Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Síða 10
íslenzkum þegnum bæði á sjó og
í lofti, enda er mér kunnugt um,
að þeir sem sjá um framkvæmd
tilkynningarskyldunnar, hafi
kynnt hana öllum innlendum
björgunaraðilum, á ég þar sér-
staklega við björgunaraðila flug-
umferðastjórnarinnar, en þeim
mun ekki vera ljóst á hvern hátt
björgunarkerfi okkar á sjónum
getur orðið til hjálpar, ef flug-
vélar farazt í sjó. En við slík
slys á hafi, yrði sjóbjörgunar-
kerfið uppistöðuaðili um fram-
kvæmd björgunar ef mögulegt
væri. Til að það megi verða, má
að sjálfsögðu enginn vera skilinn
útundan um næga þekkingu á
björgunarstarfi okkar, svo að allt
megi farnast eins vel og nokkur
kostur er á.
Þegar við ræðum björgunar-
kerfið okkar, verðum við alltaf á
hverjum tíma að meta, hvort í
kerfinu eru nægbjörgunarskiptil
að veita flotanum það öryggi,
sem við teljum vera lágmark
hverju sinni miðað við heildar-
sjósókn.
Varðskipin hafa verið sem áð-
ur uppistaða björgunarskipanna.
Auk þeirra hafa Lóðsinn í Vest-
mannaeyjum, Goðinn,skip trygg-
ingafélaganna og Elding, borið
stóran þunga af þjónustu við
fiskiflotann.
Varðskipin héldu sig við strend-
ur landsins, þegar Goðinn hélt
með síldarflotanum norður í höf.
Öllum varð fljótlega ljóst að
meira öryggi varð til að koma á
hinum fjarlægu síldarmiðum. —
S j ávarútvegsmálaráðherra lýsti
því þá opinberiega yfir, að varð-
skipin yrðu útbúin skurðstofum
og send með lækni og viðgerðar-
menn á mið síldarflotans.
Þegar á átti að reyna og ekk-
ert bólaði á varðskipi á miðun-
um gengu fulltrúar FFSl á fund
dómsmálaráðherra og óskuðu eft-
ir því, að varðskip yrði þegar
sent á miðin eins og allir höfðu
reiknað með. Tók dómsmálaráð-
herra erindi FFSl mjög vel og
kvaðst mundu senda varðskip án
tafar. Hvað hann og gerði. Næsta
sumar á eftir kom sama tregðu-
lögmálið upp, en það tókst að
yfirstíga það eftir að fulltrúar
FFSl höfðu gengið á fundsjávar-
útvegsmálaráðherra, en samt
þurfti ríkisráðsfund að lokum til
að yfirvinna tregðulögmálið end-
anlega.
Við höfum nú kynnst því að
raun, hvaða þýðingu það hefur
að ríkið skuli geta veitt flota á
fjarlægum miðum það öryggi sem
öflugt varðskip með lækni getur
veitt. Þetta hefur fyrst og fremst
mikla þýðingu, þegar langt er frá
flotanum til allra landa. Af feng-
inni þessari reynslu megum við
vera bjartsýnir á það, að komi til
veiða í stórum stíl á fjarlægum
miðum í framtíðinni, þá getum
við treyst á skilning og skjótræði
stjórnarvalda, til að veita þeim
skipum, sem þar verða, það lág-
marksöryggi, sem aðstæður gefa
tilefni til.
En snúum okkur aftur að ör-
ygginu við strendur landsins. Þar
hafa nú þegar verið ýmsar blikur
á lofti.
Okkur rekur alla minni til þess,
þegar tryggingarfélögin hófu út-
gerð björgunarbáta. Þetta skeð-
ur á þeim tíma, þegar nótahasar-
inn var kominn í algleyming hjá
bátum yfir 100 tonn, sem voru í
frjálsri tryggingu. Ennfremur
skeður þetta á sama tíma sem
fiskveiðilandhelgin hefur verið
færð út í 12 mílur. En við þá
breytingu töpuðu litlu varðbát-
arnir okkar verulega gildi sínu
til löggæzlustarfa á 12 mílunum.
Eins og ykkur rekur minni til á
þingi FFSl fyrir fjórum árum,
blasti þetta einmitt við okkur, því
þá var næstum búið að selja
tryggingarfélögunum varðbátinn
ALBERT. Það tókst að koma í
veg fyrir þessa sölu, jafnframt
því, sem lýst var ótta við þó þró-
un, að útgerð björgunarskipa
færðizt á hendur einkaaðila. —
Þessi ótti var á rökum reistur,
því allar forsendur hans hafa
komið á daginn. Tryggingarfé-
lögin eru að gefast upp á útgerð
björgunarskips. Eldingunni hef-
ur verið lagt, og Landhelgisgæzla
Islands hefur losað sig við björg-
unarbátana.
Landhelgisgæzlan hefur verið
dregin saman af þessum orsök-
um. Nú byggir hún gæzlu sína á
stórum skipum, sem eru það fá,
að þau geta ekki einu sinni gætt
12 mílnanna, því nú fara útlend-
ingarnir ekki inn fyrir einn og
einn, heldur í hópum.
Ekki er annað sjáanlegt en hið
opinbera þurfi nú að styrkja út-
gerð tryggingafélaganna ogverð-
ur þróun þessi þá komin í hring.
Hvað fjölda varðskipanna á haf-
inu viðvíkur má fullyrða, að með
þeim megi bæta það ástand, sem
ríkir á öryggi við strendurnar.
Nú á síðustu mánuðum hefur
það skeð æ oftar, að bátur sem
beðið hefur um aðstoð varðskips,
hefur þurft að bíða eftir varð-
skipinu jafnvel yfir 15 tíma. Þeg-
ar slíkt er farið að endurtaka sig,
þá er ástandið orðið ófært. Fj öldi
varðskipanna á hafinu er greini-
lega of lítill.
Við vitum allir um þann sparn-
að sem fjármálaráðuneytiðkrefst
nú af opinberum stofnunum. —
Fjármálaráðuneytið sækir án efa
fast að Landhelgisgæzlunni að
draga saman rekstur sinn. En
hitt vitum við ekki, hver svör
Landhelgisgæzlan hefur við kröf-
um um samdrátt. Við höfum
aldrei heyrt frá Landhelgisgæzl-
unni, hvað hún telji til öryggis á
hafinu, eða hvað hún þurfi mik-
inn rekstur til að viðhalda ein-
hverju ákveðnu öryggi. Það er
orðið tímabært að menn geri sér
grein fyrir því, að þegar fisk-
veiðilandhelgin er ekki nógu vel
varin og bátar þurfa endurtekið
214
VÍKINGUR