Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1970, Blaðsíða 34
um í sjónhæð og tók mið af eín- hverju aftan við okkur. Ég stóð allan tímann við stýr- ið, streittist við að halda skipinu tíu gráður í austur af norðri, og braut heilann um hvern fjárann maðurinn meinti með að sigla skipinu svona beint á skerin. Mig svimaði og mér leið bölv- anlega, en ég þorði ekki annað en að halda þeirri stefnu, sem ég hafði fengið skipun um. Ég þótt- ist vita, að við værum komnir inn á milli klettanna, og að ef ég réyndi að snúa skipinu núna, þýddi það bráðan dauða. Gegnum gluggana, gegnum hvíta hringiðuna grillti í útlínur margra kletta, fjölda af þeim, færðust nær og nær hverja mín- útuna sem leið. „Stýrið nú beint í norður“. Röddin var framvegis róleg, þrátt fyrir að við hefðum ekki annað fyrir augum en öldurnar, sem risu og hnigu og þeyttu hvít- löðrandi hafrótinu yfir blind skerin. Einstakur klettur var kominn í nálægð okkar, og nú, þegar skipið bar hratt í áttina til hans, var hann aftur kominn að hlið mér: „Nú skal ég taka stjórnina". Það var einhver óvenjuleg mildi í málrómnum og ég sleppti stýrinu án þess að spyrja neins, andlit hans bar furðulega ákveð- inn svip, líktist því að hann hrærðist nú í eigin heimi óháðum öðrum mannlegum verum. Og þar með tökum við niðri. Ekki með hnikk, heldur hægt og mjúklega, með urgandi hljóði þar til skipið stanzaði og ég skjögraði áfram og þrýstist þétt upp að brúarþiljunum. Skipið var algerlega stöðvað og frá kili þess fann ég smá titring, sem barst upp í gegnum skips- skrokkinn. Augnablik virtist skipið losna á ný og reika áfram smáspöl, en svo tók það aftur niðri og sat fast með óþægilegum hnykk. Vélin hélt áfram að snúast. Það var eins og hjarta þessarar ólukkufleytu neítaði að sætta síg við dauðann. Þetta voru ólýsanleg augna- blik. Patch stóð áfram eins og stein- gerfingur við stýrið og starði fram fyrir sig með ákveðnum svip. Hnúarnir voru hvítir af hinu fasta taki hans á stýris- handföngunum. Allt leit út eins og fyrir utan gluggana sáum við að stefnið var í kafi eins og áður og að bylgj- urnar ultu yfir það. Ekkert hafði breytzt annað en að við lágum hér í ró og, að því er virtist í næði. Ég skalf, þegar ég strauk kaldann svitann af enninu. Nú lágum við botnfastir á Minquiers. Mér fannst sem að nú væri öllu lokið, og ég sneri mér við og leit á hann. Hann virtist utan við sig; augun voru star- andi og hann var náhvítur í fram- an. „Ég gerði eins og ég gat, hvísl- aði hann. „Það veit Guð, að ég gerði allt, sem ég gat, endurtók hann hærra. Það var engin yfirborðs- mennska í röddinni. Orðin komu frá einmana manni, þrautpínt- um á sál og líkama. Hann sleppti lbks taki sínu á stýrinu, eins og nú væri stjórn hans á skipinu þarmeð lokið. Hann sneri sér við og reikaði óstöðugum skrefum inn í korta- klefann, eins og svefngengill. Ég herti mig upp, fylgdi á eft- ir honum. Hann stóð álútur yfir sjókort- inu og leit ekki upp. Brotsjór skall á skipshliðinni og náði upp á gluggann á Kortaklefanum, svo að dimmt varð inni. Þegar hann fjaraði út tók hann leiðarbókina, greip blýant- inn og byrjaði að skrifa. Þegar hann var búinn, skellti hann henni aftur og rétti sig upp eins og hann hefði skrifað „endir“ við kapítula í lífi sínu. Augu hans flöktu í kring þar til þau mættu mínum. „Mér þykir fyrir því“, sagði hann. Ég hefði átt að segja þér hvað ég ætlaðíst fyrir. Það reið á, að nota sér sjávarfallið á rétt- um tíma. „En við hefðum getað sett stefnuna á St. Malo“, sagði ég. En nú fannst mér ég vera eins ruglaður og heimskur og áður. Ég skildi hann ekki. „Ef við hefðum beðið svo lengi sem tvær klukkustundir í viðbót, og rekið til norðurs, beint á skerin“, sagði hann og ýtti sjó- kortinu til mín“. „Lítið sjálfur á ... . Okkar einasta lífsvon var, að sigla skipinu í strand hér“. Hann benti með blýantinum á staðinn, þar sem skipið var nú statt. Það var um eina sjómílu suð- ur af stærsta skerjaklasanum, og dýpið var rúmir tveir faðmar við fjöru. „Kletturinn á bakborðsbóg er Grune á Croe, 36 fet yfir sjávar- mál, og sennilega getið þér séð Maitresse Isle á stjórnborða. Hann nam staðar með blýant- inn við hæzta punktinn austan við skerin. „Um fjöru ætti að vera tiltölu- lega gott skjól hérna.“ Já, það var það. Hann lagði frá sér blýantinn, rétti úr sér og neri augun. „Ég held bara að ég fái mér smáblund“. Hafði ekki fleiri orð, en var farinn. Ég heyrði fótatak hans út úr stýrishúsinu og niður stig- ann, en ég mælti ekki orð og reyndi ekki að stöðva hann. Ég var líka of þreyttur til að spyrja neins. Mig verkjaði í höfuðið og þeg- ar hann minntist á svefn, fann ég að það, sem ég þráði mest af öllu, var að loka augunum og hverfa frá heiminum“. Ég nam staðar á leiðinni gegn- um stýrishúsið og leit yfir eyði- legt úfið hafið með ótal blind- skerjum og boðum. Það var und- arleg tilfinning að standa þarna við stýrið, finna vélina hreyfast undir fótum manns og vera strandaður á einum versta stað í brezka kanalnum. Allt hér inni virkaði svo eðlilega. Það var VÍKINGUR 238

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.