Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 35
ERLEND EÐA INNLEND ORKA Sívaxandi olíu- og benzíninn- flutningur um allan heim, og þá einnig til okkar litla þjóðfélags, Is- lendinga, hefur orsakað margs kon- ar vandamál og verður í síauknum mæli stærri liður bæði sem tekju- lind olíulanda og sem útgjaldaliður í olíukaupalöndum. Þar koma einn- ig við sögu skipafélögin, sem keppa innbyrðis um sístækkandi olíuflutn- ingaskip, sem virðast í bili a. m. k. vera búin að ná hámarksstærð, þótt ekki sé meira sagt. Við íslendingar erum stórir olíu- og benzínkaupendur miðað við höfðatölu og erum svo léttlyndir, að við hirðum ekki einu sinni um að flytja þessa lífsnauðsynlegu vöru með eigin skipum, enda þótt við með því gætum sparað allverulegan (harðan) gjaldeyri. Margir telja það happ fyrir okk- ur að hafa hoppað yfir hina al- mennu tröppu í samgöngumálum, sem allar nagrannaþjóðir notuðu sér í byrjun aldarinnar, járnbraut- ir. Hér skal ekki lagður dómur á hvort þessi sérstaða sé happ eða eitthvað annað, t. d. fátækt og getuleysi. Hins vegar mun það staðreynd, að ríkisjárnbrautir ná- grannaþjóðanna eiga nú í erfið- leikum í samkeppni við bíla með bættum þjóðvegum. Hins vegar hlýtur sú spuming að vakna, hvort við getum ekki hag- nýtt okkar bættu vegasambönd bet- ur og á hagkvæmari og þjóðar- hagsmunalegri hátt en við nú ger- um. Strætisvagnar Reykjavíkur ganga ákveðnar rútur, enda þótt þeir séu ekki á járnbrautarspori. Hvað veld- ur því, að þeir geta ekki gengið fyr- ir rafmagni frá loftleiðslu? Sama er að segja um vöru- og mannflutningabíla, sem ganga á- kveðnar leiðir. Loftleiðslukerfi er að sjálfsögðu nokkuð dýrt, einkum á langleiðum og þá jafnframt ekki eins teygjan- legt og aflvél í hverju farartæki, en þessi aðferð hefur hins vegar svo marga kosti fram yfir dísil- eða benzínmótora með erlendu eldsneyti, að einhver óþægindi mættu koma , ^til greina án þess að þessi gamal- kunna aðferð verði fordæmd. Væri ekki ástæða til þess að gera tilraun á einhverri leið og sjá hve mikið má spara á ekinn kílómetra í viðhaldi og erlendum gjaldeyri fyrir eldsneyti eða orku, sem við höfum nóg af í okkar landi? Reykjavík, september 1970. Guðfinnur Þorbjörnsson. voru fest á nokkru skipi strax og félagið var stofnað? Frú Petrie svaraði neitandi. „Ykkur skorti fjármagn, ekki satt?“ spurði Sir Lionel. Frú Petrie samsinnti og Sir Lionel hélt áfram: „Þetta hefir verið lítið félag? „Já“. „Hversvegna var það þá kallað Dellimare Trading and Shipping Company? Það er í hæsta máta flott nafn“. „Þér skiljið að Dellimare hafði alltaf mikinn áhuga á skipum. Hann hafði verið í sjóhernum og vonaði að sá dagur kæmi .... Hvað sem öðru líður, — og það gætti hreykni í röddinni — okk- ur tókst að eignast skip“. „Þið áttuð Mary Deare og Annunziata .... nokkur fleiri-“ Hún hristi höfuðuð: „Kaupin á Mary Deare voru gerð 18. júní í fyrra. Hvenær var Annunziata keypt. Nú rak frúin alvarlega í vörð- urnar: „Það man ég ekki nákvæm- lega“. „Var það í apríl í fyrra?“ „Ég man það ekki“. „En þér eruð framkvæmda- stjóri í fyrirtækinu og hér var um mikla fjárfestingu að ræða. Er svo að skilja, að þér hafið engar tölur um slík viðskipti?" Sir Lionel brýndi röddina. „Það er mögulegt að ég hafi þær, ég veit ekki. Þetta gekk allt svo fljótt fyrir sig og öllu var stjórnað frá skrifstofunni í Singapore. „Og þér voruð ekki með í ráð- um, þér meinið það?“ Hún kinkaði kolli og hann spurði: „Hvenær varð Gundersen stjórnarmeðlimur ?“ „Annan marz í fyrra.“ „Þessi skipakaup eru m. ö. o. árangurinn af þeirri ráðstöf- un?“ „Já, ég reikna með því“. „Ein spurning ennþá", hélt Sir Lionel áfram: „Eins og réttur- inn hefur þegar fengið upplýst, átti Mary Deare aðeins að fara VlKINGUR þessa einu ferð, en síðan seljast í brotajárn. Torre Annunziata fór aðeins tvær ferðir, en skipið síðan selt Kínverjum. Mér er forvitni á að vita hve mikill hagnaður varð á þessum viðskiptum. Frú Patrie hristi höfuðið; hún vissi þetta ekki. „Hve hátt var kaupverð beggja skipanna?" spurði Sir Lionel beint. „Engar tölur hafa farið ígegn- um skrifstofu okkar“. „En, ég tel víst, að þér hafið hugmynd um hver útvegaði pen- ingana?" „Ég er hrædd um, að ég geti ekki svarað þessu. Því var öllu stjórnað frá Singaporeskrif- stofunni: Sir Lionel settist. Yfirheyrslu Frú Petrie var lokið og hún gekk þvert yfir sal- inn til sætis síns. Augnaráð henn- ar var fest á einhvern fyrir aftan mig og ég gizkaði á að það væri Gundersen. Það var óttasvipur í náfölu andliti hennar. Framhald í næsta blaði. 87

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.