Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 17
Það var á hernámstímunum. Ein, sem var í „ástandinu" í Bergen, átti von á barni á fæðingarstofnuninni. Stúlkan bar sig illa við fæðinguna svo ljósmóðurinni þótti nóg um: Hættu þessu væli stúlka mín. Þú máttir vita það fyrirfram, að það væri verra að fá Þjóðverja út enn inn. * Þegar Samúel Gokhvyn kvikmynd- aði hið fræga leikrit Shaw, Pygmalion, fyrir allmörgum árum fullvissaði hann skáldið um, að hann kærði sig koll- óttan þótt hann tapaði á myndinni. Aðalatriðið væri hitt, að hún yrði sem fullkomnast listaverk. Shaw svaraði: „Þarna kemur glöggt í ljós munur okkar tveggja; ég hugsa um pening- ana, þér einungis um listina“.“ * „Látum okkur vera þakkláta fyrir , heimskingjana. Án þeirra kæmumst við ekkert áfram í lífinu". „Ég er frá nýju Fiskverkunarstöðinni h.f. á Selfossi. Má ég ekki borga með saltfiski?" *VAKTIN Trúgirni er lykillinn að öllum ævin- týrum. f þeim er sá einfaldi hinn raun- verulegi sigurvegari. * Tvær eldri konur rökræddu hina síð- ustu og verstu tíma, ásamt öllu því mótlæti og erfiðleikum, sem þær höfðu orðið fyrir á lífsleiðinni. „Bezt hefði nú verið, að við hefðum aldrei fæðst", sagði önnur þeirra. „Ójá, en það eru nú svo fáir, sem eru svo heppnir, andvarpaði hin“. * Frúin: „Ég vona að þú hafir ekki mætt mörgum, sem þú þekktir". Maðurinn (drukkinn): „Nei, góða mín, alls engum, — en ég mætti mörg- um, sem virtust þekkja mig“. Ameríkani skýrir svo frá, að þegar hann var á skemmtistað í Kaupmanna- höfn, hitti hann unga og glæsilega stúlku. Hann spurði hana, livort hún talaði ensku. „Not much“, svaraði stúlkan. „How much?“ „Ten dollars". * „Hvað sagði læknirinn við þig?“ „Hann sagði, að ég þyrfti að fá frískt og saltmengað loft í lungun.“ „Ætlarðu þá ekki í sjóferð?" Ónei, konan mín sá ráð við þessu. Hún setti mig út á svalir öðrumegin við stórt fat með saltsíld. Síðan stillti hún ryksuguna öfugt hinumegin frá, svo að hún blés á fatið. Per Augdahl, þekktur norskur pró- fessor, starfaði áður fyrr, sem lög- fræðingur. Einu sinni í réttarhöldum skilgreindi hann „hugtakið þjófnaður" þannig: „Þjófnaður — heiðraði réttur — það er þegar einhver persóna ágirnist eig- ur náungans svo ákaft að ekki vinnst tími til að stofna hlutafélag áður.“ * Nr. 46: Hvernig er liðþjálfinn eig- inlega sem maður? Nr. 73: Það hef ég ekki hugmynd um, ég hef aldrei séð hann sem mann. * Tveir Skotar fóru í göngutúr í Aber- deen. Það hringlaði grunsamlega í vasa annars þeirra. „Ertu með peninga í vasanum, Sandy?“ „Hvernig getur þér dottið slíkt í hug?“ sagði Sandy hneikslaður. „Það eru tanngarðar konunnar; ég vil ekki hafa, að hún sé að borða á milli mál- tíða“. VlKINGUR 69

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.