Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Qupperneq 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Qupperneq 3
Nokkur orð um öryggismál sjómanna EFTIR ini'STi:i> sti:f \>-.ss«>. í tilefni af því, að nú hefur verið skráð á flest þau fiskiskip, sem héð- an verða gerð út á yfirstandandi vertíð, hefi ég ákveðið að fylgja þeim í huganum út á miðin, og þá um leið fara nokkrum orðum um öryggismál sjómanna. Eins og flestum sjómönnum hér er kunnugt, þá misstum við Vest- mannaeyingar einn ágætan mann á s.l. sumri, Runólf Jóhannsson, en hann hafði um tugi ára starfað fyr- ir Skipaskoðun ríkisins af vand- virkni og samvizkusemi. (Vanþakk- látt ábyrgðarstarf). Ekki finn ég mig mann til að skrifa nein sérstök eftirmæli um Runólf. Þó væri vissu- lega af nógu að taka. Aðeins mun þó fátt eitt nefnt hér. — Runólfur var snilldarsmiður, og munu verk hans um langan aldur geta sannað það. Hann var vakandi og sofandi áhugamaður um öryggismál sjó- manna og margar stundir mun hann hafa hugleitt þau bjargtæki, sem sjómönnum er ætlað að nota á hættustund. Honum tókst, meðal annars, að smíða umbúðir utan um gúmmíbjörgunarbáta; sem báru af því sem þá þekktist. Svona mætti vissulega lengi telja, en síðast en ekki sízt var honum sjómennskan í blóð borin og fáum trúi ég að hafi verið ljósari þýðing sú er sjó- mennskan hefur fyrir þjóðlíf okkar, og þá um leið að hlutirnir þurfa að vera í lagi ef vel á að fara. Persónulega var mér það ljóst í upphafi, að það hlaut að vera vandi að taka við starfi eftir slíkan mann. Til þess að það gæti blessast yrði ég að treysta á samvinnu og skilning þeirra manna sem sjó stunda og einnig þeirra, sem aka hér útgerðar- málum. Nú þegar fyrsta lota er afstaðin, verð ég að játa að ég hefi ekki orðið fyrir vonbrigðum, heldur hafa mikið í marsmúntiiii s.l. hirtist Jtcssi tfrein í Eyjablatfinu. Þótt areinin sé sltriiuó iyrst oy tremst tyrir Vestmanna- eyinya oy tímasett á vetrarvertíóinni, juí lítum viil svo á hér hjá Yíltinyi, aií yreinin eiyi erindi til allra sjómanna á hvaiia árstíma sem er oy töltum oltltur bessateyii að birta hana hér í blaiiinu. fremur allar undirtektir við kröfur mínar, sem allar hafa átt að vera til úrbóta, farið langt fram úr því sem ég hafði þorað að vona. Þegar ég hefi nú náð skýrslum af hverjum einstökum bát um bol hans og búnað, vél eða vélár, þá hika ég ekki við að fullyrða að bátafloti Vestmannaeyja er vel úr garði gerð- ur í heild, þó að fáein tilfelli gefi ástæðu til gagnrýni. Mun ég koma inn á það síðar. Það sem veldur því að viðhald flotans er betra nú, en áður, og mun vonandi fara enn batn- andi, tel ég að sé því að þakka, að sjómenn eru orðnir hlutgengari í út- gerð en áður, þeir hafa meira sjálf- ræði og frelsi um hvað gert er við bát þeirra og keypt af öryggistækj- um hverju sinni. En víkjum þá aftur að því sem frá var horfið. Gagnrýninni. Flestir þeir sjómenn sem nú má kalla komna af æskuskeiði, undrast stórlega breyt- ingar þær, sem orðið hafa nú hin síðari árin. Þá hafði sízt grunað, er þeir unglingar við landtöku, voru sendir fram í stafn í þoku og myrkri og hvers konar dimmviðri, til að horfa eftir landi, að sá tími kæmi, er þeir gætu séð land í 30—40 mílna fjarlægð, og um leið teiknað sjávar- botninn undir bátnum, án þess að opna glugga eða hurð á stýrishúsi. Þessum mönnum finnst stundum að hin gömlu og góðu hjálpartæki vera vanrækt vegna þess, hve treyst er á hin nýju og fullkomnu. Þeir hafa nokkuð til síns máls. Eða finnst þeim, sem til þekkja, að eins vel sé hirt um að rétta af áttavita nú og áður? Þær aðstæður geta þó skapast að réttur áttaviti sé nauðsynlegur og það sem helzt þarf að treysta á. Þá er einnig sýnilegt, að vegmælirinn þjónar ekki eins miklu hlutverki og áður. Ekki má gleyma því, að umgengni við akker og legufæri hefur hrakað og er fullkomin ástæða til að harma það, því enn er ekkert nýtt komið í staðinn fyrir þau. Það vita allir sem sjó hafa stundað, að góð akker sem fljótlegt er að grípa til, stóreykur öryggi skips og skipshafnar. Mun ég draga niður vandlætingartóninn og festa nokkur orð á blað í sambandi við gúmmíbjörgunarbátana. Ég vil sérstaklega benda á nauðsyn þess, að vanda umbúðir þeirra eftir beztu getu. Það skal haft í huga, að þetta eru dýr og vönduð björgunartæki, en eru fljót að verða einskisvirði við illa meðferð. Hætt er við því ef bát- ur nuddast eða blotnar í umbúðun- um, þá verði hann ekki það fleyti- tæki sem til er ætlast ef óhappið hendir. Það væri því góð regla að at- huga með ekki löngu millibili hvort báturinn er vel varinn í þeim um- búðum sem hann er geymdur í hverju sinni. Vissulega mætti skrifa endalaust um þessi mál, en þar eð þetta átti í upphafi bara að vera rabb, er þetta orðið nokkuð langt, því enda ég þetta með þeirri ósk, að sæfarendur megi heilir gleðjast yfir góðum afla- feng með ástvinum sínum í vertíðar- lokin. Hafstcinn Stefánsson. VÍKINGUR 207 L

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.