Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Side 36
fylgja þessu lauslega lýsingu á
einu þeirra, m.s. Granit, sem var
afhentur eigendum 2. jan. 1968.
M.s. Granit er tvídekka, 163 fet
á lengd og hefur 1100 hesta
MWM ásamt tveimur hjálparvél-
um frá sömu verksmiðju. — M.s.
Granit er sennilega fyrsta fiski-
skipið af þessari stærð, sem er
með svokölluðum veltitönkum og
er talið að velta skipsins minnki
frá 68—75%. Á millidekki eru
ýmiskonar vinnuvélar, svo sem
hausingavél, uppþvottavél og
flatningsvél ásamt fleiru til að
létta störfin um borð. Lestin er
ca. 560 kbm. saltfiskrúm og 137
kbm. frystirúm.
1 skip af þessari gerð mætti að
öllum líkindum koma fyrir hrað-
frystitækjum á millidekki í stað
þeirra véla sem þar eru.
Að framansögðu liggur ljóst
fyrir að verkefni fyrir slíkt skip
er nægjanlegt að minnsta kosti í
5—6 mánuði. Hinn tímann mætti
gera skipið út á línuveiðar á sama
hátt og Norðmenn gera með góð-
um árangri. Ýmsir aðrir mögu-
leikar eru ábyggilega fyrir hendi
til að afla góðrar beitusíldar, t.d.
að nota það skip sem hafði frysti-
tæki um borð, ásamt fleiri mögu-
leikum sem ekki verða taldir upp
hér.
Og ég vil að lokum beina þeim
tilmælum til þeirra aðila, sem
eiga að sjá um þessi mál, að allir
möguleikar varðandi þetta efni
verði kannaðir og eitthvað gert í
málinu.
r ;
Framsögurœða forseta F.F.S.L9 Guðm. H. Odds-
sonar, flutt á fyrra stofnfundi Vthafs h.f.
V_____________________________________________J
Um leið og ég leyfi mér að
setja þennan umræðufund finnst
uiér nauðsynlegt að gera nokkra
frekari grein fyrir því, af hverju
Farmanna- og fiskimannasam-
band fslands gengur nú fram
fyrir skjöldu og beitir sér fyrir
raunhæfum framkvæmdum og fé-
lagsstofnun um kaup á verk-
smiðjutogara, en lætur sér ekki
nægja ályktanir, svo sem venja
hefur verið.
F. F. S. í. hefur alla tíð haft
í málaflokkum sínum uppbygg-
ingu útvegsins og gert margar
merkar ályktanir á ýmsum tím-
um um þau mál. Þessum ályktun-
um hefur því miður oftast verið
stungið í bréfakörfu ráðamanna,
eða þær hundsaðar með öðrum
hætti. Eg nefni hér aðeins tvö
dæmi þessu til sönnunar. Þegar
Svíþjóðarbátarnir svokölluðu
voru keyptir að lokinni síðari
styrjöldinni 19U5, lagði F. F. S. í.
til, að bátarnir yrðu að stærð allt
að 180 tonnum, og umsóknir lágu
fyrir um þá stærð. Þessari til-
lögu var stungið undir stól og
bátarnir hafðir 70 til 100 tonn.
Menn fóru fljótt að harma að
ráðum F. F. S. í. var ekki fylgt.
80
Þegar samið var um smíði ný-
sköpunartogaranna seinni hluta
árs 19f5, lagði F. F. S. í. ein-
dregið til, að byggðir y7’ðu alls 75
togarar í áföngum og yrðu sumir
þeirra tvíþilja og með dieselvél-
um. Er 5 nýjustu togararnir voru
byggðir, lagði F. F. S. I. mikla
áherzlu á það, að 2 þeirra skyldu
vera skuttogarar. Þessum tillög-
um var algerlega hafnað og út-
gerðarmanni (Guðmundi Jör-
undssyni), sem vildi byggja skut-
togara, var neitað um leyfi til að
láta smíða hann.
Hugmyndin að slcuttogara og
fyrsta teikning er íslenzk, en það
er teikning Andrésar Gunnars-
sonar, sem hann gerði 1940. Þess-
ari hugmynd og teikningu var
elcki sinnt hér, og fékk hann enga
fyrirgreiðslu og lenti hún % hönd-
um erlendra manna. sem hag-
nýttu sér hana. Þannig er það, að
þrátt fyrir að íslendingur át-ti
fyrstu hugmyndina að skuttog-
ara, erum við síðastir allra fisk-
veiðiþjóðanna við Norður-At-
lantshaf til að láta byggja skut-
togara, að undanteknum ms. Sigl-
firðingi, sem hefur reynst vel.
Það er af þessum sökum, að við
vitmn hvernig tillögur okkar eru
leiknar, að Farmanna- og fiski-
mannasamband fslands hefur á-
kveðið að hefjast sjálft handa um
raunhæfar framkvæmdir. Við
höfum sem sé ákveðið að taka
málið í okkar eigin hendur með
stofnun hlutafélags, til að hrinda
þessu skipi, sem allir vita, að
þjóðin verður að eignast, á flot.
Þá nægir ekki þeim, sem vilja
hundsa okkur, að drepa tillögur
eða stinga teikningum undir stól
eða týna þeim.
Ég sagði, að þjóðin yrði að
eignast þetta skip, og ég endur-
tek það. Málið hefur verið reifað
í umburðarbréfum og ég fer því
fljótt yfir sögu málsins.
Sambandsstjórnin tilnefndi í
haust þrjá menn úr stjórninni,
ásamt framkvæmdastjóra til að
kynna sér möguleikana á smíði
fullkomins verksmiðjutogara og
jafnframt möguleikana á rekstri
slíks togara.
Rannsólcn nefndarinnar leiddi
til þeirrar niðurstöðu, að hægt sé
að fá nýtizkuverksmiðjuskip til-
tölulega fljótt og með hagkvæm-
um lánum, og í annan st-að að
rekstur slíks skips, ca. 2700 tonn
VÍKINGUR