hans Sól-
veig Guðmundsdóttir. Björgvin
ólst upp með foreldrum sínum í
Borgarfirði, en 17 ára gamall fór
hann fyrst til Vestmannaeyja og
vann við hafnargerðina þar, en
stundaði síðan sjómennsku á m.b.
Gammi og fleiri bátum, og kaupir
síðar hlut í m.b. Stakkarfoss og
var á honum nokkur úthöld og
selur hann síðar og verður sjó-
maður á v.b. „Freyju" hjá Hann-
esi Hannessyni á Hvoli og er með
honum í mörg úthöld. — For-
mennsku byrjar Björgvin á m.b.
,,Tvist“ 1932 og hafði for-
mennsku á honum í nokkur út-
höld. Síðan á „Stakkarfoss.“ Upp
úr því flytur Björgvin til Glett-
inganess og gerist þar vitavörður
og hætti því síðar og flutti sig í
Borgarfjörð Eystra, en stundaði
Frh. á bls. 72
„Gylfi“ 6,00 tonn.
Smíðaður í Vestm. 1919.
Friðfinnur Finnsson, Odd-
geirshólum er fæddur að Stóru-
borg undir Eyjafjöllum 22. des.
1901. Foreldrar Finnur Sigur-
finnsson og kona hans Ólöf Þórð-
ardóttir er þar bjuggu. Faðir
Friðfinns drukknaði við Eyjar
1901 er 27 manns drukknuðu með
Birni Sigurðssyni frá Skarðshlíð.
Friðfinnur var með móður sinni
þar til hann var tveggja ára, síð-
ar var hann í Drangshlíð til 5 ára
aldurs. Eftir það fór hann að
Brekkuhúsi og var þar til 24 ára
aldurs með hjónunum Sigur-
björgu Sigurðardóttur og Sigurði
Sveinbjörnssyni er þar bjuggu.
Ungur byrjaði Friðfinnur að
stunda sjó og réri m.a. úr Klauf
útræði á Suður Heimaey með
Oddgeiri Guðmundssyni, sóknar-
presti. Á vertíð réri hann með
Árna Finnbogasyni á „Helgu“ og
síðar vélamaður á „Sísí“ með
sama formanni og fylgdust þeir
Frli. á bls. 88
„Herjólfur44 22,00 tonn.
Siníóaóiir í Danmörku 1928.
Einar Jóelsson, Sælundi var
fæddur að Sælundi, Vestmanna-
eyjum 18. apríl 1912. Foreldrar
Jóel Eyjólfsson og kona hans
Oktovía Einarsdóttir.
Einar ólst upp með foreldrum
sínum. Hann byrjaði sjómennsku
á unga aldri á „Lunda“ með Þor-
geiri bróður snum. Einar tók
mótorvélstjórapróf og var véla-
maður um árabil á ýmsum bát-
um. Síðar aflaði hann sér skip-
stjóraréttinda og tók þá við for-
mennsku á v.b. „Ingólfi," það var
1942. Eftir það var Einar með
„Herjólf,“ „Þrist“ og „Skaftfell-
ing.“ En hann hætti eftir það for-
mennsku. Eftir á hvarf hann til
sinnar fyrri stöðu og var nú vél-
stjóri. Einar var hið mesta lipur-
menni og með allra mestu sjó-
mönnum. Hann var fjallamaður
eins og margir Eyjamenn og einn
af beztu fimleikamönnum Eyj-
anna á sinni tíð. Sjómennskan
Frh. á hls. 72
VÍKINGUR
71