Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 5
Þessa mynd tók Gunnar frá Reynisdal árið 1930. Þarna sjást í Reykjavíkurhöfn „Clementína“, sem þá hét „Barðinn“. Auk togarans er þar frönsk fiskiskúta og svo vitanlega kolaskip. Þau voru daglegir gestir í höfninni í þá daga. um skipun skólanefndar Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans, nema að ráðherra skipar einn mann í nefndina án tilnefningar, eins og verið hefur, og skal sá nefndarmanna vera formaður nefndarinnar, en núverandi ákvæði voru að ráðherra valdi einn nefndarmanna sem formann. Samband veitinga- og gistihúsa- eigenda, Félag matreiðslumanna, Félag framreiðslumanna og Mat- sveinafélag Sjómannasambands fslands tilnefna hvort einn mann í skólanefndina. 1 3. gr. er getið um hlutverk skólans, sem skal vera: Að veita bóklega fræðslu þeim, sem nema vilja matreiðslu til sveinsprófs, sbr. lög nr. 68/1966 um Iðnfræðsiu. Að veita fræðslu þeim, sem ætla að gerast matsveinar á fiski- skipum og flutningaskipum, og veita fræðslu þeim, sem ætla að gerast brytar á farþega og flutn- ingaskipum sbr. lög nr. 50/1961, um bryta og matreiðslumenn á kaupskipum og fiskiskipum. Að starfrækja framhaidsdeild fyrir þá, sem ætla sér að gerast umsjónarmenn í veitingasölum og yfirmatreiðslumenn. Að veita fræðslu öðru starfs- fólki á hótelum og veitingahús- um, en um getur hér að framan, svo og þeim sem hyggjast starfa við hliðstæð störf á farþegaskip- um og flugvélum. Ennfremur er skólanum heimilt að starfrækja deild eða efna til námskeiða fyrir matráðskonur. Þá er skólanum og heimilt, með samþykki ráðuneytisins, að veita fræðslu nemendum skyldra iðn- og starfsgreina, svo sem í brauða- og kökugerð og kjötiðnaði. Skólinn getur, með samþykki ráðuneytisins haldið námskeið ut- an Reykjavíkur, ef henta þykir. I 5. gr. frv. er ráðherra veitt heimild til að ákveða, að skólinn starfræki veitingahús og/eða hótel, af hæfilegri stærð. Nefnd- in, er frv. samdi, telur að stór- auka þurfi alla verklega kennslu í skólanum, en slík kennsla er mjög kostnaðarsöm, nema hægt VlKINGUR sé að selja það, sem framleitt er. Til þessa hafa möguleikar skólans verið mjög takmarkaðir í þeim efnum. Telja verður að við fram- kvæmd þessarar gr. hljóti skól- inn að flytjast úr Sjómannaskóla- húsinu. f 6. og 9. gr. frv. segir að ráð- herra skipi skólastjóra að fengn- um tillögum skólanefndar, og fasta kennara að fengnum tillög- um skólastjóra og skólanefndar. Um menntun skólastjóra og kenn- ara fer eftir reglugerð, sem ráðu- neytið setur að fengnum tillög- um skólastjóra, skólanefndar og iðnfræðsluráðs, og skal í reglu- gerðinni vera nánar kveðið á um starfsemi skólans, kennslutíma, námsefni og fleira. Skal hugleiðingum um Hótel- og veitingaskóla íslands vera lok- ið að sinni, og sný ég mér að frv. um Stýrimannaskólann í Reykja- vík, en það er stjórnarfrv. Menntamálaráðuneytið skipaði 13. júlí s.l. 3ja manna nefnd til endurskoðunar á lögum um Stýri- mannaskólann í Reykjavík. 1 nefndinni áttu sæti þeir Jónas Sigurðsson skólastjóri, sem var formaður, Sigurður J. Bríem full- trúi í menntamálaráðuneytinu og Garðar Þarsteinsson stýrimaður, tilnefndur af Farmanna- og fiski- mannasambandi fslands. Nefndin samdi frv þetta, sem ætlað er að koma í stað laga nr. 84/1966 um Stýrimannaskólann í Reykjavík. Aðalbreytingar, sem lagt er til að gerðar verði, eru fólgnar í því, að fella niður úr eldri lögum upp- talningu á námsefni fyrir hin einstöku próf. Taldi nefndin, að slík upptalning nægi í reglugerð eingöngu, enda nauðsynlegt að hafa svigrúm til breytingar á því sviði í sérskóla sem þessum, en eins og kunnugt er, eru breyting- ar á lögum þyngri í vöfum en breytingar á reglugerð. Þá er lagt til að inntökuskilyrði verði hert, þannig að gagnfræðapróf eða hlið- stæð próf verði bætt við sem inn- tökuskilyrði í 1. bekk. Ekki er ætlunin með þessu skilyrði að úti- loka neinn, sem sjómennsku stundar, og ekki hefur lokið slíku prófi, frá því að sækja skólann eða skylda hann til að sækja gagnfræðaskóla til þess að öðlast slíkt próf. Er gert ráð fyrir heim- ild fyrir Stýrimannaskólann til að halda námskeið, og væru þar kenndar þessar námsgreinar stærðfræði, eðlisfræði, íslenzka 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.