Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 8
HIN ALDNA KEMPA Egill Þorgilsson er fæddur að Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu 5. ágúst 1895. Egill var fjórða barn hjónanna Þorgils Friðrikssonar, bónda, og konu hans Halldóru Sigmundsdóttur, en þau hjón eignuðust 14 börn. Móðir Egils lézt nokkru eftir fæðingu síðasta barnsins. Um 5 ára aldurs var Egill tek- inn í fóstur til hjónanna Guð- mundar Friðrikssonar og Ólafar Magnúsdóttur að Víghólsstöðum á Fellsströnd. En Guðmundur var föðurbróðir Egils. Þau hjón bjuggu stóru búi og var Guð- mundur talinn vel efnaður. Þau voru barnlaus og tóku, auk Egils, annan dreng í fóstur. Egill ólst upp að Víghólastöð- um, fram að 14 ára aldri, við hin almennu sveitastörf. En hugur hans stóð til annars, en að hugsa um kýr og kindur og því var það að um 14 ára aldurs hélt hann burt úr sveitinni, hélt suður og stoppaði ekki fyrr en í Hafnar- firði. En þangað hafði hann ver- ið ráðinn til náms í bókbindun. Hinn ágæti bókbindari, sem hann hóf námið hjá, var þó ekki við eina fjölina felldur, því á sumrin var hann skútuskipstjóri. Egill fór með honum í tvö sumur til sjós og var því aldrei nema tvo vetur í bókbands-lærdómnum, því það æxlaðist þannig að hann hélt sig við sjóinn. Egill er á skútum og mótorbát- um til ársins 1914, eingöngu á skaki. Ekki var Egill hrifinn af skútuævinni þó þettaværudásam- leg sjóskip og þá sérstaklega þeg- ar þeim var lagt „til“ í roki. Hann var lítill aflamaður á færi, en sá fiskur sem hann dró var vænn. Eitt sinn var Egill á kútter Sigríði, en þar var þá skipstjóri Guðmundur Guðnason og stýri- maður Björn í Ánanaustum. Skip- stjórinn hafði það fyrir sið að ef karlarnir voru ekki uppi þegar fiskur fékkst, fór hann niður í lúkar og særði karlana til að koma upp. Eitt sinn voru þeir staddir á skaki í Breiðubugtinni. Egill fékk ekki bein úr sjó þó hin- ir drægju vel, allt í kringumhann. Hann sá, að þetta þýddi ekkert, gerði upp færið, fór niður í lúkar og lagði sig. Eftir smá stund kem- ur skipstjórinn æðandi niður með fulla fötu af sjó og hellir yfir Egil. Við þetta verður Egill ösku vondur, rýkur upp á dekk og byrjar að skaka. Og það var ekk- ert annað en að hann byrjar að draga fisk og hefur aldrei fyrr né síðar verið jafn aflasæll. Egill minnist fæðisins um borð í skútunum, sem var lélegt. Þá hafði hver sinn skrínukost, sem þeim var úthlutað áður en hver „túr“ hófst. Var þess sérstak- lega getið í viðskiptabókinni, sem hver maður hafði, hversu mikið hverjum væri úthlutað. Á hverju vori, allt til ársins 1914, fór Egill austur til Norð- fjarðar og reri á mótorbátum hjá Sigfúsi Sveinssyni. Aðalsam- gönguleiðin á milli staða á Is- landi var þá sjóleiðin. Þá var lítið um fyrsta og annað farrými, enda ekki nema fyrir ríkustu menn að veita sér slíkan lúxus og því var lestin notuð fyrir lýðinn. Ekki var ganghraði skipa mikill á þeim dögum, sérstaklega ef um mótbyr var að ræða. Egill minnt- ist þess að eitt haustið fór hann frá Norðfirði til Reykjavíkur með skipi sem hér Polux og tók ferðin 16 daga. Árið 1914 fer Egill til Noregs og ræður sig þar sem háseta á VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.