Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1969, Blaðsíða 41
hverskonar áfalli. Eitt var líka alveg- víst, að ef stríðið hefði aldrei komið og hann ekki verið í burtu árum saman, hefðu þau lifað hamingjusömu lífi saman til æviloka. — En nú höfðu þessir vitlausu tímar orsakað að hann taldi sér trú um að hann elskaði þessa Marciu og hélt sig ekki eiga annars kost en að giftast henni. Bara ef hún gæti komið honum í skilning um að allt þetta væri misskilningur og að tilfinningar hans til Marciu væru stundar fyrirbrigði, sem aldrei gæti bætt það, sem hann ætlaði að kasta frá sér! En ástandið krafðist sannar- lega varfærni. Hann var ábyggi- lega viðbúinn því, að hún reyndi að öllum mætti að aftra þessu. Einnig hafði hann gert sér hug- myndir um hvernig hún myndi skírskota til, hvað aumingja börnin þeirra myndu líða, hans vegna og að hún myndi segja að hann hafi kramið hjarta hennar í sundur. Það var heldur ekki ómögulegt að hann hafi horfst í augu við þann möguleika, að hún reyndi að veiða hann til sín aftur. Allt þetta hafði hún nú séð fyr- ir og var tilbúin að mæta, og hún skildi að ekkert af þessu myndi koma henni að gagni, heldur að eins gera hana þrárri. Hún varð því að finna uppá einhverju öðru, sem kæmi honum á óvart. — í fyrra skiptið vann ég hann, þrátt fyrir fjölda keppi- nauta, sagði hún við sjálfa sig. Ég verð að leika það einu sinni enn.... Ég má umfram allt ekki sleppa mér, heldur láta tímann vinna. Þá hlýtur hann að sjá að allt þetta er hreinn misskilning- ur. Þegar hún kom niður í and- dyrið, rúmum klukkutíma síðar, gekk hún glaðlega á móts við hann og bað hann að afsaka að hún hafði látið hann bíða. — Þú ræður hvort þú trúir því, sagði hún, — en ég sofnaði bara. Hún þóttist mega leyfa sér smá- skrök í svona óvenjulegu tilfelli. YlKINGUR Hann horfði á hana svo þreytt- um augum, að það var eins og hann hefði ekki sofið vikum sam- an. — Er það virkilega? Það var ekki aðeins undrun í málrómnum, heldur líka hreimur af særðu stolti. — Hann leit á hana frá toppi til táa. Hún vissi að kjóllinn féll vel að henni og á handleggnum bar hún hina fínu útsaumuðu kápu, sem hann hafði sent henni frá Indlandi. — En hvað þú lítur vel út, Sally! — Ég þakka! — Við skulum fá okkur drykk og brauðbita hér, sagði hann. — Svo getum við borðað kvöldverð eftir leikhúsið. Ég er annars hræddur um að við höfum misst af fyrsta þætti. Hún hneigði sig til samþykkis^ og stakk hendinni undir handlegg hans og fann að henni óx kjark- ur. Hún var mjög ræðin á meðan þau drukku vínið og borðuðu brauðið. Sagði honum allar grín- sögur, sem hún hafði heyrt síð- ustu dagana, einnig dálítið af bæjarslúðri. Var ástleitin í aug- unum, en gætti þess þó að á milli þeirra væri hæfilegt bil, í litla sófanum. Hún minntist á börnin, svona meðal annara orða, eins og það væru smárollingar, sem hvor ugt þeirra þekkti neitt að ráði. Og eftir dálitla stund hughægð- ist honum svo að hann var í ljóm- andi skapi þegar þau fóru í leik- húsið. Þau voru svo heppin að fá miða á óperettu, sem var fjörug og skemmtileg, músikin hávaðasöm en góð. Hana langaði til að halda í hendina á honum. . . . eins og í gamla daga, en hún hélt höndun- um samanlögðum í kjöltu sinni. Hún gaut augunum til hans und- an augnhárunum öðru hvoru og sá að hann horfði meira á liana heldur en það sem fram fór á leiksviðinu. Þegar þau komu út var hún raulandi eitt af stefunum úr leiknum. Það var kalt en stjörnu- bjart. Úti var fjöldi fólks og mik- il keppni um bílana er stóðu úti fyrir leikhúsinu. Sterkvaxinn sjómaður gekk í áttina til Sally. — Eigum við að koma eitthvað og fá okkur snúning, dúfan? sagði hann. — Seinna, takk, sagði hún og brosti til hans. Ted, sem hafði vikið sér frá til að reyna að ná í bíl, kom nú í flýti og var svipþungur. Þegar sjómaðurinn varð var við tilveru hans, flýtti hann sér í burtu. Hann tók húfuna, blikkaði Sally og hvarf í mannhafið. — Það er svona nokkuð, sem ég get ekki liðið við London, sagði Ted, reiður. — 0, þetta getur nú alveg eins skeð heima. — Heldurðu ekki að það sé bezt að þú leiðir mig, við gætum annars hæglega tapað hvort af öðru í mannþrönginni. Einmitt, þú vilt ekki að við töp- um hvort af öðru, hugsaði hún. — En að skilja við mig — það viltu. Það var næstum því kald- hæðið. Þegar þau komu aftur á hótel- ið, gekk hún að afgreiðsluborð- inu, til að vita hvort nokkur orð- sending lægi þar til hennar. — Jennifer kvaldist nefnilega af hlustaverk þegar ég fór, sagði hún. — Hún hefur eiginlega aldrei verið frísk, síðan hún fékk skarlatsóttina. Ted varð hugsi. — Það vissi ég ekkert um, sagði hann. — Nei, ég vildi ekki gera þig hi-æddan. — Var hún mjög veik? — Já, hún var ansi slæm í þrjár vikur. Ég fékk því miður ekki að heimsækja hana í sjúkra húsið, því þetta var rétt áður en Ted fæddist, svo það hefði ekki verið gott, ef ég hefði smitast. Þegar þau komu inn í veitinga- salinn var hljómsveitin að leika háværa rúmbu. Ted pantaði borð og hjálpaði henni úr kápunni. .. — Mér skilst að margt hafi gerzt, sem ég hefi ekki haft hug- mynd um, af því að þú hefur leynt mig því. 85

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.