Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Side 30
„MARY DEARE‘
Myrkrið í vélarúminu séð af
efsta þrepi, var mollukennt og
blandað volgri olíulykt. Hrísl-
andi gufuhljóð gaf mér til kynna,
að vélarúmið væri ekki lengur
eins dautt og áður.
Ég flýtti mér svo, að ég áttaði
mig ekki fyrr en ég var kominn
niður á járngólf vélarúmsins og
hentist áfram fleiri metra áður
en ég stöðvaðist á járnrist.
Þegar ég reis. upp og greip and-
ann á lofti, heyrði ég gufuhljóð-
ið ennþá sterkara og sá að stimp-
ilstengurnar og sveifarásar, slógu
giampa á umhverfið, með vax-
andi hraða og slögum, sem sveif-
arásarnir töldu, taktfast og ró-
lega, en gáfu til kynna hreyfingu
og afl.
Ljósavélin var tekin að suða
og glóð komin á perurnar, þegar
hún herti á sér urðu ljósin skær-
ari þar til þau allt í einu fengu
fulla birtu.
Það lýsti af kopar og stáli og
vélarúmið var orðið lifandi lífs-
kraftur.
Patch stóð á vélsímastallinum.
Ég reikaði hálfvankaður milli
tveggja smursamstæða.
„Vélin", hrópaði ég. — Vélin
hreyfðist. Ég var yfirspenntur,
því að ég hélt þá, að við mund-
um klára okkur af að ná beint til
hafnar.
En hann hafði þegar lokað fyi
ir gufuna, stimpilslögiin urðu
hægari og vélin stöðvaðist.
„Standið ekki þarna aðgerðar-
laus“, hrópaði hann. „Farið og
kyndið. Við verðum að ná þrýst-
ingnum upp eins og mögulegt
er“.
Ég leit á hann og sá í fyrsta
sinn mann, sem hafði tekið mál-
in í sínar hendur.
En það er harla erfitt að kynda
núna og jafnvel hættulegt fyrir
óvaning eins og mig. Hreyfingar
skipsins voru snöggar og óreglu-
legar og ég missti iðulega vald
234
FRAMHALDSSAGA
yfir skóflunni og kolin þeyttust
í allar áttir og hittu ekki eldhol-
ið, en ég slengdist ýmist á ketíl-
inn, eða á Kolaboxin.
Ég vissi ekki hve lengi ég stóð
þarna og hamaðist við kynding-
una, þegar hann kom til mín, en
mér fannst það óratími.
Ég sá hann ekki koma, því öll
mín eftirtekt var bundin við
kyndinguna; ég sleppti varla aug-
unum af glóandi eldholinu og
beitti öllum hugsanlegum við
brögðum til að standa klár af
veltingnum, svo ég færi mér ekki
að voða.
Hann tók þéttingsfast í hand-
legg minn, og þegar ég leit upp
stóð hann álútur yfir mér.
Ég rétti úr mér löðrandi af
svita og greip andann á lofti.
„Ég hefi komið dælunum í
gang, sagði hann. Ég kinkaði að-
eins kolli.
„Ég hefi verið uppi á stjórn-
palli, hélt hann áfram; „fram-
stefnið er alltaf öðruhverj u í kafi
og á hverju augnabliki geta skil-
rúmin brostið.
„Munduð þér ekki heyra í vél-
símanum hingað fram?“
„Ég veit ekki“, svaraði ég, —
en ég býst þó frekar við því“.
Hann tók mig með sér aftur í
vélarúmið, sýndi mér gangsetn-
ingarhjól vélarinnar og talrörið
upp í stjórnpallinn.
„Nú fer ég upp, en þér haldið
áfram við kyndinguna, eins og
orkið. Ég hringi vélsímanum. Ef
þér heyrið, það ekki, skuluð þér
koma í talrörið eftir nokkrar
mínútur. 0. K. ?
Hann hraðaði sér upp úr véla-
rúminu, en ég sneri aftur fram
í kyndistöðina. Ég var orðinn
stirður í baki og handleggjum og
varð að þvinga mig til að hefja
kolamoksturinn á ný.
Ég var orðinn örþreyttur og
hugleiddi hversu lengi ég gæti
haldið þetta út.
Gegnum snarkið frá eldinum og
dæluslögin úr vélarúminu, heyrði
ég að vélsíminn hringdi.
Ég lokaði eldholinu og gekk
aftur í vélarúmið. Vísirinn á vél-
símanum stóð „Fulla, ferð áfram“.
Ég sneri hjólinu, sem opnaði eim-
ventla vélarinnar, og í fyrsta
skipti skynjaði ég 'þá unun og
stolt, sem vélstjóri hlýtur að
finna. Þegar gufan þrýstir sér
hvæsandi inn á stimplana, vélin
tekur að hreyfast með taktföstum
slögum og vaxandi orku.
Hjarta skipsins hafði lifnað á
ný og það var ég, sem hafði kom-
ið því í gang! Ég var gripinn
fögnuði, og þegar ég greip kola-
skófluna og fór að moka aftur
inná eldinn fannst mér hún
óvenju létt. Þrátt fyrir þreytu-
verki í handleggj unum hafði ég
aftur öðlast sjálfstraust og bar-
áttuþrek.
Ég hafði reiknað út, að hægt
mundi vera að gangsetja vélina
á tíu mínútna fresti og að það
tæki þrjár mínútur að ná skip-
inu upp í vindinn. Á þessum fáu
minútum mundi gufuþrýsting-
urinn hrapa niður, og aðeins með
því að hamast við að kynda næð-
ist þrýstingurinn upp aftur áður
en næst kæmi skipun frá stjórn-
palli.
Klukkan 1530 kallaði hann mig
upp til að taka stýrið.
„Hafðu gætur á sjórokinu,
sagði hann. „Það sýnir vindátt-
ina; settu stefnuna nákvæmlega
upp í vindinn. Ef það skakkar
einu striki, mun skuturinn sam-
stundis sveifla skipinu undan.
Notaðu stýrið frá því augnabliki,
er vélin fer í gang og gleymið
ekki að með því heldur skipið
stefnunni í allt að fimm mínút-
um eftir að vélin hefir stöðvast.
Þarmeð var hann horfinn og
ég stóð aleinn við stýrið.
Það var þægilegur léttir í að
standa þarna með ekki þyngra að
handleika en stýrishjólið.
VÍKINGUR