Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 34
Holland skýrði henni frá því, að hann hefði kallað hana svona snemma til þess að hlífa henni við frekari óþægindum í síðari yfirheyrslum varðandi föður hennar. Með vingjarnlegum orðum fékk hann hana til að gefa lýsingu á föður sínum, eins og hún hafði þekkt hann; bréfin sem hann hafði skrifað henni reglulega úr hverri höfn, sem hann kom á, gjafirnar, peningana, sem hún átti að nota til náms í háskólan- um og umhyggju hans fyrir henni eftir að móðir hennar dó, þegar hún var sjö ára gömul. Ég vissi ekki hversu dásamleg- ur faðir hann hafði verið mér fyrr en á síðustu árum, þegar ég var nógu gömul til að skilja hvernig hann hafði sparað hvern skilding til að kosta þá menntun, sem ég hefi hlotið“. Hún lýsti honum eins og hún sá hann síðast og las bréf til hennar frá Rangoon. Hún las það með lágri skjálfandi röddu og hver lína vitnaði um ást hans og umhyggju fyrir henni. Það var mjög sársaukakennt að hlusta á stúlkuna og vita að fað- ir hennar var látinn, og þegar hún var búin, mátti heyra fólk ræskja sig og hreyfing varð í salnum. „Þökk, þetta nægir, ungfrú Taggart, sagði Holland og rödd hans var vingjarnleg sem áður. En hún stóð áfram í stúkunni, tók póstkort upp úr veski sínu og starði á Patch. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þeg- ar hún sagði: „Fyrir nokkrum dögum fékk ég þetta kort frá Aden. Því hef- ur seinkað í pósti. Það er frá föð- ur mínum. Fæ ég leyfi til að lesa kafla úr því?“ Bowen-Lodge kinkaði kolli til samþykkis því? „Faðir minn skrifar: „tJtgerð- ármaðurinn hefir ráðið mann, Patch að nafni, sem fyrsta stýri- mann í stað veslings gamla Ad- ams. Ég veit ekki hverjar afleið- ingar hljótazt af því. Orðrómur gengur um að hann hafi eitt sinn 86 strandað skipi að yfirlögðu ráði. En hvað sem kann að ske, lofa ég að slíkt skal ekki ske með mínum vilja. Guð fylgi þér, Janie og hugs- aðu til mín. Ef allt gengur vel, skal ég halda loforð mitt í þetta skipti og heimsækja þig, þegar ferð- inni er lokið.“ Orð hennar enduðu nánast í hvísli.“ Rétturinn hélt niðri í sér and- anum. Hún var eins og stálfjöður, sem beygð var að því að bresta. Holland tók við kortinu úr hendi hennar. Vitninu verður hlíft við öllu frekara", sagði Bowen-Lodge. En hún sneri sér beint að Patch og starði á hann. 1 einskonar æði sakaði hún hann um að sverta nafn föður hennar til framdrátt- ar sjálfum sér. Hún tilnefndi Belle Isle slysið. Hún þekkti sann- leikann núna, og hún skyldi sjá til að rétturinn fengi einnig að heyra hann. Browen-Lodge sló í borðið með fundarhamrinum. Holland gekk til hennar og reyndi að stöðva hana, en hún sinnti því engu. Patch sat eins og dæmdur maður, fölur og niðurdreginn meðan hún sakaði hann um brunann, lekann á skipinu og að hafa strandað skipinu. „Þér eruð ófreskja", hreytti hún út úr sér um leið og hún var leidd snökktandi úr vitnastúk- unni og út úr salnum. Uppnám það, sem réttarsalur- inn komst í lægði skyndilega. Enginn leit á Patch. Róleg rödd Bowen-Lodge rauf þögnina: „Næsta vitni“. „Donald Masters“! Holland tók til starfa; Vitna- framburðurinn fékk tæknilegan blæ; varðandi skip og útbúnað, aldur o. fl., með framburði skoð- unarmanns í Yokohama og full- trúa Lloyds sem gefið hafði út skírteini fyrir hleðslumörkin. önnur yfirlýsing frá hafnaryfir- völdunum í Rangoon gáfu upp- lýsingu um farminn. Því næst var nafn Angelu Petrie kallað upp og rétturinn, sem 1 voru karlmenn, horfðu af áhuga á frúna, þegar hún gekk í vitnastúkuna. Hún skýrði frá, að Dellimare skipafélagið hefði verið stofnað 1947 sem hlutafélag með Delli- mare, Greenby og henni í stjórn. Félagið hafði einungis haft með höndum inn- og útflutning og beindu viðskiptunum aðallega á Indland og hin fjarlægari Aust- urlönd. Síðar hafði Greenby dregið sig í hlé, en í stað hans kom Gunder- sen, sem rak svipuð viðskipti frá Singapore. Hann varð stjórnar- meðlimur, hlutaféð var aukið og starfsemin jókst. „Og hvernig er staða félagsins núna?“ spurði Holland. „Það er komið í skuldaskil". „Var það ákveðið áður en Delli- mare lézt?“ „Já, fyrir mörgum mánuðum“. „Af einhverri sérstakri á- stæðu?“ Hún hikaði áður en hún svar- aði: „Það voru víst praktiskar ástæður í sambandi við skatta- mál.“ Hláturbylgja leið yfir salinn og Holland settist. Lögfræðingur Patch stóð upp, grannur maður, mjóróma. „Hr. dómari, ég vil gjarna spyrja frúna hvort henni hafi verið kunnugt um, að Dellimare var flæktur í fjársvikamál skömmu áður en félagið var stofnað. Browen-Lodge hnykklaði brýrn- ar. „Ég held að þetta komi þessu máli ekki við, hr. Fenton", svar- aði hann súr á svipinn. „Ég er reiðubúinn að svara þessu“, sagði frú Petrie og rödd hennar skalf af reiði. „Hann var sýknaður. Þetta var rætin ásök- un, án neinna sannana“. Fenton settist og Sir Lionel Falcett stóð á fætur. „Hr. dómari, mig langar til að fá upplýst hjá vitninu hvort kaup VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.