Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Síða 38
HÖFUM
VIÐ
RflD A
?
■ ■ ■ ■
íslendingar!
Verum samtaka nú.
HlutafélagiS UTHAF hefur veriíi stofnaSi og skipa fyrstu stjórn þess
eftirtaldir menn:
Henry Hálfdansson, Siguróur Guójónsson, GuSm. Pétursson,
Loftur Júlíusson og Ingólfur Stefánsson.
*
Hlutafjársöfnun stendur yfir lil kaupa á nýtízku verksmiSjuskuttogara.
Von okkar er, sem aS þessu stöndum, aS sjómenn taki vel í máliS og
gerizt flestir hluthafar í fyrirtœkinu. Hluti er liægt aS kaupa frá 1000 kr.
og upp úr.
*
Munum, aS ef viS í félagi getum komiS upp slíku fyrirtœki, varSast
leiSin til frekari framkvœmdu meS komu fleiri og betri skipa. MeS þvi
tryggjum viS sjálfum okkur og niSjum okkar betri og bjartari framtíS.
Ö.S.
Þrjú tréskip hafa á stuttum
tíma á núlíðandi stundu ,,gliöna:ð“
sundur, undir fótum skipshafnar,
tvö sokkið en einu bjargað, illu
heilli. 0g ennþá er okkur ráð-
lagt að byggja öll minni skip (allt
að 100 tonnum?) úr tré.
Þessar ráðleggingar koma frá
ábyrgum aðilum, svo sem skipa-
skoðunarstjóra, í fróðlegum og
skemmtilegum þætti í sjónvarpi
fyrir. nokkrum tíma. Sú skoðun
skipaskoðunarstjóra, „að heppi-
legra muni vera að byggja öll
smærri skip úr tré," og ég hafi
leyft mér að taka sem ráðleggingu
hans; hlýtur að byggjast á þeirri
reynslu undanfarandi ára, að með
hinum fullkomnu björgunartækj-
um, sem íslenzk fiskiskip nú eru
búin, hefur mannbjörg orðið í
flestpm tilfellum þegar þessi
„leka hrip" hafa gengið undir og
þeirri staðreynd að vátrygginga-
félögin borga, og gera kannske
ekki mikinn mun (ef nokkurn) á
skipum byggðum úr tré eða stáli.
Þetta er kapítuli út af fyrir sig,
sem sýnir og sannar að á þessu
82
sviði geta íslendingar verið
„Stedig som en Islænder?“
Á þessum sama tíma sem þjóð-
in hefur losnað við þrjár tréfleyt-
ur — sem engan rétt eiga á sér
á nútíma vélaöld. — Lagði varð-
skipið Ægir upp frá Reykjavík
með tvo „nýsköpunartogara“ í
eftirdragi frá Reykjavík til Eng-
lands, þar sem öll þessi skip
skyldu fara í brotajárn.
V.s. Ægir var að vísu orðinn
nokkuð gamall, en að óreyndu
verður því aldrei trúað að hann
hafi ekki verið í nokkuð góðu
ásigkomulagi, þannig að hann
hefði getað annað einhverri þjón-
ustu hér heima, í nokkur ár enn-
þá, án mikils viðgerðarkostnað-
ar.
B.v. Sólborg var einn af hinum
yngri og stærri „nýsköpunartog-
urum“ og eitt vandaðasta skip
flotans á sínum tíma. Hún var bú-
in að liggja árum saman, ný
klössuð, fyrst á Isafirði og síðan
dregin til Reykjavíkur og hefur
legið hér. Hún var árlega tekin í
slipp til hreinsunar og eftirlits á
botni. B.v. Brimnes var að vísu
ekki eins vel haldinn, þó mun bol-
ur og ýmis tæki í honum hafa
verið í góðu ásigkomulagi, enda
oft á „Slipp?“ sinn langa legu-
tíma. Ekki er mér full kunnugt
um söluverð þessara þriggja
skipa, en varla mun það hafa ver-
ið mikið yfir tvær milljónir ís-
lenzkra króna.
B.v. Sólborg ein hlýtur að vera
búin að kosta ríkissjóð meiri
upphæð í krónum síðan henni var
lagt á Isafirði, en söluverð allra
þessara skipa — því var henni
ekki sökkt á sínum tíma?
B.v. Brimnes, sem af einhverj-
um ástæðum hefur verið taliðeitt-
hvert vandræða skip, var búið
að liggja í Reykjavíkurhöfn og
á Kleppsvík í 8—9 ár og ekki
sýndur sami sómi og b.v. Sólborg.
Mun þó hafa verið allsæmilegt
skip, og búið að kosta ríkissjóð
drjúgan skilding.
Með öðrum orðum hefur sölu-
verð þessara þriggja skipa engan
veginn nægt til þess að dekka
þennan kostnað sem orðinn er á
VÍKINGUR