Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Side 12
„PINRO“ og sfttrfsemi hennor Tölvudeild „Pinro“ annast úrvinnslu úr niðurstöðum rannsókna fiskifræðinga fyrir áætlanastofnanir. Rannsóknastofnun í haf- og fiskifræði heimskautasvæða (PINRO) var stofnuð árið 1934. Áður höfðu Rússar farið í heim- skautaleiðangur á skipinu „And- rei Pérvoznanní“ og hófu þar með rannsóknir sínar á norður- hjara. Fyrsta árið unnu innan við 100 manns við stofnunina. Nú á PINRO 14 rannsóknarstofur og þar vinna um 700 manns. Aðal- verkefni stofnunarinnar eru fiskirannsóknir, athuganir á dreifingu og magni fisks í norð- urhöfum og þörungarannsóknir, eða með öðrum orðum fiskimiða- leit fyrir fiskveiðafyrirtæki í norðri. Á grundvelli rannsókna sinna gerir stofnunin grein fyrir veiðihorfum fyrir fiskiðnaðinn og áætlanagerðir bæði til stutts tíma (mánaðarlega), langs tíma (1—IV2 ár) og framtíðarhorfur (5—10—15 ár). Auk þess hannar teikni- og verkfræðideild stofn- unarinnar 20 gerðir fiskiskipa ár- lega, sem eru breytileg að gerð og stærð, og fiskvinnsluvélar og tæki, sem létta bæði veiðar og vinnslu fisksins. Á rannsóknarferðum sínum hafa vísindamennirnir við stofn- unina fundið ný fiskimið og nýj- ar tegundir nytjafiska. En vísindamennirnir láta sér ekki nægja að leita að fiskimið- um. Fiskveiðafloti norðurhluta Sovétríkjanna eykst stöðugt að stórum skipum, sem geta leitað á fjarlæg fiskimið. Það eru ekki að- eins stórfyrirtæki eins og t. d. „Sévriba" (Norðurfiskur) sem eignast slík skip. Lítil fiski- mannafélög á ströndum Kóla- skaga hafa líka keypt þau. Þess vegna er unnið að því í rann- sóknarstofum PINRO að smíða ný veiðitæki til fiskveiða á mjög miklu dýpi. M. a. er verið að prófa nýja gerð af botnvörpu, sem á að auka veiðarnar um 25— 30%. Vísindamennirnir veita fiski- mannafélögunum á Kólaskaga mikla aðstoð. Eftir 1960 fóru fiskimannafélögin að stunda fisk- veiðar í fjarlægum úthöfum auk heimamiða. Aðstoðin felst eink- um í því að leiðbeina um val fiski- miða á úthöfum, tímabil eða árs- tíðir til veiðanna og auk þess um nýjar veiðiaðferðir. Auk þess unnu vísindamennirnir að rann- sóknum í grennd við Túlomsk lónið (norð-vestur af Kólaskaga) og í stærsta stöðuvatninu á Lo- vozerskaga fyrir skömmu. Eftir þessar rannsóknir gátu vísinda- mennimir ráðlagt fiskimönnun- um um veiðar ýmissa fiskiteg- unda eins og vatnasíld, sjóbirting og lax án skaða fyrir stofnana. Vísindamennirnir við stofnun- ina hafa séð um prófun ýmissa fiskvinnsluvéla og -tækja, sem vinna þorsk, vatnableikjur, loðnu og fleiri fisktegundir. Mörg fiskimannafélög hafa að ráðum PINRO keypt nýjar vélar, sem flaka og fullverka þorsk og karfa og sjálfvirkar flokkunarvélar, sem flokka fiskinn eftir tegund- um. Síðan 1950 hefur PINRO unnið að því, að flytja lax og hnúðlax lengst úr austri í árnar á Kola- skaga og fá þá til að aðlagast líf- VÍKINGUB 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.