Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 7
Að síðustu mun ég enda þess- ar hugleiðingar mínar með því að ræða tvö frv. um fiskiðnskóla, er lögð hafa verið fram á Álþingi. Annað frv. er um fiskiðnskóla, flutt af Ingvari Gíslasyni og Jóni Skaftasyni, en hitt er frv. umfisk- iðnskóla í Vestmannaeyjum, er Guðlaugur Gíslason flytur. Þar sem ég tel eðlilegt, eins og fram kom hér að framan, varðandi stýrimannafræðsluna, að ákvæði um sama efni og hér er, eigi að vera í einum lögum, og ætti því frv. Guðlaugs Gíslasonar að efni til að færast yfir til frv. Ingvars og Jóns, og mun ég því aðallega ræða frv. þeirra, þar sem það nær lengra en frv. Guðlaugs. 30. apríl 1964 samþykkti Al- þingi þingsályktun um stofnun og starfstilhögun almenns fiskiðn- skóla í landinu. Var síðan skipuð nefnd, alls tíu manna, Fiskiðn- skólanefnd, til að vinna að þessu máli. Formaður nefndarinnar var Hjalti Einarsson efnafræðingur, aðrir nefndarmenn voru: Berg- steinn Á. Bergsteinsson fiski- matsstjóri, Margeir Jónsson út- gerðarmaður, dr. Sigurður Pét- ursson gerlafræðingur, dr. Þórð- ur Þorbjarnarson forstjóri Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Tryggvi Jónsson forstjóri niður- suðuverksmiðjunnar ORA í Kópavogi, Leó Jónsson síldar- matsstjóri, Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri Inðaðarmála- stofnunar Islands og alþingis- mennirnir Jón Árnason og Jón Skaftason. Fiskiðnskólanefnd sat að störfum í um tveggja ára skeið, og skilaði áliti sínu til rík- isstjórnarinnar í desember 1966, og var niðurstaða nefndarinnar aðallega að leggja til við ríkis- stjórnina að stofna skyldi sér- stakan fiskiðnskóla, er hefði það markmið að veita fræðslu í iðn- VlKINGUE greinum fiskiðnaðar og útskrifa fiskvinnslufræðinga. Þetta frv. þeirra Ingvars Gíslasonar og Jóns Skaftasonar er óbreytt eins og tillögur þær, er fiskiðnskóla- nefnd lagði fyrir ríkisstjórnina. Hlutverk skólans samkv. frv. skal vera að veita fræðslu í fisk- iðngreinum og útskrifa fisk- vinnslufræðinga. I lögum þessum nær orðið fiskur, eitt sér og í samsetningu, yfir allan fisk, þar með talin síld, en að auki krabba- dýr og skeldýr. Skólinn skal vera sjálfstæð stofnun undir yfirstjórn ráðherra. Ráðherra skipar 8 menn í skólanefnd til 4 ára í senn og jafnmarga til vara, og hefur nefndin á hendi stjórn skólans. Sjö nefndarmenn skulu tilnefndir af þar tilteknum aðilum samkv. 4. gr. frv., en ráðherra skipar einn nefndarmanna án tilnefning- ar, og skal hann vera formaður skólanefndar. Ráðherra skipar skólastjóra og kennara, að fengn- um tillögum skólanefndar. Skól- inn skal vera á Suðvesturlandi. Um markmið skólans segir í III. kafla frv., að afloknu prófi úr skólanum hafi nemendur öðl- ast undirstöðukunnáttu, bóklega og verklega, til þess að geta tekið að sér verkstjórn, eftirlitsstörf, matsstörf, verkþjálfun, vinnu hagræðingu, stjórn fiskvinnslu- véla og önnur hliðstæð störf í fiskiðnaðinum. Framhaldsdeild- ir skulu starfræktar í sérgrein- um fiskiðnaðarins, svo sem nið- ursuðu, síldar- og fiskmjölsfram- leiðslu o. s. frv. eftir því sem skólanefnd telur ástæðu til. Skólatími skal vera full tvö ár, þar af sex mánuðir verkleg þjálf- un í starfandi fiskiðjuveri eftir reglum, er skólanefnd setur. Verklega þjálfunin fari fram að sumri til, þrír mánuðir í upphafi skólatímans og þrír mánuðir á milli bekkja. Umsækjendur skulu vera fullra 17 ára, og hafa gagnfræðapróf eða hliðstæða bóklega menntun. Helztu bóklegar námsgreinar skulu vera: Fiskvinnslufræði, sem nái yfir greinar fiskiðnaðarins og vélbúnaðar hans, gæðaeftir- lit og fiskmat, reikningur og rekstrarbókhald, efnafræði, eðlis- fræði, fiskfræði, gerlafræði, vinnurannsóknir, verzlunarlanda- fræði, lög og reglur um fisk- vinnslu og fiskmat, og að auki aðrar námsgreinar, sem skóla- nefnd telur ástæðu til að kenna. Helztu verklegar námsgreinar skulu vera: Meðferð á nýjum fiski, ísun, flökun, frysting, sölt- un, síldarsöltun, herzla reyking, niðursuða, framleiðsla fiskrétta, lifrarbræðsla, fiskmat, vinnu- rannsóknir, og að auki aðrar námsgreinar, sem skólanefnd tel- ur ástæðu til að kenna. Nánari ákvæði um starfsemi skólans skulu sett með reglugerð, og allan kostnað við skólann skal greiða úr ríkissjóði, og fái nem- endur ókeypis skólavist. Frv. Guðlaugs Gíslasonar er ekki eins nákvæmt eins og frv. þeirra Ingvars og Jóns um starf- semi skólans. Þó gerir Guðlaugur ráð fyrir að skólatími skuli vera 3 ár, og að skólanefnd skuli vera skipuð 3 mönnum, og að skólinn starfi í Vestmannaeyjum. Tilgangur minn með hugleið- ingum þessum var sá að kynna fyrir lesendum Víkingsins, þessi lagafrv. sem nú liggja fyrir Al- þingi, og vona ég að mér hafi tekizt að upplýsa það sem mestu máli skiptir, þó sannarlega hefði þurft að hafa þar um lengra mál, sem þá mun bíða betri tíma, ef ástæður kynnu að leyfa. 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.