Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Qupperneq 29
JON OLAFSSON:
Getum við uuhið
KAUPSKIPAFLOT ANN ?
Nú hefur einum ágætum Al-
þingismanni dottið það snjallræði
í hug að Islendingar gætu notað
sjóinn til annars en að draga úr
honurn fisk. Sem sé að sigla á
honum með vörur fyrir erlenda
aðila. Það væri betur að þessum
möguleika hefði fyrr verið gaum-
ur gefinn, því hætt er við að við
séum búnir að missa af strætis-
vagninum þarna eins og annars
staðar.
Samkeppni milli skipafélaga
um flutninga á heimshöfunum er
geysihörð og ekki auðhlaupið
fyrir aðila sem litla reynslu hafa
í slíkum flutningum að komast
þar að. Viturlegast væri því að
byrja slíkar siglingar í einhvers
konar samvinnu við erlend skipa-
félög. 1 því sambandi er vert að
líta á samvinnu bandarísks skipa-
félags og norsks skipaeiganda,
sem í stórum dráttum mun vera
þannig, að bandaríska skipafé-
lagið greiðir Norðmanninum á-
kveðna upphæð á mánuði fyrir að
sjá um rekstur skipanna (manna-
hald o. fl.) en leggur sjálft til
skipin og fragtina. Skipin eru
skráð í Noregi, greiða sín gjöld
þangað og eru mönnuð Norð-
mönnum. Bandaríska skipafélag-
ið sér sér hag í þessu, fyrst og
fremst vegna þess, að laun
norskra farmanna eru aðeins
þriðjungur þess, sem gerist á
bandarískum skipum. Laun ís-
lenzkra farmanna eru svo aftur
aðeins um helmingur þeirra
Ef því íslenzkt skipafélag kæm-
ist að svipuðu samkomulagi og
þessi Norðmaður, gæti sam-
keppnisaðstaðan varla verið
betri. Lítið sem ekkert fjármagn
þyrfti að leggja til, en þarna
kæmu öruggar gjaldeyristekjur
handa þjóðinni, auknir atvinnu-
möguleikar fyrir íslenzka far-
menn og loks nokkrir skildingar
í tómar peningahirzlur einhvers
hinna íslenzku skipafélaga.
*
Kaupskipaflotinn er veigainikill þúttur í þjódarkúskapiiiun. Tekst okkur að snúa óheillavænlegri þróun
lians í sókn og auka liann, svo að sífjölgandi fslcndinguin megi eiga þar nokkurt athvarf við vinnu?
VlKINGUR
73