Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 26
Dr. JAMES MASON: Veiði hörpudisks er arðsamur atvinnuvegur f--------------------------------------------------------------------------------N Septemberhefti f. á. af blaðinu „World fishing“, sem gefið er út í London, er að mestu helgað sýningu (Scottish Fisheries Exhibition), sem haldin var í Aberdeen á síðast liðnu sumri. Ritstjórinn skrifar inngang og nokkrar skýringar á efni blaðsins, en þar er meðal annars fjallað um skelfiskveiðar við Skotland, þ. e. „inshore fishing“, og þróun þeirra veiða síðustu áratugina, svo og nytsemi þess atvinnuvegar í framtíðinni, ef skynsamlega er að unnið. í ljósi þeirrar þróunar, sem á íslandi hefir átt sér stað í veiðum á skelfiski, svo sem rækjum, humar og nú siðast hörpudiski, er næsta athyglisvert að lesa það sem í blaðinu stendur um þessi mál, og þá ekki sízt inngang ritstjórans. Fer hér á eftir útdráttur úr því sem ritstjórinn skrifar, í lauslegri þýðingu: „Á síðastliðnum tveimur ára- tugum hefir orðið geysi-mikil aukning í skelfiskveiðum við Skotland. Á sama tíma og annar fiskur (vett fish) hefir tvöfald- ast í verði, hefir skelfiskveiðin aukizt nálega tífallt og náð verð- mæti £3,6 milljónum. Sjáanleg aukning hófst í byrjun sjötta áratugsins með veiði Norway humarsins, sem til þess tíma var álitinn einskis virði, en er nú mikið eftirsóttur og verðmæt- asti fiskur sinnar tegundar. Veiddist af honum síðastliðið ár fyrir meira en 2 milljónir sterl- ingspunda. Beztur árangur á skelfiskveiðunum á sjötta ára- tugnum varð þó í hörpudisk-veið- unum (scallop), „clam“ er hann stundum kallaður í Skotlandi. Hörpudiskaveiði hófu Skotar í smáum stíl á fjórða áratugnum í Clydefirðinum. Var fengizt við þá veiði yfir vetrarmánuðina eftir stríðið. Reyndist eftirtekj- an sæmileg á þeim fáu bátum, sem veiðina stunduðu. Á árunum 1950—59 var árleg meðalveiði 2,400 cwt. og metin á £8,600. 1 byrjun sjöunda áratugs, sýndu rannsóknir vísindamanna og fiskimanna, að hörpudiskamið væru á ýmsum stöðum við skozku ströndina. Leiddi það til stórauk- innar veiði, sem síðan hefir hald- izt, og er nú mjög arðsamur at- vinnuvegur. Aukning veiðanna byggðist einkum á bættum vinnslu- og geymsluaðferðum, einkum fryst- ingu, þ. e. byggingu frystihúsa á sem flestum stöðum á skozku ströndinni. Áður var skelfiskaflinn sendur jafnóðum lifandi til Billingsgate- markaðarins. Veiðin stöðvaðist á vorin eftir hrygningu skelfisks- ins. Hófust veiðarnar ekki aftur fyrr en á haustin, því erfitt var að halda skelinni lifandi á löng- um flutningi í hlýju veðri. Með tilkomu vinnsluverksmiðj- anna og frystihúsanna varð flutningur veiðinnar jafnóðum óþarfur yfir sumartímann, og veiðar gátu haldið áfram, þegar hrognin fóru að stækka og auka gæði og verðmæti vörunnar. Mikil eftirspurn er nú eftir hörpu- diskinum á meginlandi Evrópu, og útgerðin er að öllu le^rti grund- völluð á útflutningi og sölu á frosnum innmat hörpudiskanna, bæði vöðva og hrogna. Veiðarnar dreifðust frá Clyde norður eftir vesturströnd Skot- lands til Sounds of Jura og Gigha, kringum Mull og Skye og allt norður til Shetlandseyja, og aust- ur fyrir til Moray Firth við aust- urströnd Skotlands. Ný fiski- mið hafa fundizt, og á undan- förnum mánuðum hefir verið mjög ábatasöm veiði út af Lossie- mouth í Morey Firth. Sífellt fleiri og fleiri bátar hafa snúið sér að skelfiskveiði, og nú einnig að veiði á „queens", með þeim árangri að magnið sem á land kemur, hefir aukizt stór- lega. Árið 1969 barst á land meira en dæmi eru til áður eða um 111,000 cwt. að verðmæti um £ 600,000. Veiði og vinnsla queen skel- fisksins síðustu tvö til þrjú árin, er alveg ný framleiðsla. Queen er skelfisktegund mjög skild hörpudiskinum en töluvert minni, verður aðeins 7,5 til 10 cm, en hörpudiskurinn verður 12,5—15 Ví KIN GUR 78

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.